Vísir Sunnudagsblað - 11.02.1940, Page 8

Vísir Sunnudagsblað - 11.02.1940, Page 8
8 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Kontrakt-Bridge - Eftip frú Kpistínu Norðmann Svör við byrjunarsögn á einum í lit. Eftir byrjunarsögn gefur nú samspilarinn upplýsingar um sín spil í svörum sinum. Svörin efru eigi þýðingarminni en byrj- unarsögnin sjálf, og má telja að þau séu það sem flestir óvanir spilarar flaska mest á. Eg vil því biðja lesendur mína að at- huga vel þessi svör, því þeir sefm á annað borð hafa spila- upplag og kunna vel byrjunar- sagnir og fyrstu svör, munu aldrei finnast þeir vera fákunn- andi við spilaborðið. Hér fer á eftir yfirlit yfir svörin og sýnir það styrkleikann stig af stigi, eins og hér er sýnt. 1) pass, 2) hækka um einn í sama lit, 3) eitt grand (neikvætt), 4) segja í nýjum lit, 5) tvö grönd (krafa um game), 6) hækka um tvo í sama lit (krafa um game), 7) þrjú grönd (krafa um game), 8) kröfusvar í nýjum lit (krafa um game). 1) Pass. Gefur til kynna al- veg ónýt spil. Við skulum ge!ra ráð fýrir að byrjunarsögn sé 1 hjarta — svar: pass. * G-9-7-2 V 10-8-3 4 D-9-6 4 9-7-2 2) Hækka um einn í sama lit. Ef mótspilari i millihönd segir pass, er talinn hagur í að halda sögn opinni eina umferð, svo sagnhafi fái tækifæri að segja á ný. Sá möguleiki er fyrir hendi, að hann bafi byrjað á sterk spil, án þess að geta byrj- að á kröfusögn, og að jafnvel lítill styrkur hjá samspilara geti orðið til þess að game vinn- ist. — Er þá leyfilegt að hækka um eánn í sama lit með: engan hsk, fjögur lág tromp og ein- spil (singleton), (4 bls., tromp- stuðning og tvispil (doubleton), 1 hsl., trompstuðning og jafna liti (4-3-3-3). — Dæmi: Byrjun- arsögn: 1 hjarta —- svar: 2 hjörtu: 4 G-7-5-2 V 10-8-7-5 ♦ 2 4 9-8-5-2 4 lág tromp og einspil. ▲ D-10-8-3 ^ D-8-7 0 5-2 4 10-8-5-2 (4 hsl., trompstuðningur og tvíspil. 4 D-10-8-3 V K-10-7 4 8-5-2 4 9-8-5 1 hsl. og jafnir litir. Ef mótspilarinn í milliliönd segir (annað en pass) eftir byrjunarsögn, þarf samspilari þess sem byrjar að hafa 1 hsl. me'ira til að hækka sögnina, eða 1 hsl. trompstuðning og einspil, l1/2 hsl. trompstuðning og tvi- spil, 2 hsl., trompstuðning með jafna liti. 2) Hækka um tvo í sama lit. Gefur altaf til kynna minst G-x-x-x eða 10-x-x-x-x í tromp- litnum. Þar að auki: 2 hsl. og einspil, 2% hsl. og tvispil, 3 hls. og jafna liti. Dæmi. Byrjunarsögn 1 hjarta — svar: 3 lijörtu: IÍ-D-x-x V G-x-x-x ♦ 2 4 Ás-10-9-8 2-f- hsl. og einspil. 4ft K-D-x-x V G-x-x-x ♦ 5-2 4 Ás-D-10 2(4 + hsl. og tvíspil. ^ K-D-x V K-x-x-x ♦ 7-5-2 4 Ás-D-10 3 hsl. og jafnir litir. Slemsagnir verða oft eftir slilct kröfusvar i sama lit. — Sagnhafi veit þá, að samspil- arinn hefir minst gosann fjórða eða tiuna fimtu í tromplitnum og sterk spil að öðru leyti. En ef hann eigi álitur slemmögu- leika í spilunum, þrátt fyrir þetta sterka svar frá samspil- ara, segir hann einungis 4 hjörtu, sem þá er lokasögn af hans hálfu; jafnframt því að- vörun til samspilara um að reyna eklci slemsögn, nema hann hafi sérstaka skiftingu á spilum, eða annan styrkleika, sem hann hefir ekki sagt frá. Að hækka byrjunarsögn á einu hjarta um þrjá í sama lit gefur upplýsingar um fimm tromp og 1—2 hsl., að spilin eigi vel saman og að likur séu til að fjögur lijörtu vinnist, en ekki meira. Eftir þetta svar á sagnhafi altaf að segja pass. — Dæmi. Byrjunarsögn: 1 hjarta — svar: 4 hjörtu: 4 K-D V G-10-8-7-2 ♦ 7 4 10-8-7-6-2 1+ hsl., 5 tromp og einspil. Pr. Jéis Ilíáasoii. Frh. af 6. síðu. veldlega frá rústum Eskimóa- kofa, m. a. af þvi, að bælin í þeim eru miklu lengri en i kof- um Eskimóa. „Það er athyglisvert,“ • bætir dr. Jón Dúason við, „að kofa- rústir sem þessar Tunnitarúst- ir finnast hér á landi. Þær hafa lika fundist í Eystri- og Vestri- bygð í Grænlandi, i Norður- Skotlandi, Norður-Skandina- víu, en annars hvergi svo vit- að sé um. Þetta er meðal ann- ars áþreifanleg sönnun fyrir þvi, að hér er um norræna menningu að ræða, því sömu sögu er að segja um öll mann- virki, sem þjóð þessi hefir látið eftir sig. Sumum Eskimóum fanst lítið til um gáfur Tunnita og sögðu þá bæði heimska þjóð og seinláta. Annarsstaðar og það víðar, er álit Eskimóanna and- stætt þessu og lofa þeir þá mjög fyrir vitsmuni, atorku og framtak. Þeim ber saman um það, að Tunnitar hafi verið meinlaus þjóð, þrátt fyrir lik- amlegt atgervi. Margar sagnir eru til um það, að „manneskj- urnar“ hafi leikið þá grátt í ýmsum viðureignum. Tunnitar kunnu ekki að búa til vatnshelda skó. Þeir tóku langa lengju af selskinni með hárinu á og vöfðu því utan um fætur sér. í sóla notuðu þeir flatt ferhyrnt skæði, boruðu göt í jaðra þess, verptu það upp með þveng og bundu hann utan um öklann. Tunnitar kunnu ekki málið, en geltu eins og hundar, segir í sumum sögnum. Aðrar taka ekki eins djúpt í árinni, en segja að þeir hafi talað ósveigjanlegri tungu eða bjagað mál.“ „En finst yður virkilega, dr. Jón Dúason, að það vera sér- staklega eftirsóknarvert, að „klina upp á“ okkur slíkum frændum sem gelta eins og hundar?“ „Við þurfum ekki aö talca okkur það mjög nærri. Fyrir mjög frumstæðum þjóðum, stendur tunga þeirra sem hið einasta tungumál. Útlendingar eru annaðhvort kallaðir mál- lausir, eða tunga þeirra er köll- uð gelt, eða öðru áþekku nafni. Geltið merkir ekki annað en það, að mál Tunnitanna var Skrælingjunum óskiljanlegt. Það eru til aðrar sagnir um Tunnitana og sannsögulegri vestan frá Hudsonflóa. Þar er t. d. talað um Tunnitana sem sér- staklega góða búmenn. Við íbúðarhúsin höfðu þeir fjölda smærri liúsa — matvælabúra. Var eitt fyrir hvalkjöt, annað fyrir rostungskjöt, þriðja fyrir bjarndýrakjöt, fjórða fyrir hreinkjöt, fimta fyrir lax og það sjötta fyrir æðarfugl. Þessi forðabúr voru aldi’ei tóm. Knud Rasmussen var sagt á King Williamslandi, að þar liefðu það verið Tunnitarnir sem gerðu landið byggilegt. Þeir hefðu fundið það út hvar hreindýrin fóru yfir vötn og höfðu þar veiðistöðvar, eða þeir komu upp girðingum og neyddu hreindýrin til að fylgja ákveðn- um stígum. Þeir fundu lax í ián- um, bygðu laxakistur og voru auk þess manna slyngastir að veiða sauðnaut og birni. I grænlenskum sögnum og amerískum er þess getið, að Tunnitar hafi lagt kapp á knattleik og verið harðleiknir í honum. Þeir vorU syndir; þeir kunnu að dansa íslenskan hring- dans og lögðu kapp á að veita sonum sínum góða likams- mentun. Þeir rændu konum frá Eskimóum og blönduðust blóði við þá, en voru annars friðsam- ir menn og vildu lifa í sátt og einingu við nágranna sína. Þetta sem eg hefi sagt yður liér að framan eru þjóðsagnir og engar sannanir,“ segir dr. Jón Dúason. Svo bætir hann við: „Sannanir fyrir því, að þetta séu landar vorir, eru til og þær eru svo margar, að það er engin leið að rekja þær hér. Það eru fornar, íslenskar heimildir, lat- neskar og aðrar erlendar heim- ildir, fornminjar, þjóðmenning, líkamsmæling o. s. fv og meira að segja hafa Norðurálfumenn séð þessa þjóð eftir 1500 og sagt frá he'nni, og við eigum enda til vísu kveðna af Tunnit- stúlku. En eg befi rakið þetta rækilega á öðrum stað og læt því staðar numið að sinni“.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.