Vísir Sunnudagsblað - 24.03.1940, Síða 1

Vísir Sunnudagsblað - 24.03.1940, Síða 1
1940 Sunnudaginn 24. mavs 12. blad reinarhöfundurinn, sír?. Jóhann Hannesson, er fyrir nokkuru kominn til Kína og starfar þar á vegum norska kristniboðsfélagsins. Hann er ættaður frá Hálsi í Grafningi, en árið 1937 tók hann embættispróf í guðfræði við Háskóla íslands og stundaði um eins árs skeið framhaldsnám við háskóla í Sviss og London. — I Hong Kong er einn íslendingur auk síra Jóhanns. Það er frú Steinunn Hayes Jóhannesdóttir frá Miðfelli á Hvalfjarðarströnd, sem getur um í greininni. Hún fluttist um fermingaraldur vestur um haf, komst þar til menta, tók læknispróf og giftist enskum lækni. Nokkuru eftir aldamót fluttust þau hjón til Kína og hafa starfað þar að kristniboði síðan. KINA I. Það er fallegt í Kína. Hérna við suðurströndina er landslagið mjög fagurt. Jafnvel Norðmenn, Svíar og Svisslend- ingar sem eg liefi hitt hér, dáðst að fegurð landsins, og eru þeir þó góðu vanir. Iláfjöll og jöklar eru hér að vísu ekki, en þess- konar landslag er að finna vest- an til í landinu. Fjöllin hér eru ekki' sérlega há, en skógivaxin eða grasi gróin og víða allbrött. Undirlendi er lítið hér i kring um Hong Kong, en víða annars- staðar í Suður-Kína er það víð- áttumikið og frjósamt með af- brigðum. Helining ársins -— haust og vetrartímann — fellur varla dropi úr lofti. Er þá oftast nær góðviðri og sólskin dag eftir dag. Landið sýnir þá, að það er fag- urt og frítt. Af fjallatindunum má sjá margar sæbrattar eyjar, stórar og smáar og f jölda gufu- skipa og seglskipa er ferðast um sundin milli þeirra. — í dölum og lautum eru hrísgrjónaekrur sem eru grænar á vorin og sumr- in, en þurrar og harðar á vet- urna. En í kálgörðum sínum rækta Iíínverjar ótal tegundir af grænmeti; kartöflum og ýms- um kállegundum, sá þeir þegar fyrstu snjóarnir falla á fjölliii lieima á íslandi, en þá er liitinn hér 27 stig á celsius dag og nótl. En smátt og smátt kólnar svo meðalhitinn, í janúar er hann um 18 stig. Upp frá því tekur svo aftur að hlýna í veðri, og á sumrin er sífelld rigning og þoka og þá oftast nær 30 sliga hiti eða meira. Þrumuveður eru tið og nokkrum sinnum á hverju ári geisa ofsavindar sem oft valda gífurlegu tjóni á fólki og fé. Komið hefir fyrir að tug- ir þúsunda manna hafa skolast í sjóinn og fagurl, ræktað land hefir orðið að sandauðn. En þetta er þó sem betur fer sjald- fiæft. II. Æfintýraborg í Austur- heimi. Það er engin efi á því, að Hong Kong er ein af hinum þýð- ingarmestu borgum hér eystra, ekki síst meðan á slríðinu stend- ur. Hér er mikið af auðæfum hins ldnverska ríkis þó Bretar fari með völdin. Aðeins 2 aí' lnmdraði eru Evrópumenn; flestir íbúanna ei'u auðvitað kín- verskir, en margir eru þó komn- ir frá Indlandi og Arabíu; helsl eru það verslunarmenn eða her- menn. Kínverjar hafa hér mikil rétt- indi; þeir geta komið hingað og sesl hér að ef þeir aðeins hafa 20 dali milli handanna. Þeir geta sótl um vinnu og rekið verslun og kept við Breta; ekki þurfa þeir né aðrir að greiða neinn tekjuskatt. Allar vörur fá þeir tollfrjálst og viðstöðulaust fluttar út og inn eflir þörfum. Hong Kong er því æfintýraland verslunarmanna; hin frjálsa samkepni á sér hvergi hetri kjör. Enda eru hér mörg hundruð miljónamæringar — fléstir kín- verskir, aðrir breskir eða ind- verskir. Meginhluti horgarinnar ligg- ur á sæhrattri eyju, 3—4 km. frá landi. Heitir eyjan Victoria eftir hinni frægu drotlningu. — Hinn hluti horgarinnar , Kowlun, er á meginlandinu; er liann í hröð- um vexti. Mesl af flatarmáli ný- lendunnar er þó aðeins tekið á leigu, og ber að skila Kínverj- um því aftur eftir nokkur ár. Upp úr borginni miðri liggur sporbraut þráðbeint upp á fjall. Liggur efsta stöðin í 1400 feta hæð, en hæsti tindurinn á eyj- unni er um 1800 fet. Er útsýni þaðan hið fegursta í allar áttir. í hlíðum fjallanna gnæfa hallir auðmannanna við himinn er maður litur í suður átt úr borg- inni. Nú er auðvelt að aka í bif reiðum víðast hvar um fjallið, en vegagerð kostar hér ógrynni fjár, þvi annaðhvort verður að sprengja afarmikið eða nota aðrar aðferðir sem eru jafndýr- ar. Eru margir vegirnir eins og veglegar brýr utan i snarbrött- um fjallshlíðunum. Miklu fé hefir verið varið til að víggirða borgina. Þessar lín- ur eru ritaðar úti við ströndina Úr kínverskri borg.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.