Vísir Sunnudagsblað - 07.04.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 07.04.1940, Blaðsíða 1
wmm 1940 Sunnudaginn 7. apríl 14. blad ÞORSTEINN JÓSEPSSON: »SAMEINAÐIR STÖNDUM VÉR« Samtöí fktiMaA káJ^laMjoJpiobax ox áúitast í qíaisíJÍ£újiL o% vjoícLujipiL þpðsLþiw&u. Eftirfarandi grein er um þjóðsýningu, er haldin var s. 1. sumar í sviss- nesku borginni Ziirich. Þessi sýning var haldin í þeim tilgangi að sameina svissnesku þjóðina um menningu sína og sjálfstæði og fá hana til að leita uppruna síns og eðlis. Vegna sundurleitra tungumála, kynflokka og trúarbragða í Sviss, verða íbúarnir að vera alveg sér- staklega á verði til verndar samheldni og einingu í þjóðlífinu. Þetta hefir tekist um 650 ára skeið, og til að tengja einingarböndin enn fast- ar, halda þeir þjóðsýningar á 25 ára fresti. Greinarhöfundurinn lýsir í sundurlausum myndum og stuttu máli á- hrifum sínum af sýningunni og ýmsu því, er honum fanst athyglisvert í sambandi við hana. Það sem vakti mesta athygli mína og aðdáun í ferð minni suður um lönd, s. 1. sumar, vav þjóðsýningin í Ziirich. Eg hafði heyrt minst á hana fyrir tíu ár- um, og þá var mér sagt að eg yrði að koma þangað suður til að sjá hana, þegar hún yrði haldin. Þetta hefi eg gert og það borg- aði sig. Sýningar eru i sjálfu sér mjög algengur viðburður og þær vekja venjulega ekki eftirtekt nema þegar um heimssýningu er að ræða. Heimssýningin í New York vákti sérstaka at- hygli okkar íslendinga, því það mUn vera i fyrsta sinn sem við komum opinberlega fram á heimssýningu.Auk þess var sýn- ingin haldin í einni stærstu, auð- ugustu og framfaramestu stór- borg jarðarinnar. Það dregur enginn í efa, að þessi sýning mun hafa verið íburðarmikil og voldug og fyllilega þess verð, að henni væri gaumur gefinn. I Á sama tíma og heimssýning- in í New York var opnuð, var í tiltölulega mikilli kyrþey, önn- ur sýning opnuð, sýning fá- mennrar háfjallaþjóðar í Mið- Evrópu. Hún á ekkert skylt við alþjóðasýningu — er ekki fyrst og fremst vörusýning né aug- lýsing, er ekki reist og er ekki haldið uppi fyrir auðmagn helstu stórþjóða heimsins. Nei, þjóðsýningingin i Sviss er miklu fremur hróp til þjóðarinnar, að sameinast — að standa sem einn maður iá örlagastund heimsat- burðanna. — í Sviss búa margir kynflokkar, mörg þjóðarbrot með sundurleit og margskift þjóðareinkenni. Þjóðin talar fjögur, meir eða minna fjar- skyld tungumál, hún skiftist > tvo andstæða trúarflokka, og þessi ólíku viðhorf gætu gefið tilefni til sundurþykkju og upp- lausnar. Þessu er þó ekki þannig varið. Og þjóðsýningin í Zúricb færði mér heim sanninn um það, að ef til vill mun engin þjóð í álf- unni vera samhentari né jafn einhuga en þessi litla svissneska þjóð, þessi óasi friðarins mitt á meðal hinna blæðandi stórþjóða sem umlykja hann. Síðast þegar eg var í Sviss — Það var fyrir fimm árum siðan — þá gætti þar allrikra and- stæðna í stjórnmálaskoðunum. Að vísu var lýðræðishugsjónin þar ríkjandi, en hinu varð ekki neitað, að margir fyltust aðdáun á Hitler og enn fleiri voru þeir þó sem aðhyltust stjórnmála- stefnu kommúnistanna i Rúss- landi. Nú fimm árum síðar, er varla hægt að segja, að þessi byltinga- sinnuðu öfl, er eitt sinn ætluðu að leiða svissneskt stjórnmála- líf út á braut flokkahaturs og sundrungar, finnist framar. Þau eru horfin og þau þokuðu fyrir einingarvilja og sjálfstæðisvilja ÞjóSsýningin var haldin í stærstu borginni í Sviss, Ziirich, sem telur um 350.000 íbúa. Borgin stendur á bökkum 42 km. langs stöSuvatns, Zúrichvatnsins, og var sýningarskálunum, 100 aS tölu, komiS fyrir á báðum bökkunum. Á myndinni sjást skálarnir á öðrum bakkanum, en hiS frjósama land Zúrichhálendisins í baksýn. svissnesku þjóðarinnar — en það er hann sem er grunntónn þessarar merku þjóðsýningar í Zúrich. Markmið sýningarinnar var fyrst og fremst að leiða þjóð- inni fyrir sjónir hve mikilsvirði andlegt, verklegt og fjárhagslegt sjálfstæði er, og að að því beri að keppa að gera þjóðina sem ó- háðasta utanaðkomandi áhrif- um. Það var lagt kapp á, að sýna öll þessi svissnesku verðmæti i sem sönnustu ljósi og vekja þjóðina til meðvitundar um gildi þeirra í framtíðinni. Sýningin i Zúrich var því fyrst og fremst svissnesk sýning. For- sendur hennar var ættjarðarást og sjálfstæðistilfinning. Hún var þjóðleg — það er hið eina rétta orð sem getur lýst henni eins og httn var. Fyrir 25 árum var þjóð- sýning haldin í Sviss.— í það skif ti i Bern. Og það er einkenni- leg tilviljun, að einmitt það sama sumar braust út heim- styrjöld. Sagan endurtekur sig. Fyrir tiu árum var undirbún- ingur hafinn undir sýninguna, svo það segir sig sjálft, að fyrir tíu árum var ekki hægt að vita um styrjöld er brytist út árið 1939. En hitt er víst,, að sýning sem þessi er aldrei eins þarfleg eins og einmitt undir stríðs- byrjun, er kalla þarf þjóðina til einingar og samtaka. Sýningin í Ziirich var haldin á hinu rétta aðkallandi augnabliki. Mér var sagt að svissneska þjóðin hefði varið 100 miljón- um franka (ca. 140—150 milj. ísl. kr.) í þessa sýningu. Það er mikið fé fyrir fámenna þjóð — álíka fámenna og Danmörku. Sýningin var opnuð 6. maí síðastliðinn, og henni var lokað í októbermánaðarlok. 1 upphafi var ætlað, að um 4V2 miljón manna sæktu sýninguna, eða sem svaraði því, að hvert mannsbarn í Sviss sæi hana. Þegar henni var lokað voru meir en 10 milj. manna búnir að sækja hana, og þó var henni

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.