Vísir Sunnudagsblað - 03.03.1940, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 03.03.1940, Blaðsíða 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 ■^uJð-YLstjs <Sl'jsUs'L'CL a^t^cLo-ÚÚl't*': HLAUPÁR — Jæja, stelpur, ætlið þið ekki að reyna að krækja í ein- hvern burgeislnn núna þann 29. febrúar, þið fáið hvort sem er ekki jafn golt tækifæri næstu fjögur ár, sagði Gunnar, um leið og hann benti þjóninum að koma. Já, það skal eg svei mér gera, sagði Lóa. — En þú þarft ekki að ímvnda 'þér það, að þú verðir svo lánsamur að verða fyrir valinu. — Nei, vonandi slepp eg við öll hanskaútlát, hreytti Gunnar út úr sér. — Viljið þér gjöra svo vel að láta okkur fá tíu rjómabollur í viðbót. Bolludag- urinn er ekki nema einu sinni á ári. Hann brosti afsakandi til þjónsins, sem hneigði sig og fór. Hljómsveit „Borgarinnar“, tók að spila hvellandi, fjörug Vínarljóð, sem áttu að vera einskonar andleg næring fvrir gestina, og hjálpa þeim til að renna niður kaffinu og rjóma- bollunum. — Tóta mín, hefir þú bugsað þér að stýra skipi þínp í hina viðsjárverðu höfn bjónabands- ins? spurði Ragnar, með sínum rólega en jafnframt hæðnislega málróm. Tóta dæsti og sagði: — Þó eg færi bónorðsför til einhvers myndi enginn taka mig alvarlega, svo eg verð sjálf- sagt piparmey alt mitt lif. — Já, sagði Ragnar í upp- gerðar meðaumkvunartón. —- Þú átt því miður ekki mörg skref áfram að dyrum pipar- meyjapakkhússins. En þó eg vilji ekki beinlínis halda ]jví fram, að eg finni lijá mér til- lmeigingu til að hnerra þegar eg gr nálægt þér, þá skaltu samt vara þig. Nú tók Ólafur lil máls og var að vanda stuttorður og á- kveðinn. — Uss, hvað ætli þær geti. t fáum orðum sagt ckki neitt. — Viltu laka orð þín aftur. sagði Lóa og kveikti sér í nýj- um vindlingi. — Nei, sagði Ólafur. —- Má bjóða þér eina bollu Lóa min. Nei, þakka þér fyrir, eg er nógu feit. En ef við stúik- urnar eg á ekki við Reykia- vikurstúlkurnar, héldur állar stúlkur, — fengjum tækifæri til að sýna bvað við getum, þá myndu karlmennirnir vera í stórkostlegum minnihluta í öll- um embættum landsins, ef'ti?1 nokkur ár. — Þá vikli eg vera dauður, sagði ólafur. — Haldið þið að við getum ckki alveg eins verið á þingi og rifist eins og karlmennirnir? — Jú, þið munduð ekki svíkj- ast um að rífast, sagði Ragnar. — Við skulum halda okkur við efnið, sagði Gunnar. - - Haldið þið til dæmis að nokkur stelpa þori i raun og veru að biðja sér manns? — Það þori eg, sagði Stella. Hún hafði setið þegjandi og hlustað á samtalið, sein nú var farið að verða nokkuð eldfimt. Jæja, viltu sýna að þú gugnir ekki? sagði Ólafur ögr- andi. — Ekkert er auðveldara, svaraði bún rólega og án þess að blikna. Félagar hennar hlóu efa- blöndnum hlátri, sem varð ein- mitt til þess að sá snefill sem eftir var af skynsemi liennar rauk út í veður og vind. —- Eg skal veðja við ykkur, að eftir 29. febrúar skal eg annað hvort eiga tólf pör af nýjum hönskum eða vera harð- trúlofuð, sagði Stella og barði hnefanum i borðið orðum sin- um til áherslu. — Bravó! hrópuðu strákarn- ir í kór, en augnaráðið sem þær Tóta og Lóa sendu vinstúlku sinni var alt annað en uppörv- andi. Á næsta augnabliki voru sam- in bráðabirgðalög, og var efni þeirra í stuttu máli þetta: Stella mátti ekki láta þann útvalda komast að því að bón- orðið væri veðmál, fyr en svar- ið væri fengið. Sá útvaldi mátti ekki vera neinn af meðlinmm klíkunnar. Bónorðið skyldi fara fram bréflega og vera i senn bæn um æfilanga samvist með viðtak- anda og heit og innileg ástar- iátning. Bréfið mátti ekki láta i póstkassa fvr en allir með- limir hefðu fullvissað sig um að engin brögð voru i tafli. Nú er að eins eitt eftir, sagði Gunnar, og ]>að er að ná i manninn. — Eg skal sjá um það, sagði Stella. Nei, lcclli mín, þú þarff ekki að halda að við tökum ein- hvern frænda góðan og gild ann, sagðí Ragnar. — Það verður að vera einhver alveg flunkunýr, góða mín. sagði Ólafur. Ragnar stakk upp á ]>vi að kynna 3tellu fyrir einum hljóð-. færaleikaranum á „Borginni“, því hann hafði einmitt kynst honum í samkvæmi fyrir nokkr- um dögum. Tillagan var samþykt í einu hljóði og hól'ust þegar um- ræður um það, hvar og hvenær kynningin skyldi fara fram. En alt í einu mundi Ragnar eftir þvi að viðkomandi maður var giftur, svo allar ráðagerðir og bollaleggingar dóu út eins og tónar frá ófullgerðri bljóm- kviðu. Nú voru hinir gáfuðu heilar lagðir í bleyti og hugsað af öllu afli. Alt í einu sló Gunnar á lærið og sagði: — Eg hef það. Þegar við er- um búin að drekka förum við út. Stella gengur niður að Tjörn og áfram út að Hljómskála. Þegar hún sér einhvern mann sem henni lýst vel á, verður hún að falla á hné. — Strax! Ertu galinn? sagði Stella. — Ekki grípa framí. Stella, á nánar tiltekið að detta fyrir framan fæturna á manninum. — Nei, góði. Núna þegar göturnar eru alveg þurar og klakalausar. Það myndi líta ansi illa út. — Hvað gerir það til. Ef taka má mark á þeim blaðadómum sem þú fékst eftir að þú lékst með Leikfélaginu i fyrra, þá ertu sæmileg leikkona. Þess vegna vorkenni eg þér ekki að láta fall þitt verða eðlilegt. — Jæja og hvað svo meir? Gunnar vpti öxlum og glenti upp augun svo að augabrúnim- ar náðu upp að bársrótum. —* Hvað svo meir? Mér þætti gaman að sjá þann unga mann, sem léti jafn snotra stelpu og þig liggja ósjálfbjarga á göt- unni, án þess að koma henni til hjálpar. — En ef svo slysalega tækist til, skulum við vera á næstu grösum og reisa ungfrúna á fætur, sagði Ragnar. Já, já við verðum að njósna, sagði Ólafur. Gott, komum þá. sagði Stella og stóð upp. Yið dómkirkjuna skildi hún við félaga sina og eftír gð hafa meðtekið frá þeim ógrynni af hollum ráðum og nokkur vel- yalin hvatningarorð, hélt hún ein af stað eftir Templarasundi, i áttina til Tjarnarinnar, Þegar hún var prðin eln, fþr hún að hugsa um það sem hún hafði lofað að gera, og því meir sem hún hugsaði, þess meir kveið hún fyrir afleiðingunum af fljótfærni sinni. Henni varð ósjálfrátt hugsað til hins óþekta manns, sem yrði svo óheppinn að verða á vegi hennar. Hún reyndi að gera sér í hugarlund undrun hans, þegar hann fengi bréfið með ástarjátningunni. Hvað myndi--------- — ? Lengra komst hún ekki með þessar hugsanir sinar, þvi hún rakst á eitthvað af svo miklu afli að hana svimaði og hefði sennilega dottið á götuna ef ekki hefði verið tekið utan um hana sterkum örmum. Þetta gerðist með svo skjótri svipan að Stella áttaði sig ekki fyrst í stað. Þegar hún leit upp sá hún ungan, hávaxinn mann standa fjæir framan sig. — Eg vona að þér hafið ekki meitt yður, sagði hann og brosti. —- Nei, nei, mig sakaði ekk- ert, sagði Stella og losaði sig úr örmum hans. — Þér genguð svo hratt, og þess vegna varð áreksturinn svona mikill, sagði hann gletn- islega. Stella leit í kringum sig. Hún sá að hún liafði verið svo nið- ursokkin í hugsanir sínar, og þess vegna ekki tekið eftir þvi, að hún var komin á móts við Iðnó, og hafði einmitt rekist á manninn þegar liún ætlaði að beygja þar fyrir hornið. Hún gat ekki varist hlátri og ungi maðurinn hló líka. Ljómandi laglegur, hugsaði Stella; einn af þessum mönn- um sem ungu stúlkurnar renna ástaraugum til, með innilegri ósk um um að giftast þeim. — Ilér kom tækifærið fljúgandi vænglaust upp í hendurnar á henni. Hvers vegna ekki þessi maður, eins og einhver annar? Það var annars leiðinlegt, þvi maðurinn virtist ekki vera einn af þeim, sem láta að sér hæða. Stella bar hendina upp að enninu og hristi liöfuðið lítið eitt og það hafði tilætluð áhrif. — Er yður ilt i höfðinu? spurði hann. Slella brosti afsakandi og reyndi að bera sig vel þrátt fyr- ir „höfuðverkinn“. — Nei, nei, það er ekkert. — Eg næ í bíl, þér getið ekki gengið, sagði hann og það var ekki laust við kvíða i röddinni. Hvar eigið þér þeima?

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.