Vísir Sunnudagsblað - 25.02.1940, Side 1

Vísir Sunnudagsblað - 25.02.1940, Side 1
1940 Sunnudaginn 25. febrdar 8. blað DAGFARI og NÁTTFARI. Feiðoþœítit fia íilandi. EFTIR KNÚT ARNGRÍMSSON. Mér dettur ekki í hug að reyna að gera nokkurum það skiljanlegt, hvernig manni er innanbrjósts, sem vaknar upp snemma morguns í Tipperary og minnist þess, þegar í svefn- rofunum, að hann á eftir að hjóla röskar 110 enskar mílur til Dýflinnar — álíka leið og frá Reykjavík austur að Jökulsá á Sólheimasandi — og hefir sínar knýjandi ástæður til að láta sér ekki koma dúr á augu fyrr en sú leið er á enda. Fyrst og fremst er alveg vonlaust mál að geta skýrt það fyrir þeim, sem aldrei hefir lcomið til Tipperary, og svo er það saga út af fyrir sig, hvers vegna við þurftum endilega að fylgja svo strangri áætlun í lok þessarar hjólferð- ar. En þá sögu mun eg láta ó- sagða, meðal annars af papp- írssparnaðarástæðum. Svo snemma erum við á fót- um, að allir eru í fasta svefni á gistihúsinu nema ein unglings- stúlka. Hún vekur okkur að vísu hálfri stundu síðar en við höfðum beðið um, en það hefir mátt teljast ófrávíkjanleg regla á írlandi, þegar við höfum heð- ið að vekja okkur, að það væri gert alt að því ldukkustund seinna en við höfðum ætlast til. En við getum ekki verið að erfa það við hana, þessa ungu og snotru Tipperarymey. Hún er svo gæðaleg, þetta skinn, og meðan hún er að snúast við morgunmatinn okkar, sláum við lienni gullhamra fyrir það live teið hennar er gott og „spæl“-eggin lystug. Hún ber á- reiðanlega hita og þunga dags- ins við rekstur þessa gistihúss, meðan gamla konan, sem er húsmóðir hennar, sefur fram eftir og dreymir liðna daga, er hún var rík og fín frú vestur í Ameríku, en frá því hafði hún sagt okkur kvöldið áður. En okkar á milli komumst við að þeirri niðurstöðu, að þessi unga stúlka gæti eftir útlili sínu og fasi að dæma vel verið íslensk. I Tipperary réðu Danir ríkjum á Víkingaöld, svo þetta gæti svo sem ósköp vel komið heim við nýjustu kenningar um uppruna íslendinga. Svo stendur liún í dyrunum og veifar og brosir. Og andar- taki síðar erum við komin út á þjóðveginn rennvotan af rign- ingu, en hún inn aftur að dæg- urstriti sínu. Eflir tólf mílna sprett nem- um við staðar í Cashel. Það er smábær með rúmar þrjár þús- undir íbúa og ekkert sérstakt um hann að segja. En norðaust- an við bæinn ris yfir sléttuna 90 metra hár klettahóll. Á honum standa miklar og merkilegar rústir og það eru þær, sem draga mann hingað. Cashel var nefnilega ein af höfuðborgum írlands fyrir eina tíð. Þá skift- ist írland í 5 konungsriki. Eitt þeirra hét Munster. Konungar þess röktu ættir sínar til Eoghan Mór, sem var uppi um 270. Munnmæli herma, að á 5. öld hafi þá sýn borið fyrir svina- liirða nokkra i grend við Cas- liel, að engill kæmi svífandi af himnum og staðnæmdist á liólnum, þar sem rústirnar eru nú, og blessaði hólinn. Þá var Corc Mac Luighdlieach konung- ur í Munster, og er liann frétti um sýnina, taldi liann liana góðs vita og reisti víggirta borg á hólnum. Þar sátu síðan Munster-konungar til ársins 1101. Varð þá Cashel kirkju- eign. Cashel er stundum nefnd Akropolis írlands. Háir og sterklegir múrar standa þar umhverfis þyrpingu stórhýsa. Eitt þeirra hefir verið konungs- liöll. Annað hefir verið dóm- kirkja, krossbygð í gotneskum stíl. Ennfremur standa þar veggir og dyrabogar veglegrar kapellu og skrautlegur legstað- ur höfðingja. Þar er einnig 27 metra liár sívalur turn, sem heldur sér vel. Slíkir turnar eru mjög margir á Irlandi. Þeir standa nærri altaf í grend við kirkju eða klaustur. Á írsku eru þeir kallaðir cloigtheach (frb. klólís), þ. e. klukkuturn- ar. En það er rangnefni, því þeir munu aldrei hafa verið notaðir fyrir klukkur, lieldur þykir nú sannað mál, að þeir hafi verið reistir á Vikingaöld og verið notaðir sem varðturnar, og þeg- ar víkingar gerðu innrás i land- ið, liafi klerkar og klaustra- menn flúið inn í þá með verð- mæta muni kirknanna og var- ist þar. Flestir eru þessir turn- ar reistir á tímabilinu milli 890 og 1238. I grend við dómkirkjuna er kross einn ellilegur. Á stein- stalli framan við hann stóðu Munsterkonungar, er þeir voru vígðir undir kórónu. Á múrun- um eru göt hér og þar, og sér út um þau niður á sléttuna. Þegar óvini bar að borginni hafa bogmenn staðið innan við götin og skotið út urn þau. Slikt vígi sem þetta, má hafa verið torsótt i meira lagi. Meðan við reikum milli þess- ara gráu múra reyni eg að sjá í anda þann auð og höfðings- brag, sem sett hefir mót sitt á þessa háhorg á gullöldum Ir- lands. Eg sé stílhreinar, háreist- ar liallir. Eg sé víðar hvelfing- ar gnæfa yfir skrauti hlöðnum ölturum og myndum prýddum veggjum og heyri þær endur- óma lotningarfulla söngva og breiða faðminn móti bjarman- um af óteljandi kertaljósum og hálíðlegum reykelsiseim. Og eg sé höfðinglegt fólk og göfug- mannlegt krjúpa þar niður á knébeð og gera hæn sina. Kon- ungar og drotningar og vaskleg- ir konungssynir búnir öllum „Akropolis frlands“. Rústirnar á CashelhæSinni.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.