Vísir Sunnudagsblað - 07.04.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 07.04.1940, Blaðsíða 2
2 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Nokkur hluti tískuhallarinn- ar upplýstur a‘S næturlagi. lokað í heila viku vegna her- væðingar. Þetta er undraverður árang- ur, og ef hann er borinn saman við gestafjöldann á heimssýn- ingunni i New York í sumar, þá er árangurinn enn undursam- legri. Þar sóttu Um 20 milj. manns sýninguna á sama tíma, eða ekki nema örlitið brot af Bandaríkjaþjóðinni og heldur ekki nema þriðji eða f jórði hluti þeirra gesta, sem áætlað var að sæktu sýninguna. Þessi samanburður talar sínu máli. Að visu efast eg ekkert um, að sýningin i New York hefir verið stórkostleg og íburð- armikil — en sýningin í Sviss hreif í látleysi sinu og einfald- leik — hún talaði til þjóðarinn- ar og hreif hana. En liún lireif líka erlenda gesti, menn sem ekkert höfðu af svissnesku hlóði í æðum sínum og menn sem ekkert áttu skylt við svissnesk- an anda né hugsanahátt. Banda- ríkjamenn dróu enga dul á að- dáun sína, og þeir viðurkendu hver á fætur öðrum, að sviss- neska þjóðsýningin væri miklu heilsteyptari og stæði óendan- lega miklu nær tilgangi sínum en ameríska heimssýningin í New York. Sýningin í Ziirich var reist á báðum bökkum Zurichvatnsins, sýningarhallirnar voru 100 að tölu, og þær voru bygðar inn á milli fagurra aldingarða og trjá- lunda — sumarhverjar á vatns- bakkanum, eða jafnvel úti á vatninu sjálfu. Yndisleiki landsins sem sýningarhallirnar voru reistar á, og ekki siður hin undurfagra útsýn yfir vatnið og suður til Alpafjalla, gerði sitt til að auka áhrif sýningarinnar — einkum á útlendinga. En það er margt annað en þetta sem heillaði. Það var t. d. athyglisvert að flestar vélar og flest áhöld er þarna var sýnt, fékk maður að handleika eftir vild. Menn fengu að stjórna alls- konar vélum ef þeir óskuðu þess — þeim var leiðbeint og kent ef þeir voru sjálfir ekki færir i „faginu“. Menn fengu að leika á hljóðfæri er þarna voru til sýn- is. — í listamannabyggingunni voru listamenn stöðugt að starfi sínu, þar á meðal hinir fræg- ustu sem nú eru til meðal sviss- nesku þjóðarinnar. Gestirnir gátu horft á þá í starfi sínu og gátu talað við þá ef þeir vildu. í æskulýðsbyggingunni var ung- lingum fengið efni og áhöld endurgjaldslaust til smíða — þar fengu þeir einnig allskonar ráð og upplýsingar gagnvart at- vinnu, námi eða einu orði sagt: framtíðinni. f efna- og eðlis- fræðisstofnunum gátu sýningar- gestir fylgst með tilraunum og athugunum svissneskra sér- fræðinga. f landbúnaðardeildun- um var ekki aðeins hægt að fylgjast með skepnuhirðingu, heldur allskonar mjólkurvinslu, svo sem osta- og smjörgerð, súkkulaðivinslu o. þ. h. Á sýn- ingunni var fjöldi kvikmynda- sala þar sem sýningargestum var leiðbeint, sýnt og skemt eftir föngum, og þar sem þeim varð ýmislegt ljóst er þeim áður var hulið. Næstum hver iðngrein liafði eiginn kvikmyndasal til umráða, en auk þess voru sýnd- ar heilbrigðismálamyndir, upp- eldis- og vinnumyndir, myndir af svissnesku landslagi, þjóðliíi o. s. frv. Svissneska sýningin i Zúricli var einu orði sagt hfandi og það var hennar mesta og besta gildi. Þar sem iðnaður og önnur fram- leiðsla var sýnd, var það gert á svo lifandi og svo athyglisverð- an hátt, að maður komst ekki hjá að veita því athygli — nána athygh meira að segja. Eg sagði áðan, að sýningar- höllunum hefði verið komið fyrir á báðum bökkum Zúrich- vatnsins. Gufuskip fóru á tiu mínútna fresh milli bakkanna og fluttu gesti. En það var líka hægt að fara í loftinu, 70 m. fyi’- ir ofan vatnsflötinn. Það var dráttarferja nokkurskonar. Fyrst er farið í lyftu upp í turn- inn, þar stígur maður inn í dá- lítinn skáp sem rennur 1500 m. langan veg á þræði yfir bláu og hyldjúpu vatninu. Það var altaf gaman að fara í þessari völund- arferju — en það var mest gam- an á kvöldin. Það var eins og æfintýri úr þúsund og einni nótt. Þá sást ljóshaf borgarinn- ar, beggja megin vatnsins, ljósa- dýrðin i sýningarhöllunum, upplýst skip, sem brunuðu eftir dimmum vatnsfletinum, og ljósaraðir beggja megin við hið 40 km. langa Zurichvatn — Ijósabönd sem náðu alla leið suður til Alpafjalla. En svo var annað farartæki innan takmai'ka sýningarinnar sem var jafnvel öllu skemtilegra að ferðast með. Það var bátur — eða öllu heldur bátar — 80— 90 talsins. Það mætti halda að þessir bátar sigldu eftir Ztirich- vatninu — en þvi fór fjari’i. Þeir sigldu eftir læk eða lítilli á sem var veitt eftir miðju sýn- ingarsvæðinu. Ferðalag með bátunum var mjög skemtilegt. Þeir brunuðu áfram i langri lest eftir læknum, stundum inn á milli rósabeða og aldingarða, stundum inn í trjálundi, í gegn- um miðjar sýningarhallirnar, niður í undirgöng og eftir flúð- um. Á kvöldin var lækurinn og bakkar hans lýstir með mislit- um ljósum. Það var ákaflega einkennilegt. Eitt skemtiatriSið á sýningunni var aö fara á bátum eftir tilbúnum læk, sem lagSur var um sýningar- svæðiS. — Bátarnir flutu undan straumi og fóru í gegnurn lysti- garða, blómabeíS, gegnum miSjar sýningarhallirnar inn í þröng göng og eftir flúöum. Sýningarsvæðið var 300.000 fermetrar að stærð. Þar var margt nýstárlegt að sjá. Við sá- um þar minsta úr en stærstu eimreið þessarar jarðar. Við sá- um tóna, sem sungnir voi’U eða leiknir á hljóðfæri, við sáum lifandi hjarta úr dauðum frosk, við sáum mann tækninnar, véla- manninn Rabot og við sáum ó- teljandi margt fleira nýstárlegt, stórbrotið og sérkennilegt. Það tók vikur að skoða sýninguna til hlýtar. Og ávalt sá maður eittlivað nýtt sem heillaði auga manns og hug. Þarna var paradis fyrir börn. Foreldrar gátu lcomið börnun- um sínum í geymslu — alveg eins og regnfrakkanum eða handtöskunni. Þau fengu kvitt- un fyrir barninu — hún kostaði kx-ónu — en svo gátu foreldrarn- ir leikið lausum hala allan dag- inn og hagað sér eftir vild. Börn in voru undir vernd barnfóstru, þau róluðu sér, bygðu sandborg- ir, óku i bai-nabílum eða léku sér á annan hátt eftir vild. Leik- möguleikarnir vox-u ótakmark aðir. Það væri synd að minnast ekki á veitingahúsin ‘eða skemti- staðina á þessari veglegu sýn- ingu. Eg verð að segja Sviss- lendingnum það annaðhvort til lofs eða lasts, að hann gerir miklar kröfur til matar, hann er ekki ánægður ef hann hefir ekki mikið og gott að borða. Sýningarnefndin hafði lika séð fyrir líkamlegx'i velferð gests- ins, þvi þarna voru 23 veitinga- hús þar sem 15000 manns gátu matast samtimis, en 1200 manns gengu þar um beina, matseldi og þvoði upp. Innan takmarka sýningar- innar voru óteljandi skemti- staðir, sumir i sambandi við veitingastaðina, en aðrir sjálf- stæðir. — Fyrir nokkura aura gat maður skroppið til Helvítis. Það var tekið skýrt fram, að maður yrði að bera ábyrgðina é því ferðalagi sjálfur. En hitt er víst, að margir komu fölir og sveittir af angist út þaðan aftur. Það var líka hægt að fara í körfu upp til himna og sjá yfir ríki veraldarinnar. En auk þessa voru þarna „trúðar og leikarar sem léku þar um völl“. Þar voru sjónhverfingamenn, línudans- arar og alskonar galdrahyski sem maður stóð steinhissa og agndofa frammi fyrir. Eitt sinn viltist eg seint um kvöld inn á skemtistað, sem eg liafði ekki komið á áður. Þá nótt þakkaði eg guði fyrir að hann skyldi hafa skapað mig sem karl en ekki konu — a. m. k. ekki sem buxnalausa konu. Eg skal segja hversvegna. Eg var einn míns liðs, og þeg- ar eg kom inn úr dyrunum var mér visað upp á loft. Þar uppi var myrkur að heita mátti, en von bráðar rak eg mig ó hurð og opnaði hana. Eg var inni í

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.