Vísir Sunnudagsblað - 07.04.1940, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 07.04.1940, Blaðsíða 6
6 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ kænsku, en hreysti þeirra felst í fyrirlitningu á dauðanum og trúnni á óhagganleik örlaganna. Þegar Fauas var seytján ára að aldri, gerði faðir hans boð eftir honum og kvaddi liann til Damaskus. Heimsstyrjöldin var á enda. Drúsarnir í Libanon voru sigr- aðir, franskar hersveitir komn- ar inn í Sýrland. Ai-abahöfðing- inn hafði hagað seglum eftir vindi og skift um skoðun á réttu augnabliki. Hann lofaði að halda í heiðri hin nýju lög, er bönnuðu flakk Bedúínanna og hann viðurkendi jafnframt liin nýju Iandamæri, sem bútaði Tyrkjaveldi í sundur. Margir farandflokkanna byrj- uðu búskap. En Bedúínum voru aðrir hæfileikar í blóð bornir en búmenska. Sauðalijarðir þeirra dóu úr hungri, úlfaldarn- ir dróust upp, en Bedúinarnir sjálfir rændu og stálu, til að forða sér frá hungurdauða. Fyr- ir þetta var þeim hegnt á misk- unnarlausan liátt. Bardagar, ættstofnadeilur og blóðhefndir var bannað. En þá var þetta svo ríkt í eðli Bedú- inanna, að þeir fyrirlitu öll önn- ur störf. Og á hverju áttu þeir að lifa? Bedúinafurstinn samdi við sigurvegarana i styrjöldinni og gerði það á mjög slægvitran hátt. Bandamenn guldu honum ákveðinn skatt, gegn loforði um að gæta reglu og friðar í land- inu. Hann eignaðist mikið af vopnum og tyrkneska gullmynt, sem stöðugt fór hækkandi i verði. Hann var ríkur, gaf son- arsyni sínum Fauas stóra og fallega Buickbifreið og kostaði bifreiðarstjórann sjálfur — bif- reiðarstjóra, sem bæði kunni arabisku, tyrknesku, þýsku og frönsku. En Fauas kunni elcki nema ensku utan móðurmáls- ins. Nú byrjaði hann að kynn- ast borgarlífinu. Um veturinn dvaldi hann i höll afa síns í Ðamaskus, en er voraði fór hann til tjalda frænda sinna og vísaði þeim á haglendi þau, er Bedúínahöfðinginn hafði skift á milli þeirra. Fauas varð góður veiðimaður og skaut skógargeit- ur út um glugga bifreiðarinn- ar, þó hún væri á fullri ferð. Veturinn næsta á eftir hélt hann til afa síns og bjó hjá hon- um í Damaskus. Þá varð hann ástfanginn af enskri stúlku, sem hann sá. Kvöld eftir kvöld fór hann með bifreiðarstjóra sínum inn í þrönga götu i úthverfi borgarinnar, þar sem knæpur og gildaskálar stóðu hlið við hlið og grammófónhljómar gullu út á götuna og bergmál- uðu frá liúsi til húss. I einni þessari knæpu dansaði Ahx, á- samt nokkurum öðrum stúlk- um. Þegar hún var búin að dansa nokkura dansa, settist hún þreytuleg og leiðindafull á svip við horð gestanna og byrj- aði að drekka þar. Fauas drakk ekki. Hann sat i miðri ljósadýrðinni, horfði á skartklæddar konur, hlustaði á hvella tóna hljómsveitarinnar og beið með eftirvæntingu að dansmeyjarnar hirtust á liá- pallinum í ofbirtu ljóskastar- anna, er vörpuðu á þær marg- litum ljósum. Alix neitaði að setjast að borðinu hans. Það var ekki fyr en gildaskálaeigandinn sagði henni, að Bedúínapilturinn væri höfðingja ættar og sonarsonur mikils ráðandi fursta, að liún fékst til að setjast við horðið. Fauas var fámáll, enskan var bjöguð og nærvera hennar varð þess völd, að enskan, sem hann talaði, var bjagaðri en ella og framkoma hans öll óstyrkari. Alix leiddist, en liún þorði ekki að fara og setjast við annað borð. Hún kallaði á vinstúlkur sínar að borðinu, en Fauas sá aðeins hana eina. Eftir þetta var Alix stolt af því, að hafa getað áunnið sér hylli Bedúinans. En hún fékk ekki skilið, hversvegna liann æskti einskis annars en mega sitja eina stund á hverri nóttu i nærveru hennar á gildaskálan- um. Hann sagði henni frá hfinu á eyðimörkinni og hét henni að taka hana með sér á veiðar er voraði. „Eg ætla að gefa þér hest“, sagði hann. „Þú skalt fá þitt eigið tjald, með fögrum dúkum og þú skalt fá svert- ingjaþjón og veiðifálka. Viltu koma?“ Hún draup höfði til samþykkis, enda þótt hún vissi, að er voraði myndi hún verða komin óravegu burt frá Dama- skus, í aðra borg og í annan gildaskála. En æfintýraþráin seiddi liana. Þögul aðdáunin í augum Fauas dró hana á dularfullan hátt að sér. Hún gleymdi sér, gleymdi hverskonar hfi hún lifði. Sýr- land, þetta land, sem var eins og öll önnur lönd — varð í einni svipan að nýjum heimi fyrir hana, að heimi, þar sem hana í fyrsta sinn dreymdi um sannleik og tilgang í þessu lifi. Þegar hún sat við borðið hjá Fauas, horfði í glóð augna hans og lilustaði á það, sem hann sagði, urðu orðin að eyðimörk, að hilling- um, að úlfaldalestum, að fugl- um og vori og flökkulífi, þar sem Bedúínar riðu í flokkum á hálftömdum liestum og gistu í tjöldum. Æfintýraþráin barðist i brjósti liennar. Áður en hún vissi af var lijarta hennar helg- að Fauas — honum einum. Kvöld nokkurt skýrði liún Fauas frá því, að nú væri dans- flokkurinn á förum frá Dama- skus. „Við flytjum til borgar norður á ströndinni“, sagði hún. Fauas sagði: „Á ströndinni eru margar borgir og margar dans- meyjar.“ „Sérðu ekki eftir mér?“ spurði Alix. Hann leit á liana. „Hvað heit- ir borgin?“ spurði hann. Hún hristi höfuðið. „Þú veist það ekki“, hélt hann áfram, „og þú ætlar að láta teyma þig burtu eins og ambált og ætlar að dansa frammi fyrir öðrum karl- mönnum rétt eins og að sál þín sé sofnuð.“ „Sál mín dvelur ætíð hjá þér“, sagði hún brosandi — en þegar liún sá augnaráð lians hætti hún að brosa. „Þetta er sannleikur“, sagði hann, „eg hef vakið sál þína og hjarta þitt úr svefni og eg ætla að lialda þér kyrri.“ Hún mótmælti ekki og liún óttaðist ekki. Daginn eftir fór forstjóri dansflokksins á fund breska konsúlsins og tillcynti honum að livít dansmær ætlaði sér að rjúfa gerða samninga til að geta gifst átján ára gömlum Bedú- ínadreng. Þegar konsúllinn varð þess áskyna, að þetta var Fau- as sem hlut átti að máli, fanst honum málið vandast. Hann fór í eigin persónu til gistihúss- ins þar sem dansmeyjarnar bjuggu og bað um að mega tala við ungfrú Alix. „Þér eruð i liættu staddar,“ sagði hann, „eg skal gera það sem i mínu valdi stendur til að hjálpa yður.“ Hún skýrði honum frá því, að hún ætlaði sér ekki að dansa framar, og að hún hafi af frjálsum vilja og á eigin óbyrgð tekið ákvörð- unina um það, að vera kyrr hjá Fauas. „Þér þekkið ekki Bedúín- ana,“ sagði hann. „Þeir gera yð- ur óhamingjusama. Við getum elvki leyft að enskar stúlkur standi í slíku sambandi við þá innfæddu. Auk þess brjótið þér skuldbindingar yðar og samn- inga gagnvart forstjóra dans- flokksins.“ Alix varð bugsað til Fauas, og það eitt að minnast bans, gaf henni vonir um frelsi frá þvi lífi sem hún hafði til þessa lifað. Þessi sælukenda þrá var svo sterk að hún vóg gegn öllum ytri áhrifum. Alix lilustaði hvorki á hótanir né ráðlegging- ar, aðrar en sins eigin hjarta. „Hvað varðar yður um mig?“ spurði hún. „Af hverju skiftuð þér yður eklcert af mér þegar forstjóri dansflokksins kom mér fyrir í þessari saurlifnaðar- götu, enda þótt samningurinn liafi að eins verið bundinn við Norðurálfu? Hvers vegna látið þér það afskiftalaust, að maður skuh dreginn þvert gegn vilja sinum úr einu glæpamanna- hverfinu í annað, úr einni saur- lifnaðarknæpunni i aðra, Uns maður er orðinn að viljalausri og glataðri skepnu?“ „Hafi forstjórinn neytt yður hingað til Sýrlands þvert ofan i gerða samninga, mun eg Iáta senda yður aftur heim til Eng- lands,“ sagði konsúllinn. „Eg vil ekki fara aftur til Englands.“ „Hvað kemur til þess?“ „Eg vil vera frjáls minna ferða og gerða. Eg heimta að eg sé látin í friði.“ Mynd þessi er af hinni vellauðugu Mrs. Evalyn Walsh Mc Lean, eiganda hins fræga Hope demants, og dóttur hennar.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.