Vísir Sunnudagsblað - 14.04.1940, Síða 3

Vísir Sunnudagsblað - 14.04.1940, Síða 3
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 Höfnin i Kaupmannahöfn. jú kvenmannsnafn og þetta væri alt mjög svo grunsamlegt. Eg lnafði verið svo ógæfu- samur, að henda frá mér ritn- ingunni, þegar lögregluþjón- arnir fóru út í fyrra skiftið, full- viss um það, að þeir kæmu ekki aftur. I einhverju óðagoti fórn- aði eg höndum, gaut augunum ámátlega upp í klefaloftið og tók að kalla „Amanda! Am- anda!“ Lögregluþjónarnir spurðu hverju þetta sætti, hvort mað- urinn væri geggjaður eða hvað þessar tiltektir æt'tu að þýða. Einn Þjóðverjanna svaraði, að þetta væri trúrækinn Islenu- ingur, sem stundaði bænaliald og biblíulestur í fristundum sín- um — en á íslensku máli þýddi Amanda sama og guð. Lög- regluþjónunum var litið á skipsbibliuna, fyltust lotningu fyrir trúrækni Islendingsins og vildu eklci trufla hann meira. Þeir fóru út og komu aldrei i mína augsýn framar. III. I „Sænsku mömmu“. Þriðju kynni mín af lögregl- unni voru enn styttri en þau í Helsingfors. Eg var þá staddur i Hollandi, á kaffihúsi þvi, sem Norðurlandasjómenn sóttu mikið og kölluðu „Sænsku mömmu“. Þarna inni í henni „Sænsku mömmu“ barst það í tal, að eg væri íslendingur, og danskur lialanegrasonur dirfðist að segja að íslendingar væru skrælingja- kyns og andleg sem likamleg gerpi. Þetta gat eg ekki gert mér að góðu. Eg tók eitthvað ómjúk- um höndum á dónanum, leiddi hann fram gólfið og ætlaði að henda honnm út um dyrnar og niður á götu. En í dyrunum lirasaði eg sjálfur og valt í faðmlögum við dónann niður há steinþrep og niður á gangstétt- ina. Það voru andstyggileg faðm- lög — en liitt var þó hálfu verra, að við ultum beint fyrir fram- an hífurnar á lögregluþjóni. — Það er einkennilegt, hvað sú manntegund þarf altaf að rápa þar sem maður sist vill hafa hana. Lögregluþjónninn spurði byrstur hvern skrattann við værum að gera. En við vorum ekkert að gera, það gat hann séð sjálfur. Okkur var bara dimt fyrir augum, þegar við ætluðum út úr knæpunni og ultum í ógáti niður. Þjónn réttlætisins lét sér þessa skýringu nægja og fór. En við hinir somdum innbyrðis frið og urðum vinir upp frá því. Sá danski gætti þess, að tala altaf vel um Island og íbúa þess upp frá því. IV. Þegar silkihatturinn skemdist. Mörgum árum seinna var eg staddur i Hamborg, og af því að eg dvaldi þar nokkurn tíma, þurfti eg auðvitað að ganga á milli knæpanna og skemta mér, eftir þvi sem föng voru á. Og í Hamborg voru möguleikarnir miklir til að skemta sér — næst- um á livaða hátt sem maður óskaði eftir. Eg get ekki beinlínis sagt, að eg hafi altaf verið á dýrustu og glæsilegustu skemtihöllun- um, en þar með er enganveginn sagt, að eg hafi ekki skemt mér eins vel. Það er hægt að drekka sig fullan fyrir lítinn aur, og líka hægt að elska konur fyrir smáskilding. En á dýru skemti- höllunum kostar þetta hvort- tveggja stórfé. Það var sérstaklega ein knæpa — Kills-kjallari svo kall- aður — sem við sjómennirnir sóttum nokkuð mikið, ekki fyr- ir það, hvað liún liafði á sér gott orð, heldur miklu fremur fyrir það gagnstæða. Þar voru har- dagar og handalögmál á hverri nóttu, og fyrir þá, sem reyna vildu afl sitt, var eins gott að sækja Killskjallarann að stað- aldri eins og að ganga íboxklúbb eða glímufélag. Það var eitl kvöld, að eg fór ásamt tveimur Þjóðverjum í Killskjallara. Við vorum við öllu búnir og höfðum augun lijá okkur — því það var vissara. Innan lítillar stundar vorum við samt komnir i hardaga upp á líf og dauða. Líklega hefir hann þó verið meira „upp á líf“, því að enginn okkar dó. En einn harður silkihattur fór þarna fvrir lítið fé og var mér kent um það. Eigandinn kallaði á lögregluþjón og hélt því fram við hann, að eg hefði barið koll- inn á honum niður. Hann vildi fá skaðabætur fyrir þenna hatt- kúf, en eg vildi ekki borga. — Bæði eg, og eins félagar mín- ir, héldum því fast fram, að róninn hefði mist hattinn á gólf- ið í stimpingunum og svo hefði hara einhver óþekt sála stigið ofan á hann. Eg efast um, að við liöfum sagt þetta samkvæmt hetri vit- und — en svo mikið er víst, að við sögðum þetta samt, og að við fengum lögregluþjóninn til að trúa því. En eg slapp ekki að svo búnu. Lögregluþjónninn vildi fá að sjá „pappírana" Iijá mér, en í sannleika sagt, þá átti eg enga, — og það þýddi, að mér yrði skotið út fyrir landamærin eft- ir tilhlýðilega langa inniveru í tugthúsi. Hjartað í mér hoppaði i- skyggilega langt niður á við og byrjaði að slá i ákafa, eins og kirkjuklukkur á undan messu- gjörð „Þeir eru heima, þar sem eg bý.“ „Þá fylgi eg yður heim.“ „Hver andskotinn!“ hugsaði eg með sjálfum mér. En það þýddi ekki að deila við dóm- arann, og við lögðum af slað. Eg hjó í fimmlyftu húsi, skuggalegu, með mjóum stiga upp á loftið. Þegar við komum að dvrun- um, opnaði eg hnrðina og bauð lögregluþjóninum inn. Viljið þér gjöra svo vel að lýsa á undan yður með ljósker- inu yðar, því það er ekki hægt að kveikja á ganginum. „Á hvaða liæð búið þér?“ „Efstu hæð. Eg bjó reyndar á annari, en mér fanst lögreglu- þjóninum ekki lítast á blikuna, þegar hann kom inn í myrkan ganginn og eg vildi grípa í þetta eina hálms.trá, sem bauðst. Og hálmstráið hélt. Lögreglu- þjónninn sagðist trúa mér, bauð mér góða nótt og fór. Eg svaf ágætlega um nóttina, en eg fór að hugsa um það seinna, að þarna hefði hurð skollið nærri hælum, og mér fanst það óneitanlega fjandi hart, að þurfa vegabréf eða sjó- mannsskírteini, til að berja nið- ur kollinn á einum skitnum silkihatti. V. — Og drakk mig fullan á ný. Það var um svipað leyti og eg komst i kynni við svarta silkihattinn í Hamborg, að eg brá mér, svona rétt til skemtun- ar, norður til Kaupmannahafn- ar, því mig langaði til að fá ein- liverjar fregnir að heiman. Þegar eg kom til Hafnar lá eimskipið „Sterling“ þar i höfn og var þá nýbúið að kaupa hann hingað til lands. Eg fór um borð í skipið, daginn eftir að eg kom til borgarinnar. Þar hitti eg gamlan kunningja minn, sem var háseti á skipinu, og sagði hann margt tíðinda að heiman, sem eg ekki vissi. Það, sem mér þótti mestum tíðindum sæta var það, að móð- ir mín var dáin. Eg gekk hryggur i land, og gamlar endurminningar um bernsku mína i móðurkjöltu bárust óðfluga fram í huga minn, tóku á sig myndir, fagr- ar, glæstar, yndislegar, — svo að tár komu fram í augun á mér og hrundu niður kinnarn- ar. Það sannaðist á mér sem svo mörgum öðrum, að enginn veií hvað átt hefir fyrr en mist hef- ir. — Mér fanst sorg mín vera svo átakanleg, svo óbærileg, að eg vildi alt til vinna til að gleyma henni. Og einasta ráðið var vita- skuld sú, að fá sér duglega neð- an í því. Eg lceypti brennivin og dakk — drakk — drakk. Eg drakk til að gleyma.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.