Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 14.04.1940, Qupperneq 2

Vísir Sunnudagsblað - 14.04.1940, Qupperneq 2
2 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ tugthúslímur frá Ástralíu, sem kunni Norðurlandamál. Þegar hann var búinn að túlka það milli fangavarðarins og mín, sem fangavörðinn langaði til að vita, byrjuðum við að tala okkar á milb. Ástralski tugthúslimurinn sagði mér meðal annars, að hann ætlaði að gefa mcr ýmis- konar dót, sem hann gat losað sig við, en gæti komið mér að góðu haldi. Vandinn var aðeins sá, að hann var i annari deild og liár múrveggur skildi okkur að. Sagði hann mér, að daginn eftir skyldi eg standa á ákveðn- um tíma í ákveðnu horni á fang- elsisgarðinum. Þar átti eg að grípa það, sem hann fleygði yf- ir garðinn. Enginn mátti sjá til okkar. Á álcveðnum tima daginn eft- ir stóð eg í tilskildu horni á garðinum og beið þess að fá sendingu af hímnum ofan. Og alt í einu flaug sardínudós yfir vegginn, þar á eflir vindlinga- pakki og eitthvað fleira smáveg- is. Sem betur fór sáu fanga- verðirnir ekki til okkar, því sennilega hefði það lengt vistar- veruna — en það kærðum við okkur ekki um. Vinna mín á þessum blessaða „letigarði“ var fólgin í því, að búa til eldspítustokka úr pappa. Voru flestir, sem eg sá, látnir vinna að því sama og var eg þeim til aðstoðar. Eg fékk vindlinga í kaup, og það þótti mér gott. Að átta dögum liðnum var mér slept. Eg fór til skipamiðl- arans til að leita upplýsinga um skipið mitt, en það var þá far- ið. Hafði kaupið mitt og fatn- aður verið skilið eftir hjá miðl- aranum, en hann útvegaði mér far með dönsku skipi, „Kale- donia“ að nafni. Með henni sigldi eg til Danmerkur. Hamborg um nótt. II. Trúrækni. Naísta skifti, sem eg komst í kynni við lögregluna, var í Finnlandi. Eg var þá á þýsku skipi, sem gert var út frá Flens- borg — en skipið hét Júnó. Við fórum til Helsingfors í þeim er- indum, að sækja timbur. En það, sem mér þótti kynlegast, var, að kvenfólk starfaði mest- megnis við útskipun á timbrinu. Eitt kvöldið, er við vorum að litast um í bænum, og fórum sitt i hvora áttina, náðu tveir strákanna í stelpur og lögðu með þær út í skip til sín. En þar í landi mátti kvenfólk ekki fara út í slcip að kvöldi eða nóttu til. Einhvernveginn gátu strák- arnir samt smyglað stelpunum í gegn, en þegar hópurinn kom niður á bryggjuna á móts við skipið okkar, voru þar fyrir skipverjar af öðru sltipi, sem endilega vildu ná stelpunum til sín. Létu stelpurnar tilleiðast, skildu við hina tvo og fóru með þessum hóp yfir i skipið. Undu strákarnir illa hag sín- um; þeir komu til mín og báðu mig ásjár, þar sem þeir vissu að eg kunni sænsku og gat því talað við stelpurnar. Eg varð við beiðni þeirra, fór út í hitt skipið og náði tali af stelpunum. Eg talaði við þær á sænsku og sagði þeim að það væri mildu skemtilegra í okkar skipi en þarna, og að þær skyklu bara koma með mér. Þær gerðu þelta, en skipverj- unum fanst þeir hafa verið snuðaðir um óviðjafnanlegt dýrmæti, urðu vondir og höfðu í hótunum. Eg skifti því engu, en vapp- aði með báðar gæsirnar út í mitt skip, og var all hreykinn yfir veiðinni. Strákarnir á hinu skipinu, sem tútnuðu út af öfund, kærðu okkur fyrir lögreglunni og kváðu okkur geyma tvær kven- sniftir í skipinu. Innan stundar lcomu tveir lögregluþjónar hlaupandi niður bryggjuna, út í skip til okkar og spurðu hvort við hefðum kvenfólk í skipinu. „Ekkert kvenfólk.“ „Það er ekki satt“, sögðu jjeir. Þeir kváðust hafa næg vitni og nægar sannanir fyrir því, að við geymdum þar einhversstaðar tvær næturmeyjar, og þeir kröfðust að fá þær framseldar. Okkur var ekki unt að fram- selja fólk, sem ekki var í sldp- inu lijá okkur, og sennilega hefðu einhverjir gárungar verið að gabba lögregluna að gamni sínu — eða þá að þeir hefðu séð drauga. En lögreglumennirnir vildu ekki sætta sig við þessi málalok og ruddust inn til að leita að stúlkunum. Þessu höfðum við raunar búist við, en ætluðum að gera livað við gætum til að tefja för þeirra. Það var breitt í skyndi ofan á stelpurnar uppi i einu rúminu, og á meðan ein- hverjir strákanna steyttu görn framan í lögregluþjónana úti á þilfari, kallaði eg mér upp í rúm- ið — ofan á stelpurnar — og las fjálgur á svip — i heljarstórri biblíu, sem til var i skipinu. Lögreglumennirnir leituðu liátt og lágt í ldefum okkar skipsmannanna. Þeir leituðu inni í fataskápum, undir rúm- unum, bak við hurðir, inni á salerninu — en fundu ekki neitt. Það var svo sem auðvitað, að Iögregluþjónarnir höfðu verið gabbaðir — og það meira að segja á mjög svívirðilegan hátt. Strákamir brostu illlcvitnislegu meðaumkunarbrosi til þeirra — nema eg —; eg lá guðhrædd- ur uppi i rúmi og las í heilagri ritningu mér til eilíflegrar sálu- hjálpar. Lögregluþjónarnir fóru út — auðsjáanlega i þeim tilgangi, að taka duglega í lurginn á bölvuð- um lygurunum hinum megin við bryggjuna. En þegar þeir voru nýslopnir út úr dyrunum, var einn strákurinn svo bráðlát- ur að kalla „Amanda! Am- anda!“ en því nafni hét önnur stelpan. Lögregluþjónarnir voru ekki komnir lengra en það, að þeir heyrðu þetta, snéru aftur inn til okkar og spurðu hvers vegna við kölluðum Amanda. Það væri

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.