Vísir Sunnudagsblað - 31.03.1940, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 31.03.1940, Blaðsíða 5
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ lYXMÍHQV.. . ___;_______ FRJÁLS ÆISKA Hún hét Erla og var ættuð að austan. Hún var há og grönn, barmurinn hvelfdur, svartir lokkarnir töfrandi. Hún var glæsileg stúlka. Enginn vissi það betur en hún sjálf. Að vísu ekki tiltakanlega fríð í andliti, en gædd þeim seiðandi töfrum og yndisþokka, sem fáir karl- menn standast. Hún var vorið, æskan og hreystin, sameinað í einni persónu. Venjulega lífs- glöð og vingjarnleg, en gat orð- ið köld og hörð, fyndist henni sér misboðið. Bros hennar vakti hjá mönnum sjálfstraust og fögnuð, kuldasvipurinn gerði þá óhamingjusama og fulla af svartsýni. Þannig var Erla. Hún hafði flutst til höfuð- staðarins skömmu eftir ferm- ingu og gengið þar á skóla. Námið sóttist vel. Hún var fljót að læra og skilningsgóð. Það sem öðrum reyndist strangasta erfiði, var henni leikur einn. Þó kom það fyrir, að henni leidd- ust allar námsbækur og hún þráði eitthvað annað — eitt- hvað starf, sem reyndi á hraust- an líkamann og veitti henni un- að erfiðisins. Og oftast fékk hún þeirri þrá sinni fullnægt í því sama, — sundinu. Sundið var uppáhalds-íþrótt hennar. Því helgaði hún mikinn hluta af frí- tima sínum. Strax og hún hafði lært að fleyta sér, þótti henni það skemtilegri Ieikur en alt annað. Hún tók líka fljótlega miklum framförum og náði brátt ágætum árangri. Ekkert fanst henni jafnast á við gleð- ina yfir því, að finna sig yfir- stiga þá örðugleika i dag, sem ófærir voru í gær, eða fyrir sköminu síðan. Fátt veitti meiri unað en hin nákvæma samstill- ing fóta og handa, sem nauð- synleg var til að ná hraða og leikni í íþróttinni. Það, að kljúfa vatnið með föstum, viss- um tökum, veitti henni ein- hverja fullnægju, sem hún hlaut livergi annarsstaðar. Því var það þrautráðið, þegar hún var lúin eða í slæmu skapi, að grípa sundfötin og handklæðið og synda dálitinn sprett. Það var eins og þreytan og önug- lyndið. skolaðist af henni í vatn- inu. Það skilaði henni aftur fullri af lifsþrótti og yndis- þokka. Þannig höfðu námsárin liðið. Hún hafði skift þeim skynsam- lega niður á milli merkilegra en ósköp leiðinlegra námsbóka og skemtilegrar iþróttar, fagurrar listar. Hún útskrifaðist úr skól- anum með ágætum vitnisburði. Meðfæddir námshæfileikar og óvenjulegur dugnaður til skyndiáhlaupa á hin þurru, bóklegu fræði, báru hana með miklum ágætum yfir boða og blindsker prófanna, sem svo margir steyta á. Að námi loknu fékk hún vinnu á skrifstofu. Þar var hún í eitt ár — og leidd- ist voðalega. Ekkert var fjar- lægara ríku og ótömdu eðli hennar, en sifeldar kyrsetur yf- ir endalausum reikningum og heimskulegum viðskiftabréf- um. Hún hafði þvi sjaldan lifað glaðari dag en þegar hún kvaddi skrifstofuna, ásamt öllu sem henni fylgdi, sköllóttum for- stjóra, pikkandi ritvél og gjall- andi síma. Skömmu síðar steig hún á skipsfjöl og lagði af stað áleiðis til útlanda. Þar dvaldi hún eitt ár við nám i íþróttum og tungu- málum. Heilt ár, fult af skemti- Iegum nýjungum og óþrotlegri fjölbreytni á öllum sviðum. Framandi áhrif, nýtt og liress- andi andrúmsloft lék um hana, eins og svalandi fjallablær eftir molluþrunginn dag. Hún kyntist nýjum siðum og hiáttum, nýju fólki, nýrri menningu. Og hún lærði margt á þessu eina ári. Það, sem hún sá og heyrði varð henni hið sama og frjódögg gró- andi jurtum. Þær opna blöð sín og blómgast betur en nolckru sinni fyr. En þótt Erla sæi margt og merkilegt í framandi löndum, gleymdi hún aldrei íþróttinni fögru, sundinu. Hún æfði það stöðugt, þegar þvi varð við kom- ið, og tók mildum framförum undir liandleiðslu ágætra kenn- ara. Það fanst lienni sjálfri einna mest um vert af öllu því, sem hún hafði numið í för sinni. Þegar árið var liðið, kom Erla heim á ný. Bæði var farareyrir liennar mjög á þrotum og svo var hún farin að þrá gamla land- ið sitt. Hún vildi enn sem fyr, líta augum fjöllin tignarlegu og jöklana björtu, en framar öllu öðru langaði hana til að láta kaldan og saltan sjóinn við strönd landsins, leika um hand- leggi sina og brjóst. Hún þráði að finna hitann frá sjálfri sér og orku eigin handa, bera sigur úr býtum í viðureign við hyl- djúpar ár og ísköld jökulvötn. 'flún vildi einnig kenna það, sem hún hafði Iært,veita öðrum hlut- deild í þekkingu sinni, gefa ein- hverjum brot af þeirri ánægju, sem hún hafði sjálf haft af sundinu. Aldrei hafði henni verið það ljósara en nú, að það var öllum íþróttum æðra. Hún var líka heppin. Það hitt- ist einmitt svo vel á, að um vor- ið, þegar hún var nýkomin heim, var auglýst eftir sund- kennara að stóru sumargisti- húsi uppi i sveit. Hún sendi um- sókn og með aðstoð góðra manna féklc liún stöðuna. Þegar hún lagði af stað í nýju vistina, fanst henni sem þáttaskifti væru í lífi sínU. En engu var að kvíða. Nú stóð hún á tvítugu. Hraust- ari, glæsilegri og auðugri af lífs- orku en nokkru sinni fyr. Erla var búin að vera viku í nýju vistinni. Henni fanst alt leika í lyndi. Hvað getur líka amað að frjálsri, tápmikilli æsku, þegar sólin skín i lieiði, eins og í dag, svo hvergi ber skugga á? Starfið var skemti- legt. Það fylgdi því einhver fagnaðarkend að geta boðið og skipað fyrir og sjá aðra hlýða sér. En skelfing var það annars skritið, hvað sumir gátu verið miklir klaufar að læra að synda. Það var bæði broslegt og aumkv- unarvert um leið, að sjá stóra og stæðilega menn og konur, verða eins og ósjálfbjarga hvítvoð- unga í vatninu. Fóllí, sem á þurru landi kom fram eins og það ætti allan heiminn, varð máske gripið hálfgerðri skelf- ingu, þegar það reyndi að fleyta sér í fyrsta sinn. Einkennilegt var það, að maðurinn, sem með svo miklu stolti nefndi sig æðstu verU jarðarinnar, skyldi á þessu sviði vera eftirbátur hinna lít- ilfjörlegustu dýrategunda. Þetta og ýmislegt fleira í því sam- bandi, flaug Erlu í hug, meðan hún gekk frá gistihúsinu og nið- ur að sundlauginni, þennan heita og bjarta júnídag. Loftið var hreint og tært. Sólin ljómaði í heiði. Erla leit á armbandsúrið, sem hún hafði um úlnliðinn. Klukkan var ellefu. Nemandinn, sem hún beið eftir, hlaut að koma. á hverri stundu. Erla sett- ist á bekkinn hjá sundlaugirini. Hún sá gljáfægða bifreið renna heim veginn og upp að gistihús- inu. Nýir gestir, hugsaði hún. Máske nýir nemendur. Það vantaði ekki tilbreytinguna í þetta starf, sem hún hafði valið •i - { * ' ■ 4 ■'*••• 5 mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm.* ■ ■ > ,'íÍld i Smásaga eftir Oils Ouðmundssoni . • > 'lb' sér. Altaf var hún að kynnast“ áður ókunnu fólki, öllum þess liugmyndum, tilhneygingum og dutlungum. Vissulega mátti það teljast skemtilegt og lærdóins- ríkt. Og ]>ó var hún ekki alls- kostar ánægð. Hún sökti sér niður í margvislegt drauma-* rugl, eins og hún væri ennþá finnntán ára gömul, með allan óróa hins vaknandi lífs í brjóst- inu. Fram til þessa Iiafði hún kentu ölluiri gestum sund, sem lærá-t vildu, bæði körlum og konum. 1 En nú var nýr starfsfélagi værit-; anlegur á næstunni. Hann átti að leiðbeina karlmönnunlim i sundi, fimleikum og öðrurii1 íþróttum, sem þeir kærðu sig- - um að stunda. Erla fann það með sjálfri sér, að henni var dá- ’ lítil forvitni á að kynnast þess-' um nýja starfsbróður sínum. ' Skyldi hann vera skemtilegUr og aðlaðandi? Hvernig ætlii hann liti út? Þessar og þvílíkar ■■ spurningar komu oft upp í hugá- hennar. Hún vissi að hanri hét’ Haukur Brandsson og var ágæt- • ur sundmaður. Hann hafði skyndilega orðið landskunnur síðastliðið ár, fyrir mjög góð sundafrek. Erla hrökk upp frá hugsun- um sínUm, við það að ungur, * dökkhærður maður með hand- klæði og sundskýlu i hendinni, stóð fyrir framan bekkinn sem" hún sat á og ávarpaði hana.! „Fyrirgefið. Eruð þér ungfrú’ Erla Helgadóttir sundkennari?'* • spurði hann. „Mér var sagt, að’1 eg myndi hitta yður hér.“. „Já, það er rétt til getið‘*ý' svaraði Erla og stóð upp af bekknum. „Óskið þér eftir æf- 1 ingatíma?“ „Æfingatíma ?“ • « Erla tók ekki eftir furðu- hreimnum í rödd hins ókuniíá manns, en hélt áfram: „Það stendur raunar þannig á, að eg er að bíða hér eftir öðrum nem- ’ anda“. Hún leit á úrið. „Eri það litur út fyrir að hánn ætli ékki" að koma. Við getum áð minstá? kosti notað timann þangað tií»n Karlmannaklefarnir eru þamá'’ til hægri“.Hún benti honum meðíí hendinni. Hreyfingin var föstd og snögg, eins og skipun. Það'f var líkt og hann hikaði svolitið:

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.