Vísir Sunnudagsblað - 18.02.1940, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 18.02.1940, Blaðsíða 7
lýiL. Einu sinni kom hann óvænt í heimsókn. Herbergi hennar var í mestu óreiðu — á borðinu lágu blöð, púðurdós og sokkar í einni bendu. í vasa voru visin blóm. Ljósadúkurinn var skakkur á borðinu og ekki sem allra þrifalegastur útlits. Bætti það nokkuð úr þó að hún flýtti sér að ná í annan lireinan? — „Láttu mig ekki tefja þig“, sagði hann, „ef þú þarft að koma einhverju frá, hefi eg bara ánægju af því að horfa á.“ — Já, það var dálitið, sem hún þurfti að koma frá í snatri. Já — og þá sá hann ofan í saumakörfuna hennar — það var ekki hægt að komast hjá þvi, því hún var svo lengi að finna saumnálina. f saumakörf- unni var nefnilega sama óreið- an og í herberginu — þar voru hnappar, prjónar, silkibönd og stoppugam, hvað innan um annað. Loks komst hún þó til þess að rimpa sokkinn saman. — Þá var timi til kominn að fara og lengi var hún að finna það, sem hún ætlaði að nota: Hattinn, glófana, liálsklútinn og töskuna. Þegar hún var tilbúin, var hún glæsileg og „chic“ eins og vanalega, en hann gat þó ekki dáðst að því eins og áður, því nú sá hann líka annað undir fáguðu yfirborði, sem ekki á að vera það eina, sem fríð stúlka hefir til brunns að bera. — Þau voru aldrei gefin saman í hjónaband. Á hverju kvöldi ganga hrein- gerningakonurnar um skrif- stofur í bænum. Og þar kynn- ast þær eðlisfari ýmsra, sem þær ekki þekkja persónulega. — Stundum staðnæmast þær við eitt vinnuborðanna og hugsa um laglega, unga stúlku, sem er uppáhald allra heima hjá sér. En þar sem hún vinnur er ekld skemtilegt um að htast: Pappírsbútar, gömul og ónýt umslög, pappírsklemmur og rusl úr blýantsyddaranum. Það eru blekklessur á borðinu — teygjuband og blýantur undir stólnum. Það er auðvitað ætlast til þess að hreingerningakonan beygi sig og taki hann upp? Það eru kannske margar sem láta sér það í léttu rúmi liggja, hvað gömul og lúin hreingern- ingakona hugsar, en það er ekki víst að þeim sé sama, þeg- ar launahækkunin, sem þær voru svo vissar um, bregst. — Kannske ástæðan fyrir því sé, að húsbóndinn hefir líka stað- næmst við vinnuborðið, séð ó- reiðuna og hugsað: Sóðaleg og hugsunarlaus. — Því á smámunum er oftast hægt að sjá hvernig fólk muni reynast í því sem meira máli skiftir, og oft er hægt að sjá hvað manneskjan geymir, með því að gæta í saumakörfu eða athuga hvernig hún skilur við vinnuborðið sitt. HUSRAÐ OG HEILLARÁÐ Teblettum er mjög erfitt að að ná burtu, sérstaklega ef þeir eru gamlir og mjólk hefir verið í teinu. — Hellið ögn af blæ- vatni í glas og dýfið dúknum varlega i það. Látið það vera í í hálfa klukkustund — skolið dúkinn og bletturinn er horf- inn. ★ Það er mjög erfitt að ná joð- blettum úr sængurfatnaði og öðrum léreftsfatnaði, en þér skulið reyna að núa blettinn með cítrónu og lwerfur hann þá í flestum tilfellum. * Ef „stearin“ hefir lekið á borðteppið, er best að leggja þykt þerriblað á blettinn og strjúka hann með vel heitu járni. Matreiðsls ) Kjötgratin. 250 gr. haklcað kjöt. 75 gr. smjörlíki. 75 gr. liveiti. 3% dl. mjólk eða soð. 3 egg. Paprika. Vín. Soya. Rasp. — Smjörlíki og hveiti e'r bakað upp, mjólk eða soði bætt í smátt og smátt og soðið í nokk- urar mínútur. — Potturinn er tekinn af eldinum og eggja- rauðurnar settar í ein og ein í einu. — Blandan er hrærð i 20 mín. eftir að búið er að setja síðustu rauðuna saman við. — Kjöt, vín og krydd er hrært í og að lokum stifþeyttar eggja- hvítur. — Þetta er svo sett i smurt gratinfat og soðið í vatni í ofni með meðalhita í ca. 1 klukkustund. Fiskigratin. 250 gr. soðinn fiskur, roð- og heinlaus. 75 gr. smjörlíki. 75 gr. hveiti. 3% dl. mjólk eða fisksoð. 3— 4 egg. Krydd. — Búið til á sama hátt og kjöt- gratin. Saltfisksgratin. 250 gr. soðinn, hakkaður saltfiskui'. 75 gr. smjörlíki. 75 gr. hveiti. 3% dl. mjólk. 4— 5 egg. 125 gr. rúsínur. 15 gr. sykur. — Búið til á sama hátt og kjöt- gratinið. Gratinsósa. 125 gx'. smjör. 10 gr. hveiti. 114 dl. rjómi. 90—100 gr. rifinn ostur, rasp. — Sósu þessa rná nota til þess að gera ýmsa kjöt- eða fiskaf- ganga ljúffenga. — Smjör, ost- ur og rjómi er alt brætt saman og lielt yfir kjötið eða fiskinn í eldfast leirfat. Er það svo sett inn í mjög heitan ofninn og á að vera gulbrúnt eftir 5 mín- útur. Ef ofninn er ekki nógu heitur, getur smjör og rjómi skilist. — Mjög finu raspi má strá yfir.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.