Vísir Sunnudagsblað - 31.03.1940, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 31.03.1940, Blaðsíða 4
4 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ ísinn undir einu tjaldinu, svo það datt i sjóinn með öllu, sem í því var. Þessi sprunga luktist ekki aftur, og hún skifti tjald- búðunum og leiðangursfólkinu i tvent. Vonleysið greip aftur um sig og nísti hjörtu íshafs- búanna. A SÍÐUSTU STUNDU. Það voru gerðar tilraunir frá Tjkti að ná sambandi við leið- angursfólkið méð flugvélum, en þokur og liríðarveður hömluðu flugferðum norður til hafs. Það var loks 5. mars, að fyrsta flug- vélin komst til leiðangurs- manna, eftir æfintýrariica ferð og örðuga lendingu á ísnum. Þá voru ísbúamir búnir að þola margt andstreymi. Þeir liöfðu orðið 'að flytja sig næstum dag- lega, og þeir urðu að hafa vörð Umhvei’fis sig bæði á nóttu og degi. Isinn sprakk og klofnaði í sífellu, og það var hvergi sá blettur til á honum, sem maður gat verið óhultur um sjálfan sig eða tjald sitt. Fólkið mátti búast við því, á hvaða augnabliki sem var, að isinn klofnaði undir því og það steyptist í grængolandi sjóinn. Sprungurnar voru orðnar svo margar þegar flugvélin lenti, að flytja varð kvenfólkið og börn- in í bát að ísjakanum eða breiðunni, sem hún lenti á. Flugmaðurinn, Lapadievski, þorði ekki að taka á sig ábyrgð- ina af því að stöðva hreyfil flug- vélarinnar eitt augnablik, af ótta við kuldann. Hann var svo bitur, að olían gat storknað og ómögulegt hefði verið að koma flugvélinni aftur af stað. Svo leið heill mánuður uns næsta flugvél kom. ísköld og niðdimm þoka lagðist vikum saman yfir ísinn, svo enginn möguleiki varð til þess að fljúga þangað norður. I þau fáu skifti, sem það var reynt, hlutust slys af. Sumar flugvélarnar komust alls ekki af stað, þær sátu fastar í snjó og ís norður á ströndum Síberiu. En flugmennirnir létu ekki á sér standa og gerðu alt sem í þeirra valdi stóð til að björgunin tækist. Daglega bár- ust orðsendingar til útvarps- stöðvarinnar á ísnum um það, að nýjar tilraunir og nýjar ráð- stafanir væru gerðar leiðang- ursmönnum til hjálpar og að ekkert tækifæri væri látið ónot- að í þessu skyni. En meðan á þessu stóð rak ísbreiðuna æ lengra og lengra mót norðri — mót eilífum kuldum og hríðum. En þann 6. april hepnaðist loks þremur rússneskum flug- mönnum, — Molokov, Sliepner og Kamanin hétu þeir, og nöfn þeirra verða að eilífu skráð í sögu íshafsleiðangra — að lenda hjá tjaldbúðunum á ísnum, þrátt fjrrir gífurlegar vegalengd- ir og örðug veðurskilyrði. Síðustu leiðangursmennirnir urðu enn að bíða heila viku á isnum — en þá fengu einnig þeir lausn úr hinni hræðilegu einveru, og þeir komust heilu og höldnu til Síberíustrandar, án þess að einn einasti maður léti líf sitt. Schmidt, formaður leiðang- ursins, sem hafði ákveðið að yfirgefa ísinn siðastur allra, var orðinn hættulega veikur af lungnabólgu. Hitinn óx dag frá degi og sjúklingurinn þjáðist. Félagar hans óttuðust um hann, en hann afsagði með öllu að fara fyr en öllum öðrum væri borgið. Þá tók Bobrov, vara- maður Sclimidts, til sinna ráða. Hann óhlýðnaðist gefnum skip- unum, setti sig í samband við Moskva og féklc leyfi lil að taka þær ákvarðanir sem hann vildi. Hann lét bera Schmidt prófess- or nauðugan inn í eina flugvél- ina, sendi hana til lands, en tók sjálfur að sér forystuna yfir þvi liði, er enn var eftir á ísnum. Þann 13. april fengu útvarps- hlustendur úti um heim siðustu tilkynninguna frá útvarpsstöð- inni á hafísbreiðunni. Hún var svohljóðandi: — Við erum hættir að út- varpa. Eftir eina klukkustund fer síðasti maðurinn héðan burtu. — Bobrov. Þeir flugu á brott og fóru með síðustu bensínledfarnar með sér. Ef eitthvað hefði kom- ið fyrir —i einhver bilun átt sér stað — var öll von úti. Björg- unin skeði á siðustu stundu, því tjaldbúðasvæðið var alt sund- urskorið af gínandi sprungum og ísgjám. Það var í sjálfu sér undravert, að flugvélin skildi geta hafið sig til flugs. Svo var annað. Óveður var að skella á, og í því bjó eyðilegging og dauði, ef'það varð ekki flúið i: tæka tíð. óveðrið kom, hams- laus hríð rikti daga og nætur i rúma viku. En flugvélin varð á undan og lenti heilu og höldnu í öruggri höfn. Á meðan flugvélin barst á- fram með ótrúlegum hraða æ lengra gegn suðri, gegn Koljo- kin-eyjunni þar sem lífið bærð- ist og hjálpin var í vændum, geysaði fárviðri yfir eyðilega ís- breiðuna í Norðurhöfum, þar sem ekkert minti á líf né menn- ingu framar, nema ein yfirgef- in útvarpsstöng — en vel að merkja útvarpsstöng, sem bjargað hafði lífi rúmlega eitt hundrað manns. Og miljónir manna um allan heim lustu upp fagnaðarópi, er það fréttist að leiðangursmenn- irnir væru komnir heilu og höldnu heim, lirifnir úr faðm- lögum hins helkalda íss heims- skautanæturinnar, þar sem þeir höfðu lifað mánuðum saman og barist vonlítilli baráttu um líf og dauða. Skókaupmaðurinn var að prófa væntanlegan afgreiðslu- mann: — Og hvað munduð þér segja, ef þér væruð að afgreiða konu, sem segir: — Haldið þér ekki að annar fóturinn á mér sé stærri en hinn ? — Eg mundi segja: — Þvert á móti, náðuga frú, annar er minni en hinn. — Þér eruð ráðinn. FRÁ SNJÓÞYNGSLUNUM SUÐUR I LÖNDUM I VETUR. Samkvæmt fregnum, er hingað hafa borist, hafa hríðarveður og frosthörkur geysað viðsvegar um Evrópu í vetur og kyngt niður snjó með þeim fádæmum, að sgmgöngur hafa víða aigerlega tepst, —> Á myndinni sést járnbrautardráttarvél föst í snjó. —r T, v,' í er verið að moka lienni braut.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.