Vísir Sunnudagsblað - 18.02.1940, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 18.02.1940, Blaðsíða 3
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 Annar þektasti nútímahöfundur Finna, a. m. k. utan heimalands- ins, er skáldkonan Sally Salminen. sem hefir getiS sér engu minni vinsældir en NobelsverSlaunahöf- undurinn Sillenpaá. Hér er mynd af henni og mannsefninu hennar, danska listmálaranum Johs. Dúhr- kopp. stærra en annað Norðurlanda- fólk, en það var einasta ein- kennið sem eg tók eftir; að öðru leyti gat eg ekki þelct Finna frá öðrum Norðurlandabúum. Þjóðin í heild virtist mér hraustleg, blátt áfram og frjáls í framkomu. Fólkið var brúnt i andliti, sem benti á ást til úti- veru og sólbaða. Það var ákaf- lega alúðlegt og viðmótsþýtt, án þess að á því væri nokkurn flysjungsbrag að sjá. Hvað sem maður sá það gera, gerði það af atorku, dugnaði og ósérplægni. Maður sannfærist um hina frábæru atorku Finnlendinga sem þjóðarheild, þegar litið er yfir framfarir og framkvæmdir þær á menningarlegu og verk- legu sviði, er orðið hafa þar á þeim tuttugu árum sem þeir hafa notið sjálfstæðis. Þær framkvæmdir hafa verið stór- kostlegar — svo eg segi ekki ó- trúlegar. Lífsbarátta Finna hefir verið ströng og hörð. Þeir liafa ekki aðeins barist við kúgun og und- irokun erlendra þjóða, þeir liafa líka barist við óblíð náttúruöfl, hai'ða vetur og ógreiðfært land — þetta sem lcemur Finnum að svo ómetanlegu gagni i styrjöld- inni við Rússa nú. Þetta hefir hert og mótað þjóðina og gert hana að einni hraustustu þjóð þessarar jarðar. Það sanna meðal annars íþróttamennirnir sem hafa um ái-atugi getið sér lieimsfrægð úti um allan lieim“. „Hvað segið þér okkur um tungu Finna? Tala þeir ekki tvö tungumál?“ „Jú. Meginþorri þjóðarinnar mælir á finskri tungu, en þó mé geta þess, að um langt skeið Iiefir sænskan verið stjórnar- málið og jafnframt aðal menn- ingarmálið, enda töluð af ment- uðustu stéttum og mönnum Finnlands. Þetta er skiljanlegt þar sem Finnar lutu Svíum í margar aldir, auk þess sem Sví- ar hafa frá ómunatíð bygtnokk- urn hluta landsins og sist staðið Finnum að baki í menningar- legu tilliti. En jafnvel eftir að Finnar lcomust undir Rússa, varð sænslcan aðalmálið áfram í Finnlandi um nokkurt skeið. — Eftir miðja 19. öld var finskan samt gerð jafn rétt- há sænskunni og uppfrá því hefir liún smám saman verið að brjóta sér sess meðal menning- armála heimsins. Þótt bæði tungumálin séu fyrir alllöngu jafn rétthá orðin, hefir þó stað- ið togstreita mikil um þessi mál og jafnvel ekki laust við að i finsku þjóðlífi liafi gætt nokk- urrar sundrungar þess vegna.“ „Og Finnar eru bókmenta- þjóð?“ „Já svo mikil, að bókakaup þar i landi eru sögð meiri hlut- fallslega en meðal nokkurrar annarrar þjóðar en íslendinga einna. Og sjálfir hafa þeír skrif- að skáldrit sem lesin eru meðal allra bókmentaþjóða heims. Má þar t. d. nefna liöfunda eins og Runeberg, Salminen og Sillen- páá. Auk þess eiga þeir sína sér- stöku „Eddu“, rit sem í senn er heimskoðun og lífsskoðun finskrar alþýðu i heiðni og fram eftir öldunum. Þessi finska Edda lieitir „Kale\vala“. I Kalewala er getið um það, er dóttir loftsins kastar sér í hafið og tekur sér storminn fyr- ir eiginmann. I skauti liennar byggir önd ein lireiður sitt og verpir. Úr eggjunum eru jörð og himinn, máni og stjörnur skapað. — Sonur þeirra er Wáinámoinen, sem síðar kem- ur mikið við sögu og frægur verður fyrir fagra söngrödd og frábært vit. Inn i þetta eru ofn- ar allskonar líkingar, táknræni og liin dýpsta speki. Þar kemur víða við og er þetta að ýmsu leyti liið ágætasta heimildarrit fyrir sögu og menningarsögu Finna til forna“. „Er Kalewala eins gömul og Edda?“ „Hér má svara bæði játandi og neitandi. Kalewala sjálf er ekki skrifuð fyr en um miðja 19. öld; það gerði maður að nafni Elias Lönnrot. En ritið er Iiinsvegar safn af þjóðkvæðum og gömlum sögnum sem felt er saman í eina heild. Þar af leið- andi verður efnið nokkuð sund- urleitt og misjafnt að gæðum og stendur auðvitað mikið að baki okkar Eddu — en þrátt fyrir alt, merkilegt og sérstakt að efni.“ „Hvernig leist yður á liöfuð- borgina — Helsingfors?“ „Helsingfors, eða Helsinki eins og finskumælendur kalla hana, er falleg og viðkunnanleg borg. Mér geðjaðist ágætlega að henni, þenna stutta tíma sem eg dvaldi þar. Göturnar eru bein- ar og breiðar, stór torg, fagrar byggingar og umhverfi borgar- innar — hún liggur reyndar á þrjá vegu að hafi — er fallegt. Fræg bygging er jámbrautar- stöðin — sem þykir fegursla járnbrautarstöð í heimi. Eliel Saarinen — finskur bygginga- meistari sem dvelur i Ameriku og þykir færasti byggingameist- ari sem Bandarikjamenn hafa á að skipa, liefir teiknað hana. Eg sá þarna fjölda annarra nýtísku liygginga, svo sem þinghúsið, sjúkrahús fyrir herinn, mark- aðsskálann og fjölda margar aðrar glæsilegar og reisulegar byggingar. Heilsteyp tasta meistaraverk byggingarlistar sem til er í Finnlandi yfir liöfuð, er samt óefað stórtorgið i Helsingfors, en við það standa háskólabygg- ingin, stórkirkjan og stjórnar- byggingar. Það er alt verk sama mannsins, þýska bygginga- meistarans Engels, en hann mun liafa verið uppi fyrir rúm- um hundrað árum. Til að fá samræmi i þetta stórkostlega listaverk, varð hann að byggja mikilfenglegan og stóran þrep- pall upp að stórkirkjunni, en hún myndar eina hliðina að torginu. Stærsta gatan í borginni er Esplanaden, með skrúðgörðum og trjálundum. Við liana stend- ur forsetahöllin, stjórnarráðs- byggingar og fleiri stórhýsi. „Sáuð þér ekki ólympiuleik- vanginn sem Finnar voru að reisa fyrir Olympíuleikana að sumri ?“ „Jú, eg sá hann. Fundir iðn- fræðsluþingsins voru haldnir þar skamt frá, en svo var okk- ur sýndur hann sérstaklega. Þetta er feikna mikið mann- virki og var unnið að því, að brjóta niður sætin og girðing- una á gamla leikvanginum og færa þetta út og stækka. Það var líka unnið að þvi að byggja ýms smáhús á leik vangin- um, kallaraturna og aðrar byggingar sem tillieyrðu. Leik- vangurinn liggur norðanvert við borgina i fögru umhverfi þar sem skiftast á grasvellir og skógarrunnar. En nú verða Frá Helsingfors. Flelsingfors er aö mörgu leyti glæsileg borg meS fögrum stilhreinum bygg- ingum, breiðum, beinum götum og fallegum lystigöröum.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.