Vísir Sunnudagsblað - 14.04.1940, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 14.04.1940, Blaðsíða 4
4 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ Og svo gleymdi eg bæði stað og stund, gleymdi sjálfum mér, gleymdi tilverunni og gleymdi mömmu. Eg dó. Eg fann sjálfan mig kl. 3 um nóttina skjálfandi, veikan og kengfullan. Þá sat eg í opnum járnbrautarvagni niður á ís- landsplássi við Nýhöfnina. Eg fór að reýna að rifja upp fyrir mér hvað skeð hafði um kvöld- ið og nóttina, en eg mundi ekki neitt. En á meðan eg var að glíma við mitt eigið minni, kom lögregluþjónn spígsporandi til mín og spurði livað eg væri að aðhafast. Eg aðhafðist ekki neitt. Hann sagði, að það væri bannað að sitja þarna. Það hefði hann átt að segja mér áður. Hann spurði hvað eg væri með í höndunum. „Bara prik“, svaraði eg. „Það er bannað að ganga með prik með blýhnúð á endanum.“ „Það gastu líka sagt mér fyr.“ Lögregluþjónninn sagði, að þetta væru lög, og mönnum bæri skylda til að hegða sér samkvæmt þeim. Eg var á fáum árum búinn að sigla um öll höf heims og til ótal margra landa; en hefði eg átt að kynna mér til hlýtar lög allra þessara landa áður, þá sæti eg ábyggilega enn við lestr- arborðið og væri ekki farinn að hreyfa mig neitt. Eg vissi eða þóttist að minsta kosti vita, að manndráp, rán og þjófnaður væri hvarvetna bannað, en hitt fanst mér hreinasta ósvífni, að banna mér að sofa i galtómum járnbrautarvagni, svo eg tali nú ekki um prikið. Eg hélt það væri öllum frjálst, að ganga við staf, hvar i veröldinni sem væri. Lögregluþjónninn skipaði mér að afhenda sér stafinn. „Aldrei að eilífu“, sagði eg. „Þetta er danskur stafur, keypt- ur í Danmörku og sé bannað að ganga við hann, eruð þið Dan- ir svindlarar og svikarar, bófar og illmenni, því það er ykkar sjálfra sök, að eg geng við þetta stafprik." Lögregluþjónninn hætti að minnast á prikið, en sagði mér að fylgja sér. Við fórum á lögreglustöðina og þar var eg „settur inn“ til morguns. Daginn eftir fór réttarrann- sókn fram. Mér fanst eg vera ákaflega saklaus — svo saklaus, að mér fanst eg ekki hafa í annan tíma saklausari verið. Eg spurði hvað eg liefði aðhafst, sem eg ekki mátti gera. „Drukkið yður fullan.“ Það var alt og sumt, en fyrir það fékk eg tuttugu króna sekt — og það fanst mér dýrt í þá daga. Eg sagði dómaranum, að eg ætti peninga í Hamborg, og ef hann vildi borga undir sím- skeyti þangað, skyldi eg greiða sektina þegar peningarnir kæmu, annars borgaði eg ekki grænan eyri. Danirnir vildu ekki hætta á jafn mikið áhættufyrirtæki sem það, að sima til Hamborgar eft- ir peningum. I þess stað átti eg að sitja af mér sektina og það var tveggja daga fangelsisvist. Eg átti reyndar nóga peninga í Danmörku — þeir voru geymdir hjá islenskri konu í Adelgade — en eg hafði ekkert þarfara að gera, en að sitja inni i tugthúsi í tvo daga. Og fyrir þessar tuttugu krónur gat eg ó- teljandi sinnum farið á fylliri, þegar eg kæmi út aftur. En þá ætlaði eg hvorki að ganga við staf né sofa í járnbrautarvagni og síst af öllu að viðhafa ljót orð um Dani í áheyrn lögreglu- þjónanna. Mér leið ágætlega í tugthús- inu. Það var hreint og fágað og hin ágætasta regla á öllu. Fang- arnir verða sjálfir að gera hreint i sínum ldefum og fá þeir til þess vatn í fötu og klút. Um miðjan daginn er manni hleypt út nokkura stund. Er öllum hleypt út samtímis, en sú regla gildir, að þegar fanginn er kom- inn út á ganginn, verður hann að stilla sér upp fyrir framan klefadyrnar og hprfa á þær, uns fangarnir sem innar eru á gang- inum, eru komnir til móts við hann. Þá fer hann inn í röðina. Þetta er gert til þess að fang- arnir sjái ekki framan i hvorn annan. Maður verður altaf að horfa i hnakkann hvor á öðr- um — líklega er það gert til þess, að tugthúslimirnir myndi ekki með sér bræðralag, þegar þeir koma út aftur. Tíminn minn í tugthúsinu var styttur niður i hálfan ann an dag, og fangavörðurinn var mér ákaflega góður. Þegar eg fór, gaf hann mér baunir og kjöt í aukamáltíð. Hann sagðist ekki vilja láta mig fara soltinn frá sér, því hann var sannfærð- ur um, að eg ætti ekki grænan eyrir til. Eg fór beina leið heim til ís- lensku konunnar í Adelgade, sótti peningana — og drakk mig fullan á ný. VI. Sýning á rúmfötum. Eg hafði ráðist á norskan dall frá Narvik og sigldi á hon- um eina ferð þangað — en af einhverjum ástæðum likaði mér ekki á skipinu og fór eg af því í Rotterdam. Þá vildi svo til, að sjóferða- bókin mín var alveg fylt orðin og eg þurfti að fá mér nýja. Eg hafði í hyggju að ráða mig á þýskt skip, en til þess þurfti eg vottorð frá ræðis- manni Dana, um að eg væri laus við lierþjónustu í Dan- mörku. Þetta vottorð ætlaði eg að fá hjá ræðismanninum danska í Rotterdam. En hann var ekki alveg á þvi, að láta mig fá vottorðið, dóninn sá arna. Hann sagði, að íslendingar kæmu sér ekkert við, og kvaðst ekkert þurfa né vilja fyrir þá gera. Eg varð svo reiður, að mig langaði mest til að senda þenna fitukepp svo langt niður i jörð- ina, að hann kæmist aldrei upp á yfirborð hennar framar. En svo datt inér í hug, að ef hann yrði gerður að kyndara niður i Iielviti og ef eg lenti seinna meir í sömu deild og hann, að þá myndi hann kynda óþægi- lega undir mér í hefndarskyni. Þess vegna hætti eg við ásetn- ing minn. Eg var í standandi vandræð- um. Eg reikaði eirðarlaus um göturnar, snauður og slippur, því að aurarnir, sem eg átti, voru allir þrotnir, og eg hafði djöfullegar áhyggjur af þvi, að lögreglan myndi „nappa“ mig og senda mig heim til Islands á landsins kostnað. Þá smán vildi eg ekki láta viðgangast. Það eina, sem hélt í mér líf- inu, var stúlkukind, sem eg þekti frá fornu fari í Rotter- dam. Eg hafði einhverntíma hjálpað henni úr klóm fylli- rafta að næturlagi og upp frá því liélst kunningsskapur okk- ar á milli. Eg heimsótti hana i hvert skifti sem eg kom til Rotterdam — og núna, þegar eg var auralaus og allslaus, gaf liún mér að borða og lánaði mér rúm. Það var var gott rúm og kostaði eklci neitt. Þannig liðu dagar — og heil- ar vikur. Hver dagurinn var öðrum líkur — eg át og svaf, át aftur og lét mér leiðast. Svo bar það við einn sólar- fagran sunnudag, að eg gekk einn míns liðs upp i útjaðra borgarinnar mér til andlegrar uppljdtingar og líkamlegs heilsubætis. Þarna í úthverfunum voru gömul hús og þröngar götur. Eitt húsanna snéri gafh að göt- unni, þvert gegn reglunni, og voru dyr þess á gaflinum. Fyrir framan húsið stóð vel klædd og myndarleg stúlka, sem bauð af sér góðan þokka. Hún gaf sig á tal við mig og féll vel á með okkur. Þegar eg ætlaði at$ kveðja hana, spurði hún mig, hvort eg vildi ekki koma með sér inn og sjá hvar hún byggi. Hún sagði, að það kostaði ekki nema tvö gyllini. Eg maldaði í móinn, en hún sótti þeim mun fastar á, svo eg lét tilleiðast að fara upp á loft með henni og skoða herbergið, sem hún bjó í. Þegar eg ætlaði að fara, heimtaði hún gyllinin tvö fyrir sýninguna á herberginu, en mér fanst hún ekki þess virði að greiða svo mikið sem eyris virði fyrir þetta og harðneitaði að borga. Kvenmaðurinn sagði, að eg yrði að borga, hvort sem eg vildi eða ekki. Mér fanst það fjandi hart að borga kvenfólki peninga fyrir sýningu á rúmfötunum einum, og þvertók í annað sinn fyrir öll fjárútlát. Hún sagðist kalla á fylgi- mann sinn, „pojer“, ef eg borg- aði sér ekki umsamið gjald á stundinni. „Eg borga yður aldrei“, öskr- aði eg fokvondur. Eg átti held- ur ekki grænan eyri til, hvað feginn sem eg hefði viljað. Kvensniftin gaf frá sér hljóð, og í sama vetfangi opnuðust dyr rétt hjá stiganum. Út kom ung- ur maður, föngulegur, en inni i herberginu á bak við hann sá eg hóp manna sitja við spil og vín. Nú voru góð ráð dýr. Mér varð fyrst á að grípa niður í vasana og leita eftir hnúajárni, sem eg bar að öllum jafnaði á mér. En leitin var árangurslaus. Eg liafði gleymt hnúajáminu heima. Aðstaða min var óskemtileg. Við stigagatið stóð þessi ungi, þreklegi maður albúinn til á- rásar, en félagar hans voru á leiðinni honum til aðstoðar. Eg var einn á móti margföldu of- urefli, og aðstaða mín versnaði þvi lengur sem leið. Eg tók eldsnögt viðbragð, hentist af öllum minum þunga á manninn, sem stóð við stiga- gatið, steypti okkur báðum á höfuðið niður stigann, og af einhverri slembilukku lenti eg ofan á honum. Maðurinn rak upp öskur, en mér fanst hann eiga það skilið og til þess að ítreka álit mitt enn frekar, gaf eg honum svo rækilegt kjaftshögg, að hann þagnaði á stundinni og eg hent-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.