Vísir Sunnudagsblað - 18.02.1940, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 18.02.1940, Blaðsíða 5
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 T?ITT af átakanlegustu sjóslysunum, sem enn hafa ^ orðið, frá þpí styrjöldin hófst, var þegar hollenska farþegaskipið „Simon Bolivar“ rakst á tundurdufl (sennilega tvö) á Norðursjónum og fórst þar, ásamt um hundrað manns, er ekki var liægt að bjarga. Einn far- þeganna á skipinu lýsir í eftirfarandi grein — ekki at- burðinum sjálfum — heldur fyrst og fremst lífinu um borð á skipinu og sálarástandi fólksins, um það leyti sem skipið fórst. Þessi lýsing er átakanleg, en hún virðist vera sönn. Og hún nær ekki aðeins til þessa eina slyss, heldur til allflestra sjóslysa, sem bera að með áþekkum hætti, og að því leyti er hún sígild. FRA STRIÐINU: Pegar Simon Bolivar fórst. Það eru tólf klukkustundir liðnar frá því að við skildum við vini og ættingja. Það eru tólf klukkustundir liðnar frá þvi að skipið okkar: Simon Bo- livar lét í liaf. Stöðugt fækkaði fólkinu sem stóð á hafnarhakk- anum og veifaði til okkar vasa- klútunum sínum. Stöðugt mjókkaði landræman á hak við okkur, uns þessi mjóa rönd hvarf í húmið, en ljósin frá skipinu slóu daufum bjarma á myrkt en ládautt hafið. Eg sat fram yfir miðnætti í reykinga- salnum. Eg spjallaði við Eng- lending sem ætlaði til British- Guyana og skemti sér við að horfa á tvö hörundsdökk hörn sem sleiktu sykurstengur af mikilli áfergju, en voru loks orðin svo þreytt og syfjuð að þau fóru að gráta. I einu horn- inu sat hópur flóttamanna af Gyðingaættum. I þeirra augum var þessi ferð upphaf nýs lifs. Niður kinnar sumra þeirra hrutu tár er þeir mintust á for- eldra eða systkini, sem þeir urðu að slcilja eftir. Aðrir ljóm- uðu af ákafa, er þeir lýstu því með mörgum fögrum orðum hvílík framtíð hiði þeirra í Chile, i Argentiníu eða ein- hverSstaðar annarsstaðar úti í viðri veröldinni. Skipið ldýfur öldurnar hægt og mjúklega — þetta sltip sem á að tengja okkur sömu örlaga- f jötrum í noklcurar vikur. Þetta er fyrsta nóttin sem við dvelj- um saman um borð í „Simon Bolivar“. Hugsanir okkar leita úr einu í annað, svifa milli for- tíðar og framtiðar, milli vonar og vonbrigða.. Þegar eg slekk ljósið í klefanum mínúm kl. tvö eftir miðnætti, verður mér htið út um kýraugað og sé að hol- lenskur fiskveiðabátur siglir framhjá skipinu. Tólf klukkustundir eru liðn- ar frá því, að við lögðum í haf. Klukkan er að verða ellefu. Eg svaf vel út þenna morgun. Eftir morgunverðinn geng eg upp á þilfarið og horfi á fólkið skemta sér við knattleik. Niðdimm þoka veldur því, að til að sjá eru báðir reykliáfarnir á „Sim- on Bolivar“ eins og einhver risaferliki sem gnæfa gegn liimni. Hjón, sem ætla til Ind- lands, segja mér, að það eigi að stofna til grímudansleiks áð- ur en á leiðarenda sé komið. Vísirinn á skipsklukkunni er að komast á hálf tólf. Nokkur- ar ungar konur ganga til klefa sinna. Sennilega ætla þær að hafa fataskifti áður en þær koma til miðdegisverðar. Eg fer lika niður, því eg þarf að skrifa fáeinar línur. Eg ætla að hripa þær til vinar míns, sem eg gat ekki kvatt áður en eg lagði af stað. En eg gat ekki skrifað langt mál. Hvað skeð hafði vissi eg ekki. Eg heyrði brest og skelli eins og skipið hefði þeytst sitt í hverja áttina. Það var eins og að dauðinn og djöfullinn hefðu mælt sér þarna mót og orðið ósáttir. Þetta voru óendanleg augnablik, —- augna- blik sem manni fanst heimur- inn vera að hrynja til grunna og alt líf vera að farast. Eg heyrði hjartaskerandi angistar- óp og mér var naumast ljóst hvort það var í riki dauðans eða lífsins sem eg var staddur. „Bjargið þið fyrst börnun- um“, lirópaði kvenmaður hásri röddu. „Sldpið er að sökkva“ kallaði gamall maður i örvænt- ingu. — „Flýtið ykkur að losa björgunarbátana!“-------„Her- bert! Herbert — hvar ertu?“ — „Allir upp á þiljur!“ kallaði einn skipverjanna. Einhvers- staðar var barn að lcalla á móð- ur sína. Enginn okkar skildi raunverulega hvað skeð hafði. Menn láu í blóði sínu á þilfar- inu og hreyfðu sig ekki.------ „Lifir konan mín?“ — „Hvar er bamið mitt?“ „Bátarnir eru komnir nið- ur!“ — „Við höfum rekist á tundurdufl!" kallar ei-nn mað- urinn og hleypur undir þiljur til að hjálpa fólki, sem enn var ekki komið upp. „Gerið þið svo vel að vikja til hliðar — kven- fólkið fyrst.“ — „Lifir barnið mitt?“ Altaf eru þetta sömu óttablöndnu spurningarnar sem berast frá náfölum og titr- andi vörum fólksins. Margir kjökra, aðrir eru sem steini lostnir af skelfingu og fá ekki mælt. En í allra augum spegl- ast ein brennandi ósk — ósk um líf. Þarna stendur Englendingur- inn sem eg talaði við kvöldið áður og heldur á öðru hörunds- brúna baminu í fangi sér. Þarna eru líka útflytjendurnir ungu sem ætluðu til Indlands. Þau haldast í hendur eins og ástvinum sæmir. Þarna kallar faðir án afláts á bamið sitt, uns liann sér að það er orðið um seinan. Þarna stend eg, einn meðal hundraða og háður sömu örlögum og alt þetta fólk. Eg er einn af 263 farþegum á „Simon Bolivar". Eg stend út við borð- stokkinn og horfi á eftir björg- unarbátum sem flýta sér alt hvað af tekur frá sökkvandi skipsbákninu. —------- I annað sinn virðist svo, sem skipið ætli að fljúga í loft upp. Við höldum okkur föstum við það fyrsta sem fyrir okkur verður. Seinni sprengingin, stórkostlegri og hræðilegri miklu en sú fyrri, flýtir fyrir og fullkomnar eyðileggingu sltips- ins. Björgunarbátarmr slengjast með ómótstæðilegu heljarafli upp að skipshliðinni og brotna í spón. Bátarnir sem Voru fyrir nokkurum augnablikum ein- asta bjargarvon fjölda fólks, eru nú sundraðir ögn fyrir ögn og spýturnar fljóta tilgangslaust og reka sitt í hvort áttina eftir þessu óendanlega viðáttumikla hafi sem bíður miskunarlaust eftir bráð sinni.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.