Vísir Sunnudagsblað - 25.02.1940, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 25.02.1940, Blaðsíða 6
6 VtSIR SUNNUDAGSBLAÐ þykkninu að kenna sem skrúf- an þeytir á opna vélina. Svo sé eg alt í einu í gegnum svolitla glufu á þykninu, að eg er aðeins örfáa metra fyrir ofan yfirborð jarðar. Vélin tekur niður með snöggum rykk, hreyfillinn stöðvast en ennþá lieyrist livern- ig kvikindaurmullinn skellur jafnt og þétt á vængjum og stýrishúsi flugvélarinnar. Þegar eg kem til sjálfs mín eftir þetta óvænta óhapp, áttaði eg mig á því að eiturdreifar- arnir voru komnir úr sambandi. Eg tók i stillistöngina og þegar eg heyrði sargið i sprautunum fanst mér það vera hin fegursta hljómlist. Eg geng þess að vísu ekki dulinn, að svona hefir eitr- ið ekki mikla þýðingu, þar sem flugvélin liggur hreyfingarlaus á jörðunni, en eg liugga mig samt við það, að með þessu móti valdi eg þó dauða nokkur þúsund fénda minna. —- Aðeins að golan þeyti nú ekki öllu eitr- inu á mig og flugvélina! En óttinn um þetta varir skamma stund, því svo að segja í sömu andrá þagnar suðið í sprautun- um — eiturbrúsamir eru tæmdir. Fangi engisprettnanna. Hvað á eg að gera? Ef eg hreyfi mig út úr stýrishúsinu éta kvikindin mig með húð og hári áður en tíu mínútur eru liðnar. Það er eg sannfærður Um. En hinsvegar: Hvað á eg að sitja Iengi sem fangi engi- sprettnaherdeildar? Það veltur í raun og veru alt á því hvort mér hefir tekist að ráða niður- Iögum heildarinnar eða ekki. Eg fæ mér svolítinn matar- bita, tek dagblaðsræksni upp úr vasanum, kveiki ljós og fer að lesa. En hugurinn festist ekki við lesturinn, þvi eg hefi engan frið fyrir engisprettunum sem skella í þúsundatali á rúðum stýrishússins. Þessir stöðugu smellir og suðið í kvikindunum ætla að gera mig bandóðan. Eg veit að eg þoli þetta ekki til lengdar. Ef þetta heldur þannig áfram, fer eg út úr vélinni. Það verður þá að hafa það þó eg verði étinn upp til agna. Það líður óratími að mér finst, og eg fæ ekki skilið að eg skuli ekki vera orðinn marg- vitlaus á allri þeirri eilifð — sem úrið mitt gefur reyndar til kynna, að hafi ekki varað nema i fimm mínútur. Þá verð eg þess alt í einu var, að sólin er tekin að skina. Engispretturnar eru flognar burt, eg er frjáls. Eg stekk út lir stýrishúsinu til að koma hreyflinum i gang, BORGARSTJORI í BRUSSEL. en sekk við það upp í hné í líka- mergð hinna grænlitu dýra sem þekja jörðina alt í kringum flugvélina. En stýrishúsið, vélin, skrúfan, vængirnir — alt er þetta þakið sundurkrömdum engisprettum sem eg verð að þurka burt áður en eg kem vél- inni í gang. Loks fer skrúfan af stað. Hægt og sígandi mjakast vélin eftir hinum hála oi-usluvelli, sem þakinn er dauðum líköm- um, uns hún hefir sig til flugs, mér til ólýsanlegs léttis. Hálfri stundu seinna lenti eg heilu og höldnu fyrir framan bæ Leen’s hónda, sem veifaði svo ótt höndunum þegar hann sá til mín, að eg bjóst þá og þegar við að þær myndu fara úr liða- mótunum. Heima á bænum varð eg þess áskynja, að eg var talinn af, en liinsvegar að eg hefði leyst lilutverk mitt með ágætum af hendi. „Nokkurir ferkílómetrar lands er reyndar gereyðilagt,“ sagði óðalseigandinn, en það er ekkert samanborið við það ó- útreiknanlega tjón, sem engi- spretturnar hefðu annars bakað okkur, ef þær hefðu fengið að leika lausum hala um landið, og þér ekki komið okkur til lxjálpar. En svo bæta dauðu engispretturnar tjónið að all- verulegu leyti upp, því þær eru afbragðs láburður fyrir næsta ár!“ En nágrannabændurnir virt- ust engu síður þakklátir en Leen, þvi þegar eg kom inn í svefnherbergið mitt, lá þar heill hlaði af ávísunum og banka- seðlum frá þessum bændum. Og þessi fjárupphæð gerði mig mun ríkari er eg fór til baka, heldur en þegar eg lagði Upp í ferðina. En hinu skal eg ekki neita, að hefði eg vitað það fyrirfram, hvað beið mín á þessari ferð, þá hefði engin fjárliæð og eng- inn auður megnað að lireyfa mig af stað, þvi svo lxræðilega ógnandi voru þessar fimm ó- endanlegu mínútur, sem eg var fangi engisprettnahersins á landareign Leen’s bónda. „Eg sé þig alltaf með sömu stúlkunni. Hvaða kvenmaður er það ?“ „Ólæknandi magapína“. „Ólæknandi magapína? Hvað áttu við, maður?“ „Eg fékk hana einu sinni í veislu og hef aldrei getað losnað við hana síðan“. Þ. 6. nóv. s.l. lést Adolplie Max, borgarstjóri i Briisscl, og er þá fallinn í valinn sá síðasti af þeim þrem Belgíumönnum, sem gátu sér ódauðlega frægð á heimsstyrjaldarárunum. Hinir tveir voru Alhert konungur og Mercier kardináli. Max var borgarstjóri í Bruss- el i þrjá tugi ára. Hann var mjög ástsæll af alþýðu manna og konunginn einan virtu Belg- íumenn og dáðu meira. Stríðið, sem nú hefir staðið í nokkra mánuði, vakti aftur atliygli á honum og þjóðin leit til lians sem foringja, ef eitthvað skyldi á bjáta. Hann var sjötugur að aldri, en kraftar hans og sálar- þrek var enn í fullum hlóma. Hans mun jafnan verða minst þegar ófriðinn 1914—18 her á góma. ÞJÓÐVERJAR KOMA. Adolphe Max var sonur þekts læknis í Brússel og varð lög- fræðingur. Hann var einn hinna dugmiklu ungu lögfræðinga, sem Leopold lconungur 2. hafði komið auga á og árið 1909 var hann útnefndur borgarstjóri i Brússel. Það var eitt af síðustu embættisverkum konungs. Það fyrsta sem heimurinn kyntist Max, var þegar liann bauð heiminum til heimssýn- ingar 1910. Stórhruni eyðilagði sýningarsvæðið að mestu og það var hætta á því, að ekkert yrði úr sýningunni og Belgíu- menn stórtöpuðu á fyrirtækinu. Þessu bjargaði Max með því að láta byggja svæðið upp í rnesta flýti. Heimsfrægur vax’ð hann þó ekki fyrri en fyrstu mánuði ó- friðarins. — Þjóðverjar voru komnir fast að höfuðborg Belg- iu og 20. ágúst ákvað Max að fara til móts við þýska liers- höfðingjann til þess að koma í veg fyrir að borgin yrði fyrir skothríð. Það var ekki „auð- mjúkur þjónn“, sem fór til móts við Þjóðverjana, lieldur borgarstjóri i öllum sínum skrúða. Hann kom ekki til þess að selja Þjóðverjum borgina í hendur, heldur fékk hann fyrsta þýska foringjanum, sem hann liitti, símskeyti til Vilhjálms keisara. í slceytinu mótmælti Max þvi kröftuglega, að borgin yrði tekin herskildi. Hann lét livergi bilbug á sér finna gagn vart Þjóðvei-jum og sagt er, að þess vegna hafi þeir hætt við að taka hann í gislingu. SKAMMBYSSA OG LINDARPENNI. Max bauð síðan Þjóðverjum byrgin úr ráðhúsi sínu. Þjóð- verjar kröfðust fjár og vista, en borgarstjórinn spyrnti við fót- um og lengi var ekki hægt að fá því til leiðar komið, að fánar Bandamanna væri dregnir nið- ur af fánastöngum ráðhússins. Óteljandi sögur ganga manna í milli um baráttu Max við her- stjórnina þýsku. Sú saga, sem liér fer á eftir, er talin mjög einkennandi fyrir sambúðina: Dag einn þurfti Max að ræða mál eitt við þýskan herforingja. Þeir settust andspænis hvor öðrum og Þjóðverjinn dró upp skammbyssu sína og lagði hana á borðið fyrir framan sig. Án þess að mæla orð af vörum tók Max upp lindarpenna sinn og Iagði liann á borðið fyrir fram- an sig. Þá stakk Þjóðverjinn skammhyssunni aftur á sig . . í ÞÝSKUM FANGABÚÐUM. Max var hvað eftir annað hótað handtöku, og þegar liann meira að segja setti upp götu- auglýsingar, þar sem hann hæddist að Þjóðverjum, þá var þolinmæði þeirra þrotin. í sept- emberlok var hann fluttur til Þýskalands og þar var hann hafður í lialdi til stríðsloka, ýmist í Gosler eða Celle. í nóvember 1918 komst hann undan á flótta og var tekið með afskaplegum fögnuði, þegar hann kom til Belgíu. Hann var kosinn á þing og gerður að ráð- hei-ra án sérstakrar stjórnar- deildar í ráðuneyti Broqueville. Siðan tók hann aftur við borg- arstjórastarfinu. Með óhilandi þreki sneri liann sér að öllum störfum, sem hann þurfti að vinna. Hann var m. a. formaður í framkvæmdanefnd heimssýn- ingarinnar í Brtissel 1935. Þegar hann var jarðsunginn fylgdu þúsundir Belga honum til grafar. Þeir munu lengi trega jxessa þjóðhetju sína.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.