Vísir Sunnudagsblað - 17.03.1940, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 17.03.1940, Blaðsíða 3
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ S eg kveö ekki i hefndanna hugmóði eg skil, að hlutfalh beggja þú réðir í vil: að það varð mér gæfa, sem fór hélt eg fyrst, að fyrir það hef eg nú glófa þinn kyst. t t Skáldið kyssir þannig Hlað- gerði að lokum. Stephan kyssir hana — ekki á munninn, sem tilbúnu tennurnar hnipra sig inni í, ekki á smurðan vanga né iroðna kinn, ekki á fingurna. Hann kyssir á glófann og þakk- ar hamingju f\TÍr að hún réði þvi fyrrum, að þau fóru sina leiðina hvort. Hver stendur þarna og litast :um? Er þessi orðhæfni maður sljóskygn, nöldurseggur, út- brunninn karlfauskur. Fjarri fer því. Þessi maður er hauk- skygn, sér uin alla jörð og heyi’- ir skóliljóð aldanna. Hann stendur við borð lífsins og horf- ir á lággildi og Mgildi á spila- horðinu. Hann sér yfirborð og lítur i barminn þeirra sem spila. Gleymir þann þá engu, sem snertir Hlaðgerði, fulltrúa tísku- bráðanna? Jú hann gleymir fót- um hennar. En sú gleymska sakar ekld. Frúin sú, sem auglýsir við- gerð á holdi og liamsi, getur bætt úr skákinni. Þegar Hlað- gerður snýr sér frá speglinum, getur hún farið rakleitt til konunnar, sem mjókkar fætur og lagt þá inn í verslun þá, sem selur rauðar eða hvit- ar lcinnar og mjókkaða fæt- ur. Þar heyrist ekki ómur af kvæði Stephans G. Stephanson- ar. þar er sú vélamenning — sú iegund hennar, sem dregur stall- systur Hlaðgerðar á tálar. En úti frá ómar dómsorðið: „Þú valdir þér alt, sem var utan á lagt.“ Og uppskeran svarar til sán- ingar. Stephan lætur þess ógetið um Hlaðgerði, hvort hún hefir verið manni gefin eða ekki. Það ræð- ur að líkindum, að hún liafi ver- ið einhleyp. Hlaðgerður er tven t í senn, ef eg skil kvæðið rétt — einstök brúða og allsherjar- snót. iHún er kven-snift, sem heima á í öllum löndum, sem menningin hefir undir sér. Skáldið segir: „Eg mætti bér ná- lega i sérhverjum bæ.“ í þeirrt Ijóðlínu er það ákveðið, að Hlaðgerður er ímynd freinur en einstaklingur, Hlaðgerður er fulltrúi eða tegund þeirra kvenna, „sem yeija sér ait sam pr lUsu 4 iagt'* og spegillinn ávaxtar með end- urkasti. Stephan hefir gert kvæði um þá tegund kvenna, sem óskar þess að skáldin geri um sig lofkvæði. Sú liégóma- dýrð sést ekki í spegli, en lum- ar á óskum sinum með liægð- inni i hálfum liljóðum. Það byrjar þannig: „Þú baðst mig frænka að kveða kvæði um þig en hvorki mátti hrós né last það vera.“ Eg held nú að svona hógvær kvenlymska sé fremur fágæt. En þó má gera ráð fyrir henni. Víðförlir menn kynnast ýmsu ótrúlegu. Og svo má gera ráð fyrir, að frásögnin sé ýkjum blandin. En skáldið kinkar kolli og leggur undir flatt: Já svona bón er bagalaus við mig, en biddu skáldin aldrei slíkt að gera, því trúðu mér, eg alveg satt það segi, 1k> sjálf þau vildu, gætu þau það eigi. Næsta vísa er um það, að skáld megi ekki vikja frá hug- sjóninni, það verði að ýkja svo að listarinnar gæti og efniviðinn hilli. Sama lögmál gildir um konur. Það kvæði um konu, sem væri loflaust og laust við ákúr- ur, mundi verða gersamlega bragðlaust. Hálfvelgjan á ekki heima þar. Skáldið tekur dæmi um gildið, sem ýkjurnar hafa til brunns að bera i skáldslcap, og bregður sér í skóginn. Til dæmis er þau lýsa lindihól, er laufin sölna á hausti eins og við vitum, þau draga upp skóg við skýjalausa sól og skreyttan öll- um friðarboga litum. Skáldin leyfa sér þetta. En þau um laufin sneiða hinu hjá, :sem hver þó veit, en öllum þætti særing: þau séti bara bleik og rauð oi> ' gi’á «>g beri lit af hitasótt og tæring. Skáldið fer nærri um það, að frænka þessi vill fá gott kvæði. bó að hún fari bessa leið. Og Stephan veit ráðið til að hugnast henni; ráðið er betta: að hafa við hana r-ömu aðíerð sem við skóginn, lýsa fegiirð sém ei liugsuð, hvað sem veruleikan- um líður, En þina bón eg gjarna gera vil m fiPl jþöð líka, fúfsf sUind ofi timi. Eg er ei skáld, þar skal nú meira til, en skrifa stutta blaðagrein í rími. Þetta svar er reyndar út í hött. Þó einhver hafi meira sagt um mig, það meinlaust er og ekkert við því hggur. Og maður brosir hýrt og hneigir sig, og hugsar sitt og viljugt lofið þiggur. Og þú fær bráðum biðla og slíkt að reyna, sem betur fer og skilur hvað eg meina. M. ö. o.: Mér, skáldinu, gerir ekkert til, þó að eg sé lofaður fyrir ljóðagerð. Það lof er á sinn liátt eins og hólið sem þú fær hjá biðlunum. Slíkt og þvilikt verður sjálfdautt á sínum tíma, þess háttar Iof. Þér leiðist sjálfsagt, líklegt væri það, að lita ei nokkra hending um þig gerða. þú ert vist myrkhærð, inóeygð eða hvað? Á þessu skopi er ekki götu- vísnabragur. Hverju skiftir um hárið, hvaða lit það ber? Hverju skiftir urn lit augnanna, þegar ekkert er bak við augnalitinn sem máli skiftir og enginn at- hafnamáttur né vilji undir hár- inu. Eg óska þér svo, þú munt skilja mig, eg þekki ei nokkuð öllu sæmilegra, að eitthvert skáldið skrifi bók um þig, með skáldum tel eg þá er sannleik fegra, úr augum þínum ástarsögu spinni, og æfintýr i lokkum þínurn finni. Þarna þarf þó að fegra saiin- leikann og gera lokkana að æf- intýrastöðvum. Það lætur að lík- indunt, að þessi kona, sem er nafnlaus og einkennalaus, muni ekki geta komið skáldi i upp- nám né hitað því innanbrjósts. En eg hef gleymt að leggja ofninn í, svo \rfir horðið hangi nærri freðinn. Já, lengi beiðstu, liúfa, eftirþvi. En loksins er þó visan um þie kveðin. Og þarna dró §g isu oni stólinn. Adíu. frfinskf, (óg leikfn þér nm Eg gat þess, að ekki væri götu- vísnabragur á þessum háðkvæð- um St. G. St. Hann drepur alls ekki á kynóra né myrkra-æfin- týri, sem algengt er að sjá og heyra i götubrögunum sem sungnir eru og lærðir. Stephan er ekki i skáldskap sinum á hnotskógi eftir föllnum konum. Nýlega lilustaði eg á ungt skáld, sem las upp til útvörpunar kvæði um stúlku. Það lyktaði þannig, að hún varð skækja. Nú rifjast það upp fyrir mér, að Sigbjörn Obstfeller, norskt slcáld, sem dó á unga aldri, gerði kvæði sem hét skækjan. ÍHöfundurinn mætir kvenmanni, sem var götustelpa og hann seg- ir frá þvi, að hann gráti yfir henni og viti þó ekki livers vegna hann gráti. Stephan veit betur áttirnar en svo. Hann veit vel hversvegna hann yrkir háðkvæði um frænltu sína og Hlaðgerði. Og hann velur sér þær, af því að hann vill ekki yrkja um þær bersyndugu. Honum mundi þykja þeirra örlög of ógeðfeld og of raunaleg til þess að sýna þau í hillingum skáldskaparins. Hugur skálda sést af efnis- vali. Stephan velur sér efni þannig oftast nær, að hann yrk- ir um' mannrænu og manngildi, gróanda. Annmarkana tekur hann til þess að lumbra á þeim, taka þá í hnakkann, Stephan gefur tildurkonum selbita i gletni; það á svo að heita, að hann blaki við þeim. Hann hefir orkt kvæði svo að hundruðum skiptir, en þessi tvö einungis um hispurs-konur. Marka má á þessu, hve óvant lionum er að fást við þær. Hefðarkonurnar tekur hann i skáld-faðm sinn og lyftir þeim upp i Ijósan dag. Honum er á- nægja að því viðfangsefni. Eg ætla nú að gaumgæfa meðferð hans á hefðarkonunum og láta hann sjálfan tala í öðru orðinu en í öðru orðinu legg til skýring- ar. yfir það sem dult er kveðið. Islensk skáld hafa öldum saman kveðið mansöngva — rimna skáldin. Þau gerðu mansöng fyrir hverri rirnu. Man er sama sem kven — mansöngur sama sent kvensöngur. Framh. í Ameriku eru smíSaSar sér- stakar bifreiSar fvrir gullleitar- menn. Þær eru útbúnar raftækjr um fyrir boráhöld, ennfremur er í þeim lítil rannsóknarstofa með. öllu tilheyrandi, svo 'hægt sé. á- stundinni a'S rannsaka þær steiu: tegundir, er finnast, í jöröu,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.