Vísir Sunnudagsblað - 18.02.1940, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 18.02.1940, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ HERNAÐUR Ólympiuleikvangurinn í Helsingfors í smíSum. engir Olympíuleikar í Helsing- fors að sumri, það er útilokað.“ „En svo maður snúi sér að ferðalaginu sjálfu — liöfðuð þér ekki gaman af því?“ „Jú, gagn og gaman. Eg fór yfir Noreg, Svíþjóð, Eistland og svo þaðan yfir til Helsingfors. Ferðin var mjög ánægjuleg, en eg varð að fara svo fljótt yfir, að það var margt eftir óskoðað, sem eg Iiefði gjarnan viljað kynna mér.“ „Var ykkur ekki tekið vel í ÍHelsingfors?“ „Forkunnarvel. Forsætisráð- herrann Cajander tók á móti okkur í stað forsetans, Kyöstio Kallio, sem hafði farið burt úr borginni til að hvíla sig eftir nýafstaðin veikindi. Kom for- sætisráðherrann og kona hans á setningu þingsins. Óku þau í forsetabifreiðinni, sem skreytt er skjaldarmerki Finnlands. Var forsætisráðherrann vernd- ari þingsins og hafði sama hlut- verk á höndum og konungar Norðurlanda hafa haft á und- förnum iðnfræðsluþingum. — Hann bauð öllum þingheimi lil tedrykkju í forsetahöllinni. En svo bauð borgarstjórnin í Hels- ingfors okkur til miðdegisverð- ar, og í fleiri boð frá stofnunum eða opinberum starfsmönnum fórum við. Meðal annars var okkur eitt sinn boðið til lítillar eyju, Brándeyjar, sem liggur rétt fyrir utan borgina. Þar var geysistórt veitingahús á þessari litlu yndislegu eyju, en um kvöldið þegar dimt var orðið, var flugeldum skotið upp af vatninu og það var ákaflega til- komumikil og heillandi sjón. Annars var það ekki að eins hið opinbera og starfsmenn þess sem tók vel á móti okkur, hver einasti Finnlendingur sem við hittum og ræddum við, var alúðin sjálf og vildi alt fyrir okkur gera.“ „Urðuð þér nokkuð varir við hernaðaranda hjá Finnum eða undirbúning undir stríð, þegar þér voruð þar?“ „Eg get elcki sagt með neinni vissu, hve fljótt Finnar hjugg- ust við striði, og mér þykir ó- líklegt að þeir hafi búist við þvi svona fljótt. En hitt var víst, að NURMI. Finnar hafa getiB sér þann orðstír, að þeir séu langsamlegasta mesta iþróttaþjóS heimsins, ef miðað er viö íbúafjölda. Einkum eru þaö skautahlaupsmenn, spjótkastarar og þolhlauparar, sem hafa getið sér heimsfrægð. — En frægastur allra finskra íþróttamanna mun þó hlauparinn Nurrni hafa verið, sem gekk undir nafninu „konung- ur hlauparanna“. þeir óttuðust Rússa og bjuggust að eins við illu einu af þeim. Dagana er eg var i Helsingfors fóru stórkostlegar lieræfingar fram 1 námunda við borgina. En nú er styrjöldin skollin á og ógnir hennar og hræðileiki dynur yfir þessa saklausu þjóð. Flestir íslendingar finna til á- Dimt er í heimi, drýpur blóö á jöröu, dauði á ferð og vinnur lífi tjón. Heyrist við ysta haf, um strönd og fjörðu hervaldsins gnýr, — og eygir dreka sjón. — Réttarins vé aö ránsins bæli gjörðu ríkjanna verðir: Úlfur, björn og ljón. Máttgir i lofti málmsins ernir sveima, morðtundri varpa yfir höf og lönd. Hjarðir af vögnum hels um jörðu streyma, hraövirkur logi eyðir borg og strönd. Óvígan flota undirdjúpin geyma, alvæpni dauðann býr hin rnenska hönd. — Lausnarorð nýtt af lífsins djúpum stígur, leyndanna berg hinn þyrsti hugur knýr — undrunum stelur ærður valdarígur, afrekin mammon fram í hernað býr. — Storminum hraðar stekkur, syndir, flýgur, stálefldri tækni brynjað villidýr. Mannheimi berst í meiðslum nýrra sára, menning og þróun, stríðsins guði færð. Skekur nú jörð og sköpun þúsund ára skógbúans grimd á snillingsviti nærð. Geisar í eining glæpa, böls og tára geigvæn og blind hin menska smæð — og stærð. Forverðir þjóða fjötur valdsins herða, falla í tryltri þjáning ríki kunn. Enn ber þá hæst, sem annars frelsi skerða, ólífi sýkja starfsins heilsubrunn. Mannkyn í smæð og myrkri eigin gerða, máttvana berst á dauðahafsins grunn. takanleiks þessa stríðs, en eg lield, að eg finni persónulega al- veg sérstaklega til þess, vegna þess að eg var gestur finslcu þjóðarinnar í sumar og mun hvorki gleyma gestrisni henn- ar né vinunum sem eg eignaðist þar. Nú berast mér bréf þaðan að handan, bréf sem lýsa hörm- ungum styrjaldarinnar en eru þó full af trausti á sigur hinnar hraustu og hugdjörfu þjóðar. — Og þó eg sjálfur beri ltvíð- boga fyrir vinum mínum í Finnlandi, vil eg samt enda orð mín með þeirri ósk og von, að þeir þurfi aldrei framar að glata sjálfstæði sínu.“ Ógnandi berast út til Drottins hjarðar ofstopans hróp: „Við þínum dauða búst!“ — Hvort skal þá burt af hveli frjórrar jarðar, hverfa og hníga mannkyn iðjufúst? Stara mót sól í styrk sem engan varðar, storkin af blóði, allra landa rúst? Alfaðir, duldir eru vegir þínir, um þá var menskri sjón ei skygni léð. — Berast að augum blóðgar hryllisýnir,. beiskari smán ei áður heimi réð. Andvaka sál í ógnadjúpin rýnir, íhlutun þina getur hvergi séð. t Fanstu’ ekki að þínum fótum styrjöld hverja falla, sem kvalaóp frá myrkum geirn. — Barnshjartans trú frá brjóstum allra herja bæn sína flytur þér um nýjan heim. Leita þín þeir, sem lífsins gjafir verja læging og hruni, hver mun hjálpa þeim? i í Biðja þig mæður, börnin á þig kalla, blessar þig tunga hver, sem friði ann; hnígur þér blóð um hjartans fórnarstalla, helgar þér trú hvern sigur, sem hún vann. Þjakaðir menn í þínu nafni falla. Þjáningin orðlaus, vegi til þín fann. Veit eg, þó dramb, sem veru þinni neitar vaxi og ávöxt beri hundraðfalt, endar í þrá, sem að þér sjálfum leitar, alþjóða stríð um heimsins ríki valt. — Drottinn, hver sál þig dáir öllu heitar. Duftbúinn færir þér að lokurn allt. Vísar á hrun og visnun manna og þjóða vegur, sem frá þér lá um ára-bil. Höndlar ei með þeim hætti lífsins gróða heimur, né veit á sinni þjáning skil. Ei fær í krafti orða, hers né sjóða uppskeru flúið þá, sem sáð var til. I Mannlega grimd, sem mennt í bölvun hverfir, morðsökum lýsi eg á hendur þér!' — Valdhafi, sem til víga stálin sverfir, varðsveitir lífsins fær á móti sér. Hógværðin ein án haturs löndin erfir, hörmung og dauða sá sem vopnin ber. Gísli H. Erlendsson.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.