Vísir Sunnudagsblað - 24.03.1940, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 24.03.1940, Blaðsíða 7
Samt lýsa hér eldar hins aðkomna manns, við arinhlóð glæddir föðurlands i bygða og héraða lieitum. Þetta bendir til þess, að ís- lensk örnefni koma upp úr kaf- inu. Þessi kona er t. d. kend við Tindastól, fjallið skagfirska. — St. G. St. verður klökkur, þegar hann tekur Margréti í kjöltu sína, fallna í valinn. Þá rifjast upp fyrir honum alt striðið, sem landntmarnir hafa kannað i Vesturheimi. En liðinn er margur sá hugur og hönd, sem heimilin festi og nam þessi lönd, og landnema lestimar þynnast. Það kveður sitt hljóðfall í hörpustreng minn. tír hálffyltum grafreit eg ómana finn í visum, sem Margrétar minnast. Sú frásögn er í Landnámu, að kona lét gera skála um þvera þjóðbraut og lét þar vera mat- borð ókeypis. — Margrét land- námskona hagar sér líkt því sem fornkonan gerði. Er islenskan valdi sér bygðir og ból, varð bær hennar Margrétar f ei’ðamannssk j ól og viðnám gegn veglúa meini, því oft var þá geislinn frá sumarsól manns sveitunginn næsti við Tindastól og norðanhrið nágranninn eini. Vegirnir voru þá ókomnir og vörðumar ófæddar á vestrænu sléttunum. Og ágiskuð stefna var þjóðbrautin þá og þungkleifur straumur i vaðlausri á og andsvalt á auðnunum flötu. In vestræna, strjálbýla vegalengd var vinarhúsleiðum um bæ hennar tengd, því gestrisnin lagði þar götu. Það felst í jjessu, að Margrét laðaði gesti. En hún var heimilis- rækin, þó að hún væri gestrisin. Svo segir skáldið: Og af því að vinna heiinilis hag með hlýlegri ái’vekni sérhvern dag varð bærinn æ bjartari og hlýrri. Og altaf var heimilið héraðsbót þó húsaskjól fjölguðu og vegamót og bygð væru nágrenni nýrri. VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ , 7 Það felst í þessari frásögn, að Margrét hélt virðingu sinni til æfiloka. Ekki verður á betra kosið en þetta hlutskifti. Það fæst með ástundun, þar sem mannkostir em fyrir. En þó að Margrét hafi gert vel, hefir hana þó skort tækifæri til að njóta þeirra gæða, sem hún þráði, — gæða mentunar og tómstunda. Hver býr sig til fundar við lærdóm og list í landi, sem heimtar öll búverkin fyrst? En bros hennar leil eg því lýsa: að það átti í sál liennar ættgengi alt, sem ört var og djarfmannlegt, frjálslegt og snjalt, skarpt gagnyrði, vel kveðin visa. Brosið getur verið mælskt, þó liægt fari og hljótt sé. Þessar tvær ljóðlínur: Hver býr sig til fundar við lærdóm og lisl í landi, sem lieimtar öll búverkin fyrst? — þær opna í hálfa gátt margan bóndakonu bæ, sem er litið ann- ríki og þó stórt. Og skilningur skáldsins á þessu er nærfærinn. Stephan þekti af eigin raun þetta efni; hann vissi vel, að búsýsla gefur litlar tómstundir til bókalesturs eða þeirra hugs- ana, sem tilheyra listum. Hann skilur aðstöðu Margrétar: ,En saml veit eg Margrét að saga vors lands mun svikja að flétta minningar krans um lífsstarf þitt hógværa, hljóða. Þetta er rétt. Veraldarsagan fjallar mest um styrjaldarmenn og hávaðafólk. Sagnaritarar fara sjaldan á þá staði, þar sem þögula sagan gerist: Og eins þykir gagnslausl að gefa þeim hljóð, sem gengur um haustnótt og flytur sín ljóð við ókunnu leiðin og lágu. — En vittu það heimur, að hér er það lið, sem hélt þér við, ættjörð, er mest lá við og stórmenni sögunnar sváfu. Þarna er notalega drepið á það, að alþýðan, sú sem sagan þegir um, hefir lialdið við lífinu í landinu, með iðju og þjóðar- venjum, meðan stórbokkarair æddu yfir grasrótina og tóku strandhöggin til tjóns og skaða. Hvort urðu ei tjón fyrir lýði og lönd röm lánsælda öftrun og hugunum bönd mörg þrekvirki er sett voru i sögur ? En þjóðarheill auðgar þó æfi hvers manns ef eftir liann liggur á bersvæði lands þarft handtak, hugi-enning fögur. Landnámskonan lætur eftir sig mörg handartök þörf og bros hennar báru vott um fagrar hugrenningar, innan um bú- verkin. Svo má að orði kveða, að St. G. St. geri bæn sina yfir land- námskonunni, svo innilega sign- ir hann Margréti í kvæðinu, einkum þó í síðustu visu: Eg kveð ei til frægðar og fæst ekki um það, en framtíðar söguna spyr þessu að: var kröftum þeim kastað á , glæinn, sem lýðþroska uppvexti léði sinn vörð, og landauðnir gerðu að móðurjörð — að heimili búlausa bæinn? Landauðn gerð að móður- jörð — hvílík útsýn og yfirsýn, Þarna blasir við það mikla starf, sem þarf til þess, að búslóðar- laus bær verði að heimili, úti þar sem óbygðin lá, frumskóg- urinn og foröðin. Mikil saga hlýtur að gerast, þótt lágt fari, þar sem öræfin verða að ökr- um og vegleysur að vináttu leið- um. Sú barátta er oftast nær engu þökkuð. Þarna kemur þakklæti frá landnema, sem var skáld, sá og skildi baráttuna og gat komið þakklætinu í góðan búning. Bros Margrétar voru ekki gerð fyrir spegilinn, þau voru gerð fyrir lífið, eins og' bros sólar. Þess er ekki getið í þessu kvæði, að Margrét hafi elskað karlmann. Það skiftir mestu máli, að Iiún elskaði mennina. Verið getur að hún hafi átt lítilmenni, sem hvarf við henn- ar hlið. Það hendir stundum kvenskörunga að bindast lítil- mennum. Orsakir til þess verða ekki ræddar í þessu erindi. En Stephan drepur á það í öðru kvæði, hverskonar menn kven- skörungar elska: Hver sköruleg konusál elskar þann einn, sem uppgaf el vörn fyrir raunum. Hafi Margrét verið ógifl, mun hún hafa elskað þann mátt i sjálfri sér, sem uppgaf ei vörn fyrir raunum. Sú sjálfselska er göfug. Stephani fer vel úr liendi, að leggja blessun sina yfir Mar- gréti landnámskonu. Þar stend- ur þroskamaður yfir hetju. En honum ferst jafnvel eða enn betur að blessa yfir meyna Carly sem hann kyntist 30 ár- um áður en hann gerir um hana kvæðið og var mærin 6 vetra er þau kyntust. Þess háttar langrækni er mikilsháttar. Það kvæði byrjar á nátlúrulýsingu,. svo sem kvæðið um landnáins- konuna. Skáldið vill hafa um- gerð urn myndir sínar og eru þær ekki af vanefnum gerðar.. Sem uppdregið skákborð svo> skipuleg var in skógrudda, þéttbygða sveit. Hvert búandans óðal við alfara veg i inngirtum, ferhyrndum reit. Þessi bygð mun hafa verið í Bandaríkjunum Carly var ensk mær. En hlöðurnar dumbrauðar hilti yfir jörð, sem hraunborgir vítt yfir sveit. Og vorlognið blákembdi víðlendið alt, og vorsólin stafaði Ireit. í húsglugga lýsti úr lundi, sem stóð i IjTting við rennislétl frón og honum var afdrep gegn illviðrabyl og almennings njósnandi sjón. Svo er lýst skógi og vegum, ökrum og útsýn. Landið verpur ,ljósi á Carly og hún bregður birtu yfir landið. Eg veit þessi ljóð eru svipur hjá sjón á sumarsins skáldmæru list i sveit þinni og bæ þar sem Karly mín kær eg kyntist þér síðast og fyrst.. . Landið ljómar við minning- una um hana. Og þín vegna Karly mín kvæðið er gert og kveðið i átthaga sinn. Þinn skósveinn, eg man það hvern morgun eg varð, um miðdegið leikbróðir þinu. \ heimilsorustum uppreisn gegn þér eg ótrauður merki þitt bar.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.