Vísir Sunnudagsblað - 24.03.1940, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 24.03.1940, Blaðsíða 5
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 Myndin er tekin af bresku herskipi, sem bjargar áhöfn af skipi, er rekist hefir á tundurdufl og sokkið. SJODRAUQURINN EFTIR KRISTJÓN JÓNSSON ilja, hafði fataskifti á flekanum, fór í þurr fötin, er enn höfðu ekki blotnað að ráði, og í sjó- fötin utanyfir þau. Enda þótt sjóinn skolaði stundum yfir flekann, gat stráksi samt hald- ið sér þurrum vegna hlífðarfat- anna. í dagrenningu á þriðjudags- morguninn sáu þeir þrjú ljós. Það fyrsta stefndi i austurátt, í áttina til okkar, sagði stýri- maður. „Við gerðum alt sem við gátum til að vekja eftirtekt sldpsins á okkur. En alt í einu breytti það út af stefnu sinni og stefndi í aðra átt. Rétt á eftir sáum við að það nam staðar og okkur sýndist það taka eitthvað upp af sjónum. Okkur kom til liugar, að það væri björgunar- báturinn af skipinu okkar — en vissu höfðum við ekki neina fyr- ir því. Á að giska stundarfjórð- ungi seinna héit skipið áfram. Skömmu síðar sáum við til tveggja skipa, sem liéldu í vest- urátt en hvorugt þeirra vcilti okkur alhygli, þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir að vekja á okkur eftirtekt. Þannig leið dagurinn og nótt- in. Um miðjan dag á miðviku- daginn flaug bresk flugvéJ á að giska Imndrað rnetra fyrir ofan okkur, en af þvi að húu gaf ekki frá sér nein merki, töldum við vist, að hún myndi ckki hafa séð flekann. Við reyndum öðru livoru að borða ofurlítið af kexi, en vegna þess live þurt og ólystugt það yar, gátum við sama og ekkert horðað. Af því að veðrið var gott og sjórinn lygn og sléttur, reyndum við að vefja utan um okkur segldúk og sofna ofurlít- ið. Þannig láum við til kl. hálf ellefu um lcvöldið. Þá tókum við ákyndilega eftir daufum ljósum, sem lireyfðust rétt hjá okkur. Eg hafði til allrar ham- ingju flautu í vasanum og blístraði af öllum mætti til að vekja athygli skipsins á okkur. Það tókst — skipið nam staðar og bjargaði okkur úr greipum dauðans. Við vorum hálf stirðn- aðir af kulda og ákaflega svang- ir, þegar lijálpin barst okkur. En hún kom — og það skifti okkur mestu máli. -------1 '■"“■l<illliliff|lilliiliiii». ... 1 Indlandi er sagt að 290 milj. af 350 milj. landsmanna gangi herfættir. í Bandaríkjunum hefir kom- ið í ljós við nákvæma rannsókn, að kvenfólk kaupir 65'/ af öll- um hálsböndum, sem karlmenh nota. í Bandaríkunum eru 1.341.- 000 skáladrengir og 559.100 skátastúlkur. Þjónn: — Þetta eru bestu eggin sem við höfum haft ár- um saman. Gestur: — Komið með ein- hver, sem eru ekki alveg eins gömul. Það var um miðjan vetur, á fyrsta lug þessarar aldar, á hinni svo kölluðu skútuöld, að við þrír, Gisli, Bjarni og eg, ált- um að vaka yfir skipi því er við vorum hásetar á. Skipið var gert út á handfæraveiðar frá Hafnarfirði, og var nýkomið inn úr fiskitúr. Það var búið að skipa upp fiskinum og út salti og átti skipið að sigla úr liöfn næstu daga. Við þessir þrir vorum ekki úr firðinum eða Reykjaík, áttum heima upp i sveit. Það dæmdist því á okkur að líta ef t- ir skipinu, í landlegum. Við liöfðum lagt í ofninn i káetunni og var þar mjög hlýtt og notalegt. Við spiluðum l’hom- bre af kappi, og leið að vökulok- um, áður en okkur varði. Gísli var að gefa og Bjarni var að taka í nefið. Heyrum við þá að gengið er eftir þilfarinu fram á skipið og farið að hringla í keðjum. Heyrðist okk- ur eins og væri farið að „stikka út“. — „Þetta tjáir ekki, við verðum að hjálpa til að „stikka út“ keðjunum. Þetta er víst stýrimaðurinn“, mælti Gísli. Við Bjarni samþyktum það. Við fleygðum frá okkur spilunum og göngum allir upp á þilfarið, og fram á skipið, en þar er þá enginn maður og ekki sjáanlegt að lireyft hefði verið við keðj- unum. Bjarni segir: „Fyrst við erum komnir upp, þá er hesl að við „stikkum“ svo sem tveim Iiðum.“ — Gisli Iieldur að það sé óþarfi, en þó gerum við jieíta, og að því loknu fórum við niður aftur. Við höfðum einhvern ónola geig, og gátum ekki farið að spila, en fengum okkur kaffi og töluðum saman á þessa leið: „Mér heyrðist ábyggilega, að einhver væri á gangi uppi á þil- farinu, heyrðist ykkur það ckki lika?“ sagði Gísli. „•Tú, það var gengið eftir þii- farinu og Iiringlað i keðjunum, og best gæti cg trúað, að það færi að hvessa bráðum“, sagði Bjarni. „Það litur ekki úl fvrir það, þetta er kjaraveður.“ gegndi eg. „Jæja, sannaðu lil. drengur minn það verður kominn stormur á morgun. Eg hefi oft vitað það áður, að skipsdraugar segðu manni fyrir, ef óveður væri i nánd,“ sagði Bjarni. „Góði Bjarni, segðu okkur draugasögu og hafðu hana dá- lítið mergjaða," sagði eg. „Já, gerðu það,“ sagði Gísli. Bjarni mælti eftir dálitla þögn: „Jæja, það er best að eg segi ykkur livað kom fyrir kojufélaga minn, er var mér samskipa i hitteðfyrra á henni Milly.“ Og hóf þá Bjarni frá- sögu þessa. „Það var fyrir nokkrum ár- um, að þessi félagi minn var á einni Geirsjagtinni ,og var hann sá eini, sem átti heima norður i landi, allir hinir hásetar á því skipi áttu heima í Reykjavík. Það talaðist því þannig til, að hann einn vekti vfir skipinu í fyrstu inniveru. Þetta var af- burða kjarkmaður, sem ekki lét alt fyrir brjósti brenna og þeg- ar allir hásetar eru komnir í land, kemur liann sér fyrir i ká- etunni. Þar var bæði hlýtt og hjart. Hann hafði skemtilega bók að lesa, og sat við lestur- inn stjórnborðsmegin við ká- etuborðið. Svo líður á kvöldið að ekki ber til tíðinda. Þegar klukkan er að verða ellefu, heyrir hann, að gengið er eftir þilfari skútunnar og liyggur hann að einhver hafi Ient við skipið frá nágrannaskipum þeim, er lágu á höfninni, skamt í burtu. Ilaun var mjög sokk- inn niður í bókarlesturinn og hugði sem svo, að gesturinn mundi koma niður í káetuna, enda reyndist það svo. Eftir stutta stund er gengið rösklega niður káetustigann, og er hann lítur upp úr bókinni, sér liann hvar skúggalegur maður situr hinu mcgin við káetuborðið. Ilann ímyndar sér að einhver félaga hans eða kunningja ætli að gera sér leik að þvi að hræða liann og yrðir því elcki á ná- unga þenna. Hann tekur þvi hókina, sem liann var að lesa i, og heldur lestrinum áfram góða stund, án þess að lita upp. Honum verður samt lilið upp úr bóldnni yfir borðið, sér þá enn þenna skuggalega náunga og veitir hann honum nú frek- ari alhygli. Það, sem honum fanst einkennilegast við hann, er að hann sá káetuþilið i gegnum hann, sem var hinu megin við hann. Einnig sér hann, að liann heldur vinstri hendinni um rýt- ingsskaft, sem stóð í gegnum hann í hjartastað. Sýndist hon- um blóðbuna renna frá sárinu. Ura leið og þann sá þetta varð

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.