Vísir Sunnudagsblað - 14.04.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 14.04.1940, Blaðsíða 1
wmm 1940 Sunnudaginn 14. apríl 15. blaö DÆTTIR UR FERÐ UMHVERFIS HNÖTTINN ÖJ\IVLjjrl L I. íslenskur kinnhestur. I fyrsta skifti sem eg var sett- ur i tugthús, var í Algier i Af- ríku. Eg var þá á dönskum dalli, sem hét „Nordpolen", og hann átti að taka vörur i Algier. Eitt kvöldið fórum við nokkr- ir saman í Iand og skemtum okkur á knæpum, eins og við vorum vanir. 'Eg held að við böfum verið sjö. En svo var pað, er við röltum niður göt- una, áleiðis til hafnarinnar, að mig langaði til að eyða síðustu skildingunum, sem eg átti. Eg gat þess við strákana, að mig langaði i „einn litinn" og að við skildum fara inn á einhverja knæpuna. Þeir voru til i það. Við smeygðum okkur inn um dyrn- ar á næstu vinstofu og eg pant- aði koníak handa okkur öllum. Fjörið fór að vaxa. Það lifn- aði yfir okkur og það voru fleiri en eg, sem langaði til að létta af sér koparhlunkum, svo um- ferðirnar urðu eitthvað fleiri en upphaflega var ætlast til. Við borguðum hverja umferð við móttöku, og eg borgaði þá fyrstu. En þegar veitingamanninum, — sem var biksvartur djöfull, — sýndist við vera orðnir nógu druknir til að geta snuðað okk- ur, fór hann að kalla eftir greiðslu fyrir fyrsíu snöpsun- um í annað sinn. Hann hefir vist haldið að við værum búnir að gleyma þeim. En honum skjátlaðist i þetta sinn, því eg mundi mæta vel hvað eg hafði borgað og „brúk- aði kjaft" á hreinni sjómanna- íslensku. Veitingamanninum fanst það víst móðgandi, að eg skyldi tala á móðurmáh mínu og byrjaði samræðurnar með höndum og fótum, til frekari áherslu á það, sem hann var búinn að segja. SEKUR? Ólafur Guðnason er fæddur í Reykjavík 1. nóvember árið 1879. Hann byrjaði á siglingum um tví- tugsaldur; fór fyrst til Kaupmannahafnar og sigldi um þriggja ára skeið á dönskum skipum, aðallega um Eystrasalt og Norðursjó, en fór þó einnig suður til Miðjarðarhafslanda. Að þessum þrem árum liðnum, fluttist Ólafur til Þýskalands og sigldi þá um öll höf heims, til allra heimsálfa og fjöl- margra landa. Ólafur Guðnason var ellefu ár samfleytt í siglingum, án þess að koma til fslands. Rataði hann í óteljandi æfintýri víðsvegar um heim, og eru mörg þeirra býsna sbguleg og skemtileg. Árið 1911 kom Ólafur heim til fslands eftir ellefu ára fjarveru frá landi sínu og þjóð. Hann hefir ekki lagt fyrir sig siglingar eftir heimkomuna, en starfar nú hjá Olíuverslun fslands. Þorsteinn Jósepsson hefir fært eftirfarandi kafla í letur eftir frásögn Ólafs sjálfs. Segir Ólafur þar frá viðskiftum sínum og brösum við lögreglumenn ýmissa þjóða, og jafnframt frá kynnum sSn- um af húsaskjóli því, sem þessir menn hafa yfir að ráða — fangelsunum. Ólafur Guðnason. Þess á milli rumdi hann út úr sér endalausum vaðli á frönsku, svo froðan vall út úr báðum munnvikjunum. Loks ætlaði djöfsi að hrinda mér út úr dyrunum. En í stimp- ingunum, sem urðu við þetta, rak eg hendina óvart i glerhurð og mölbraut hana. Þetta var meira en veitinga- maðurinn þoldi. Hann hoppaði bandvitlaus eftir gólfinu og öskraði froðufellandi af reiði. Hann kom, til allrar bölvunar, auga á lögregluþjón, sem spíg- sporaði úti á gangstéttinni og kallaði á hann. Það tók ekki betra við, þegar lögregluþjónninn kom. Hann skildi okkur ekki og við ekki hann. En þegar okkur skildist, að við ættum að fara með hon- um, kom kurr upp í hópnum. Einn sjómaðurinn sagði við mig: „Gefðu honum bara vel á hann!" Mér fanst þetta vera besta snjallræði, sem eg hafði nokkuru sinni heyrt og fór að ráðum hans. Eg held að það hafi verið best úti látið íslenskt kjaftshögg, sem eg hefi" nokk- uru sinni gefið. Eg gaf það af þvilíkri einlægni, að þar varð ekki betur á kosið. Sá einkennisklæddi lá. Einn félagi okkar varð skelkaður, tók til fótanna alt hvað af tók og linti ekki á sprettinum fyr en hann komst um borð. Við hin- ir biðum átekta og vildum sjá hvort sláninn raknaði úr rotinu eða ekki. Og það gerði hann — það svin. Hann var ekki fyr búinn að opna augun, en hann tók flautu úr vasa sínum og blístr- aði, uns hann tútnaði allur af á- reynslu. Þrír stallbræður hans komu von bráðar á vettvang og tóku okkur fasta í nafni guðs og laga. Skipstjórinn var sóttur og yf- irheyrslan hófst. Eg bar það fyr- ir réttinum að eg einn væri sek- ur. Eg kærði mig sannast að segja ekkert um það, að öðrum væri eignað jafn dásamlegt kjaftshögg og það, sem eg veitti þeim einkennisklædda. Minna mátti það ekki vera, en að mér bæri heiðurinn af því einum. Skipstjórinn vildi kaupa mig út — en við það var ekki kom- andi. Mér var skipað að mæta fyrir rétti daginn eftir og þá voru tekin fingraför af mér eins og af glæpamanni, síðan mæld- ur og veginn, án þess þó að vera léttvægur fundinn á métskál- um synda og glæpa. Eg var dæmdur í 38 franka sekt og 8 daga fangelsi. Þetta var fyrsta tugthúsvistin mín. Þegar í fangelsið kom, var eg leiddur fyrir yfirfangavörðinn. En samtal okkar var ákaflega óuppbyggilegt fyrir báða aðila. Fyrst stömuðum við hvor fram- an í annan, hvor á sínu móður- máli, en þegar það dugði ekki, byrjuðum við að pata og benda, — en alt kom fyrir ekki. Við vorum jafn ófróðir eftir sem áður.. Þá var sóttur túlkur. Það var

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.