Vísir Sunnudagsblað - 18.02.1940, Page 1

Vísir Sunnudagsblað - 18.02.1940, Page 1
1940 Sunnudaginn 18. febrúap 7. blað HELGI H. EIRIKSSON SKOLASTJORI Viðtal Sunnudagsblaðsins SEGIR FRA FINNLANDI Helgi H. Eiríksson skólastjóri, fór s. 1. sumar fil Finnlands, á iðnfræðsluþing Norðurlanda, sem haldið var í Helsingfors laust fyrir miðjan ágústmánuð. Hann mætti þar sem fulltrúi Islands ásamt Ágústi Steingrímssyni arkitekt, og í þinglok bauð Helgi að næsta iðnfræðsluþing Norðurlanda skyldi haldið á íslandi með samþykki íslensku ríkisstjómarinnar. Yegna þess hve Finnlandsmál eru mikið rædd um þessar mundir og örlög finsku þjóðarinnar virðast hjartfólgin Islend- ingum, sneri Sunnudagsblað Vísis sér til Helga H. Eiríkssonar skólastjóra og bað hann að segja lesendum þess í fáum dráttum frá Finnlandi. Hefir hann góðfúslega orðið við þeirri ósk. — „Finnland er nærri ferfalt stærra en alt ísland,“ segir Helgi „og fólksfjöldinn er rúm- lega þrítugfaldur. Það er á okk- ar mælikvarða stórt, enda þótt mörg lönd séu til stærri. Jarð- fræðingar segja, að í fyrndinni hafi sær hulið mikinn liluta Finnlands, en smám saman liafi landið risið úr liafinu og sé að því enn. Þeir álíta að Finnland sé stöðugt að stækka, að það sé í eilífum landvinningum — sem fari seint en örugt og frið- samlega fram. Það er ekki land- vinningastríð sem útheimtir hlóðsúthellingar og manndráp. Minjar hafsins er eitt sinn átti að hafa hulið Finnland sjáum við i vötnunum — 30 þúsund vötnum, og mörgum þeirra stórum — sem ennþá hylja a. m. k. tiunda hluta landsins. Finnland er eittlivert mesta vatnaland heimsins, enda oft kallað „Þúsundvatnalandið“. Tiu þúsund eyjar hafa verið taldar í vötnunum, en óteljandi skagar og tangar ganga út í þau. Annars lieitir Finnland á finskri tungu Suomi en það þýðir mýrlendi“. „Álítið þér að það sé rétt- nefni?“ „Eg kyntist landinu ekki svo, að eg sé fær um að leggja á það dóm. Að sjálfsögðu er þar mýr- lendi, en eg hygg þó að „vatna- land“ eða „skógarland“ væri samt sönnu nær. Skógarnir í Uppdráttur af Finnlandi. Nikkelnámur í NorKur-Finnlandi. Um þær stóðu miklir bardagar í vetur. Finnlandi eru svo miklir, að liver einasti útlendingur sem þangað kemur, ve'itir þeim al- veg sérstaka athygli. Þrír fjórðu hlutir landsins eru skógi þaktir — mest furu og greni, en líka hirki þegar norðar dregur i landið — enda mega skógarnir teljast megin auðlind Finnlands. Finnland er annað mesta viðar- útflutningsland jarðar og þriðja i röðinni hvað pappirsútflutning snertir. Trén eru beinvaxin og há — alt að 100 feta há og ná í suðurhluta landsins mjög góð- um þroska“. „Hvernig er landslagi að öðru leyti háttað?“ „Suður-Finnland er flatt. Þar skiftast á vötn og ár, skógar- lendur og akrar, iðjagræn engi og fögur þorp. Vegna þess hvað landið er flatt, eru flestar árn- ar lygnar. Samt er það ekki alt- af svo, og stundum falla þær vatnsmiklar og straumþungar í beljandi þröngum. Var mér. sagt, að það væri æði áhrifa- mikið, að sjá árnar í vorleys- ingum þegar jakahurðurinn er sem mestur og þegar íshrann- irnar rísa á rönd, byltast og steypast eftir þessum tröllslegu þröngum. Eftir þessum þröng- um þar sem árnar falla í flúð- um og straumurinn byltist æðis-

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.