Vísir Sunnudagsblað - 18.02.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 18.02.1940, Blaðsíða 2
2 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Myndin er af KyrjálaeiSinu og sýnir einkenni finsks lands, flatneskjur, vötn og skóga. genginn og hvítfyssandi, róa — eða réttara sagt — stýra Finnar bátum sínum, löngum, mjóum bátum, sem fljúga niður flúð- irnar, hverfa í úðann og birtast aftur í ólgandi strengfaHinu. Eg sá þetta ekki, en það kvað veia glæfralegt á að líta. Fipist eitt einasta handtak, hvolfir bátn- um og úr þvi er engin lífsvon framar. Þannig leika Ftnnar sér að hættunum og — dauðanum. í ánni Vuoksi sem fellur úr vatnahverfinu Saima i Ladoga- vatn eru fossarnir Imatra, sem líkjast meir flúðum en fossi, og fallhæðin er ekki nema 18 metr- ar. En við þenna foss hafa Finnar ekki alls fyrir löngu bj'gt stærstu raforkustöð sína, sem er 172000 hestafla sterk. Fær alt Suður-Finr.land og Helsingfors rafmagn fiá henni. í Norður-Finnlandi eru fjöll og heiðar og þar halda Lappam- ir sig með hreinhjarðir sínar.“ „Hvað getið þér sagt mér um þjóðina?“ „Við skulum aðeins víkja að sögu hennar fyrst. Það er álitið — og hér styðst eg við forn- leifa- og málsögulegar rann- sóknir — að hinir raun verulegu Finnar hafi flust til Fúmlands á 8.—5. öld f. Kr. Þeir komu úr héruðunum sunnan við Lad- ogavatn, Onega og Finska fló- ann, þar sem þeir höfðu um langt skeið staðið í nánu sam- bandi við baltneska og ger- manska þjóðflokka. Þeir voru um þessar mundir lcomnir á all- hátt menningarstig og stunduðu kvikfjárrækt og akuryrkju — en þjóðskipulag þeirra var í molum. Þessi þjóðflutningur norður og vestur i Fimiland fór fram í fuHkomnum friði og bar ein- göngu einkenni nýs landnáms, en ekki yfirgangs né hernaðar, enda var landið þá að miklu leyti ónumið. Þó var þúsund ára gamall skandinaviskur þjóð- flokkur fyi-ir i Vestur-Finn- landi; og í austurhluta landsins liittu þeir fyrir Lappa. Finnar blönduðust blóði við báða þessa kynþætti, en þó miklu meir við Skandinavana. Sú hlöndun lief- ir æ siðan átt sér stað. Þeir Lappar sem ekki blönduðust Finnum, héldu norður á bóginn með hreindýrin sín og þar hafa þeir haldið sig upp frá því. Árið 1323 mistu Finnar sjálf- stæði sitt, en þeir áttu sökina á því sjálfir — a. m. k. að ein- hverju leyti, því þeir herjuðu um þær mundir á austurstrend- ur Svíþjóðar, en biðu lægra hlut fyrir Svium, og urðu að gjalda þess með glötun sjálf- stæðisins. Nærri fimm hundruð árum síðar komst Finnland endanlega undir yfirráð Rússa, en áður hafði Pétur mikli náð Finnlandi undir sig, en varð að láta það af hendi aftur fyrir of- urhuganum sænska, Karli XII. Það var árið 1809 að Rússum tókst að ná Finnlandi undir sig. En réttum níutíu árum síðar ákvað Nikulás Rússakeisari að afnema stjórnarskrá Finna og ætlaði sér að innlima Finnland sem einn hluta Rússaveldis. Setti hann yfir landið ríkis- stjóra, Bobrikoff að nafni. nafn- togaðan harðstjóra. Átti það að vera hlutverk Bobrikoffs að gera Finnland alrússneskt og neyta til þess allra mögulegra bragða. Þetta kveikti hatur í brjósti hinnar finsku þjóðar — óslökkvandi hatur á Rússum, sem aldrei hefir slokknað. Hatr- ið braust í fyrstu út í þvi, að finski stúdentinn Eugen Schau- man skaut Bohrikoff i höll hans, þann 16. júni 1904. Eg kom sjálfur inn i þessa höll, því okkur — stjórnarnefndum iðn- fræðsluþingsins — var boðið þangað, kvöldið fyrir þingsetn- inguna. Það var verslunarmála- ráðherrann, prófessor Voion- maa, sem bauð — en annars eru þar haldnar veislur allra ráð- herranna fyrir útlendinga. Höll- in er látlaus og íburðarlaus að utan, en að sama skapi skraut- leg að innan. Okkur voru sýnd salarkynni Bobrikoffs og eins staðurinn þar sem hann stóð þegar Schauman skaut hann. Sá atburður mun aldrei firnast úr hugum finsku þjóðarinnar og mun ávalt vera dáður sem einstæð hetjudáð, unnin i þágu frelsis og ættjarðarástar. Þessi atburður varð til þess að lialda Finnum vakandi fyrir sjálfstæðisbaráttu sinni og á verði gegn áformum Rússa, að gera Finnland og finsku þjóðina rússneska. Það tókst ekki — en Finnum tókst hinsvegar ekki heldur að ná sjálfstæði sínu fyr en árið 1917 þegar kommún- istabyltingin varð í Rússlandi. Að rekja þá sögu hér yrði of langt mál.“ „Hvað getið þér sagt mér um þjóðina sjálfa? Álítið þér að sú skoðun sé rétt, sem stundum hefir verið haklið fram, að Finnar væru mongólskir að uppruna?“ „Sú skoðun ríkti mjög alment áður fyr meðal erlendra þjóða, að Finnar liefðu mjög ríkjandi mongólsk einkenni í ytra útliti, að þeir væru smáir vexti, stutt- liöfðar, breiðleitir, með gul- brúnan hörundslit og dökt hár. En þessi skoðun hefir ekki við rök að styðjast, nema að því leyti að eins, sem þeir liafa blandast Löppum, og sú kyn- blöndun er ekki svo mikil, að hún sé einkennandi fyrir þjóð- arheildina. Eg sá að vísu all- margt fólk sem var kinnbeina- Á síðustu árum hafa Finnar eignast marga ágæta rithöfunda. — í fyrra hlaut Finnlendingurinn Sillenpaá bókmentaverðlaun Nobels, enda var hann áöur oröinn kunnur víösvegar um heim fyrir bæk- ur sínar. Á íslensku hefir til þessa aðeins ein bók verið þýdd eftir hann, en það er skáldsagan Silja, sem hvarvetna hefir hlotið mikl- ar vinsældir. — Á myndinni sést Sillenpaá sitja til borðs með leik- konunni Marguerite Viby.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.