Vísir Sunnudagsblað - 17.03.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 17.03.1940, Blaðsíða 2
2 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Það mistur er ekki gagnsætt liversdagsmanna augum. Hvert atvik mér rifjar upp reikult og gleymt, nú ræð eg að lokum það áður var dreymt. bað kemur sem heiðríkjan hljóðlát en köld, ef hríðina birtir með frosti um kvöld, svo landamörk skýrast. Nú lít eg í hug á leiðinni gegnum iivern einasta bug. Svo fór fyrir Oddi, þegar hann kom á æskustöðvarnar, að all blasti við, sem fyrrum var, at- burðirnir og landslagið. Blásið land minti á gróna jörð. Nú ræð eg að lokum, það áð- ur var dreymt, segir skiáldið. Það á við hugboðið, sem oft er nefnt vökudraumur. Það sýnir, þó í móðu sé, inn í land eða ver- öld ókomins tima og inn í álfu atburða, sem seinni tíminn skýr- ir, þegar það er komið fram, sem hugboðið dreymdi um, eða óraði fyrir. Stephan talar við sjálfan sig um Hlaðgerði og ávarpar hana um leið, hógvær en þó miskun- arlaus: Nú skil eg hví hönd þín var hvít eins og ull en haldlaus, — og þetta sem skein eins og gull í silkiþráð litað: þitt glóbjarta hár var gefið til sýnis en engum til fjár; þú hefðir ei Iéð það til liðþurfa manns í lifsháska stöddum,i hogastreng hans. Ullhvit hönd! Sú saga var stutt, en í henni er þó löng grein- argerð um aðgerðaleysi. Þessi hvíta mjófingra minnir á sögu eftir Björnstérne Björnson, sem heitir „Hendur mömmu“. Hún segir frá því, að ungfrúin blygðast sín á dansleik, þegar hún sér hanskalausar hendur móður sinnar, iðjumerktar og sinaberar. Norska söguskáldið hefir þessar hendur að uppi- stöðu i söguvefinn. Móðirin verður vör við óbeit dóttur sinn- ar á vinnuhöndunum og segir þá dóttur sinni æfisögu sína. Hún hafði mist föður meyjar- innar þegar sú unga var ófædd og síðan séð fyrir barninu með þvi að ganga hart að sér. Sagan er sögð til þess, að gefa stássróf- unum áminning, og i annan stað er hún lofgerð um vinnuna. — Visan nefnir glóbjart hár sem er engum falt i bogastreng þó að lifið lægi við. Þar er drep- ið á Hallgerðar-sögniua. Það hár er gefið til sýnis en engum til nytja. Hlaðgerður gæti heitið Hall- gerður eigi síður en Hlaðgerður. Skáldið vii’ðir fyi’ir sér andlit Hlaðgerðar og horfist i augu við hana. — Þau eru lygn og óskýr. Tennurnar líta vel út, en eru þó til lítils nýtar. Hlátuxánn er tam- inn, honum haldið i skefjum. Ennið er slétt og fágað. t Og heiðslétta e'nnið og í-i’oðin kinn var alt saman gert fyrir spegilinn ,þinn. \ Guðmundur Kamban samdi fyrir stuttu ei'indi um Reykja- víkurstúlkuna — Hlaðgei’ði höf- uðstaðarins. Hann liældi henni fyrir það sem St. G. St. finnur að Hlaðgerði. Sínum augum silfrið á sérhver jafnan litur. Eg held nú að skáldið sem yrkir um Hlaðgerði standi yfir höf- uðsverði „Reykjavíkurstúlkunn- ar“. Ef það bregst, verður hé- góminn heilbrigðinni yfirsterk- ari. St. G. St. mælir reyndar í bálfum hljóðum, en þótt þann- ig sé talað frá útvarpsstöð hans berst rödd sú um víða veröld þegar hann ávarpar Hlaðgerði. Eg sem ekki ljóð mitt til lýta um þig, en lestu það fjöldanum rétt fyrir mig. Og hann mun svo innsveitis annast um sitt: úr óskiftu máli að hver fái sitt. Sjálf Guðrún varð nunna og iðraðist als og ást sína á Kjartani grét eins og fals. Hérna má lesa það milli lín- anna, að kvæðið á erindi til fjölda fólks, karla og kvenna. Konurnar margar þurfa að skoða i barm sinn. Og karl- mennirnir vilja hafa konui’nar svipaðar Hlaðgerði, á yfirboi-ði og að innræti. En lestu það fjöldanum .... og liann mun svo innsveitis annast um hitt, úr skiftu máli að hver fái sitt. — Þarna er það gefið til kynna, að kvæðið er um deild kvenna en ekki um eina konu — eða þá, að þessar tvær flugur eru slegn- ar í einu og sama höggi. M. ö. o. kvæðið er ádeila á tískuna. Sjálf Guðrún varð nunna og iðraðist alls og ást sina á Kjart- ani grét eins og fals. Hvað kemur Guðrún Ósvifs- dóttir þessu máli við, atferli Hlaðgerðar? Svo munu margir spyrja. Þama kemur það í ljós, að Step- han er torskiljanlegur. Senni- legt er að hann eigi við það, að Guðrún hafi svignað fyrir tísk- unni, þegar hún gerðist nunna og grét yfir sjálfri sér — afneit- aði eðlishneigð sinni og var þó allra kvenna sterkustískapgei'ð. Úr því að hún svignaði á þenna hátt, er Hlaðgerði vorkunn, þó að hana hendi sú skissa að standa framan við spegilinn timunum saman og liafast ekki að. Stephan getur þess að hann liafi hafi mætt Hlaðgerði i hverj- um bæ svo að segja. ) Því venjurnar heimta þig svona til sín, í siðum og háttum er innrætni þin. • I Og nú beinir hann ákúrunum til sveinanna, karlmannanna, þvi svona við höfum vor boð til þín gert. Hlaðgerður hagar sér eftir eft- ir^purninni. 'Henni er vorkunn. En karlmennirnir verða að þakka sjálfum sér Illaðgerði, hvernig hún er: Og nú get eg metið, þú maklega kaust, þess miður en skyldi til lengdar þú naust, þú valdir þér alt, sem var utaná lagt, af arfgengum munað og fengilegt sagt; eg veit það er tómlegur svipur hjá sýn, það sóaðist burt eins og fegui’ðin þín. Þú valdir þér alt sem var utan á lagt. — Ekki eru þetta stór- yrði, en þó felst í Jxeim miskun- arlaus dauðadómur. Brígslyrði eru margskonar að fornu og nýju. Þegar kona Eyjólfs ó Möðruvöllum, dóttir Sighvats á Grund, eggjaði bónda sinn til þeirrar farar, sem leiddi til Flugumýr- arbrennu, mælti hún, að Eyj- ólfur væri ásýndum drengilegur en þó ekki í rauninni nema „lit- ur einn“. Svo segir í Sturlungu aðEyjóIfi hafi brugðið mjög við Jxessa eggjan. Stephan segir um Hlaðgerði, þegar hann rnælir svo, að hún hafi valið sér alt sem var utan á lagt, hann segir þó í rauninni, að hún sé eða hafi verið — litur einn. Nú kemur kveðjan. En trúðu mér Hlaðgerður, að eins um eitt: eg yrki eklti til þess að sakast um neití- Amerískir fegurðarsérfræSingar héldu nýlega þing og völdu þar feg- uröardrotningu, — stúlkuna, sem hefði fullkoninasta líkamsvöxtinn. — Hún heitir Sylvie Herskind. Er hún 163 sm. á hæð, vegur 117% pund, er 86 sm. um brjóstið, 53 sm. um mittið og 91 sm. um mjaðmirnar. Skyldi hún hafa látið grenna á sér fótleggina.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.