Vísir Sunnudagsblað - 24.03.1940, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 24.03.1940, Blaðsíða 3
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 fátæklingana meðan þeir eru lieiðnir; þeir leggja aðal-áhersl- una á að menn geri skyldu sína gagnvart hinum framliðnu, gagnvart öndum forfeðranna. Þeir verja oft alt að 20.000 krón- um í eina veglega jarðarför, og alt að 10.000 kr. til að byggja upp einn einasta legstað! Árlega verja þeir mildu fé til að brenna reykelsi á liinum sama legstað, svo andi liins framliðna (Ivín- verjar segja: Djöfull hins fram- liðna) skaði þá ekki sem eftir Jifa. — Og hér hefir „lifspeki“ Búddatrúarinnar verið að verki í 1 (500 ár og hún samþykkir þelta alt. V. Sjóræningjar og bófar. Eru sjóræningjar enn þá til. spyrja menn. Já, hér í Suður- Kína eru þeir ekki sjaldgæfir. Oft eru þeir „fínir menn“, taka sér far á 1. farrými og úti á rúmsjó ráðast þeir vopnaðir á skipshöfnina, knýja skipstjóra til að halda inn á tiltekinn fjörð þar sem þeir geta óhultir komist á brolt með all verðmæti sem þeim þóknast að ræna og rupla. Þeir drepa strax livern þann sem sýnir þeim mótþróa. Neiti maður að gefa þeim gullhring- inn sinn, höggva þeir fingurinn af. — Fyrir tiltölulega skömmu varð norrænt skip fyrir þeirri óhepni að fá svona gesti um borð. Annars hafa ræningjar og bófar um langan aldur verið al- gengir í Kína. Eftir ófarir kommúnista 1927 og næstu ár gerðust rnargir þeirra ræningj- ar. Liggja þeir um þessar mund- ir i launsátri í fjöllunum og þeg- ar þeir sjá bifreiðar fara um veg- ina, senda þeir bílstjórunum VI. Þekkja þeir ísland? Er það liugsanlegt að menn hérna í Suður-Kína viti nokkuð um ísland? Eins og kunnugt er, ausa Kínverjar mestalla þekk- ingu sína um önnur lönd úr breskum heimildum. Og livað segja Bretar um Island? Hvað útvarpið snertir, fræðir það menn um að mikið af illviðrum þeim og lægðum sem ganga yfir Bretlandseyjar og Norður-Ev- rópu, komi einmitt frá íslandi. Þetta getur maður fengið að' heyra um víða veröld. íbúarnir í Hong-Kong lesa kínversk blöð, sem prentuð eru með myndletri. Mætti ekki biðja vora hátt- virtu nágranna að birta stund- um eitthvað um landið, í þakk- lætis skyni, fyrst Island varar þá við illviðrunum? Sem betur fer þekkja einnig allmargir hér í nágrenninu fóst- urland vorl frá annari hlið. I Kanton býr íslensk kona, frú Steinunn Hayes. Hún er doktor i læknisfræði og maðurinp hennar er einnig læknir. Þau Kínverskt landsl ag. hjónin hafa unnið þar mikið starf í Kína um 35 ára skeið, og eru vel þekt meðal innlendra og útlendra manna hér og víðar. Hafa þau nú unnið svo lengi að kristniboðsstarfi að þau eiga rélt til eftirlauna og hvíldar, en vilja ekki fara fyr en friður er kominn á aftur. — Eins og alkunnugl er dundu ægilegar hörmungar yfir Kan- lon þegar hún var tekin. En þrátt fvrir eldsvoða, sprengju- regn, óvinaher og alt það „tauga- strið“ sem þessu var samfara, vfirgáfu þau ekki borgina. Ilöfðu þau frá mörgu að segja er eg liitti þau s. 1. sumar, en það get eg ekki fært í letur hér. — Sumarbústað einn fallegan eiga þau lijónin hérna í nýlendunni, á indælli eyju þar sem altaf hlæs andvari, einnig í hinum steikjandi sumarhita sem hér er. Var eg i heimsókn hjá þeim þar, en vona einnig að liilta þau i Kanton. Það er einkennilegt að sjá .-uma Kinverja brosa hlýlega þ'-gar minst er á ísland. En það .it v<-;ma þess að ein af bestu dælrurn þess hefir gefið heilsu sina, mentun og þrek til að lijálpa þjóð sem þjáist og bera vitni um það besta sem til er á íslandi, sem sé lifandi trú á Jes- úm Krist. —- Belri fulltrúa gat Island ekki átt hér auslur frá. nokkurar kúlur gegnum höf- uðið og ræna svo og rupla, hvort sem i hlut eiga vinir eða óvinir Kínverja. Bretar liafa kveðið niður ræn- ingjaóeirðir innan nýlendanna; ])ó koma bófarnir stundum yfir Iandamærin. — Enda úir hér og grúir af glæpamönnum; margir þeirra láta sér nægja að stela skartgripum af kvenfólki og handtöskum þeirra á götum úti. Fyrir nokkurum dögum réðst einn slíkur á konu mína, sló hana niður og ætlaði að kyrkja hana. En hann tók lil fótanna þegar Breti einn kom á vettvang og engu fékk hann rænt. Sama var að segja um bófa einn er kom um nótt inn i lierbergi mitt i gistihúsi þar sem eg bjó; hann lagði á flótta er eg vakn- aði og spurði hvað hann vildi. -— En séu þeir margir saman, hræðast þeir ekki neitt, skjóta jafnvel á lögregluþjóna og her- menn. Enginn efi er á þvi, að mikið . af þessum ófögnuði stafar af neyðarástandi því sem rikir svo viða hér eystra.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.