Vísir Sunnudagsblað - 14.04.1940, Page 7

Vísir Sunnudagsblað - 14.04.1940, Page 7
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 því að vér finnum, að guðs andi býr þar, að guðs andi leiddi þá, sem unnu þetta dáSamlega verk, að 'ita þessa undursamlegustu bók, sem veröldinni liefir gefist. Sönnun þess, að guðs andi var þar að verki á sérstakan hátt er meðal annars fólgin í því, að ef bókin hefði enga sérstaka yfir- burði, mundu mennirnir vafa- laust gefa út jafngóða bók á þessari miklu, þroska-, lær- dóms- og bókmenntaöld. En þeir gera það ekki. Kristin kirkja er til orðin, lif- ir og starfar í þeirri trú, að mannkyninu sé i Jesú Kristi gefin hin æðsta opinberun guðs. Þessi opinberun er fólgin í öllu, sem hann var og gjörði og er þarinig á engan hátt bundin við kenningu hans eina. Þessi opin- berun Guðs i Kristi er svo skýr, að mannshugurinn kunni ekki að gera greinarmuninn á hon- um og föðurnum — og kallaði hann þvi Guð — og son hins lifanda guðs. , Þegar vér, bræður minir, stöndum gagnvart honum, hans dýrðlegu persónu, Drottni vorum og meistara, þá getum vér ekki gert þá kröfu, að vér skiljum hann til lilítar. Heilag- leik hans, fegurð lians, kærleika lians gripur hugur' vor og skiln- ingur ekki. Nei — það er engin vansæmd að játa, að ýmislegt i sambandi við lif lians og veru hans er svo leyndardómsfult, að vér getum ekki fullyrt, að skiln- ingur vor sé réttur að öllu leyti, en annarra manna gjörsamlega rangur. Það skiflir sjálfsagt elcki miklu máli, þó að skilning- ur vor sé takmarkaður og þeklc- ing vor á leyndardómunum í sambandi við komu lians í heim- innoglíf hanshér á jörðu að ein- hverju leyti í molum. Aðalatrið- ið er vafalaust það, að vér get- um heillast af honum, þráð að vera í návist hans, þráð að sitja við fætur hans og hlusta, að í sál vorri geti vaknað heit og ein- læg löngun eftir þvi að fylgja honum, líkjast honum i hugs- unum, orðum og verkum, að vér eigum hugarfar hins sanna læri- sveins, sem vill læra af honum veg lífsins — læra af honum breytnina við aðra menn, hóg- værðina og lítillætið, að vér get- um lært af honum að þjóna mönnunum í samúð og kær- leika. í ástinni til lians og hugsjóna hans öðlumst vér hans hugarfar og verðum sterkir i þvi hlut- verki, sem hann hefir kallað oss til að vinna. Án lians getum vér alls ekkert gjört. Ef hann er oss eitt og alt, og vor dýpsta þrá og öll vor viðleitni fer i þá átt aðþjónaguði og mönnum i lians anda, þá liygg eg, að oss verði ekki stefnt fyrir áfellisdóm, þótt vér kunnum að hugsa á ýmsan veg og ekki allir nákvæmlega eins um það, með hverjum hætti hann kom í heiminn, hvort hann var borinn í þennan heim sem aðrir menn eða fyrir yfirnáttúr- lega fæðing, livenær í lifi sínu hann hlaut Messíasartign eða á hvern liátt hann friðþægði fyrir syndir mannanna og varð frels- ari þeirra. Eg veit, að það eru til menn, er leggja svo mikið upp úr sér- stökum skilningi á öllum þess- um atriðum, að þeir telja þau aðalatriðin, já, einhver stærstu sáluhjálparatriðin. Sýknt og heilagt spyrja þeir um afstöðu einstaklingsins til vissra kenni- setninga, og ef þeim fellur ekki sú afstaða, þá hika þeir ekki við að dæma af bróður sínum krist- ið nafn. Guð forði íslenskukirkj- unni og íslensku prestastéttinni frá að setja sig í það dómara- sæti. „Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir.“ Leiðin til guðs er sú að lifa lífinu í samræmi við vilja guðs. Til þess þarf einstaklingurinn að komast inn á brautir dyggð- anna, sjá sína eigin sekt og ó- fullkomleika og vekja sinn eigin vilja til þess að keppa að því, sem í eðli sinu er fagurt og gott. Til þess þarf oft mikla sjálfs- afneitun og sjálfsaga — til þess þarf að ganga í gegnum hreins- unareld margra erfiðleika. En þar er leiðin. Sjálfur verður maðurinn að þvo af sér mis- gerðir sínar með iðrun og yfir- bót. Aðrir geta ekld gert það nema að því leyti, sem þeir geta veitt leiðbeiningu og hjálp. Yér komumst ekki hjá því að taka afleiðingunum af lifi voru. Hið eilífa lögmál, „að eins og þú sá- ir, uppsker þú“, getur aldrei haggast. Þjónustan fyrir mennina er þ jónusta við guð — og „án verlc- anna er trúin dauð“. Það mun sannast, að aldrei verður liægt að byggja upp nýjan lieim á jörðu, án þess að guðstrúin birt- ist í fögi’u og fórnríku endur- reisnarstarfi meðal þjóða og einstaklinga. Og framtíð kirkju íslands og kirkju Krists hvar- velna um heiminn er komin undir þvi, að þar gangi fram öt- ulir starfsmenn, heilir, sannir menn, sem fyrst og fremst vilja vera lærisveinar Jesú Krists og láta trú sína birtast i verkum í lians anda. Eg hefi orðið þess var, að mönnum er oft tamara að spyrja um annað en þetta, þegar rætt er um prestinn. Marg- ir spyrja fyrst um afstöðu hans til trúarsetninganna, síðar um mannkosti hans, lijartalag, góð- vild hans og starf hans. Er liann ný-guðfræðingur? Er hann spiritisti? Er liann guðspeking- ur? Ný-guðfræðin átli vissulega sitt hlutverk að vinna liér i þessu landi. Eg skal fyllilega viður- kenna, að hún var of köld og talaði ekki til hjartans eins og æskilegt hefði verið. En liún hreinsaði loftið. Hún kom með nýja þekkingu, nýjan skilning á ýmsum viðfangsefnum guð- fræðilegra vísinda, sem mikil- vægt var að fá. Hún kom í veg fyrir, að ýmsir hleypidómar yrðu áfram fylgjur kynslóð- anna.. Hún kendi mönnum að hugsa frjálsar og beina skyn- semi og gagnrýni, þar sem nauð- syn krefur. En hún bar ekki í sér hinn innri eld, ekki þann neista, sem vekur ást til með- bræðranna og þá fórnarlund, sem er fús til þess að leggja lífið í sölurnar fyrir guðsríkið. 1 hana vantaði liina heilögu glóð — þann eld, sem lætur hjörtun brenna. Spiritismi (andahyggja) og theosofi (guðspeki) hafa verið hlutfallslega áhrifarikari i landi voru en i flestum, ef ekki öllum vestrænum löndum. Þjóðin er dullmeigð og fékk fljótt áhuga á að kynnast þvi, livað hér væri á ferðinni. Spíritisminn hefir komið mörgum til hjálpar i hinni andlegu leit. Hann hefir veitt huggun og djörfung ótal mörgum syrgjandi og sorg- mæddum sálum. Hann hefir sannfært marga meðal vor um, að látnir lifa, að lífið heldur á- frarn og að endurfundir eru framundan. Hann hefir vakið marga af svefni efnisliyggjunn- ar og breytt öllu viðhorfi lifsins í augum þeirra, gefið þeim nýja veröld. Eg á spíritismanum mikið að þakka. Það er mikill munur á þvi, livort liann birist á æðsta og göfugasta stigi eða í hinum ófullkomnustu og lægstu til- raunum, sem oft hafa í för með sér blekkingar, sjálfráðar eða ósjálfráðar. En spiritisminn á ekki að vera trúarbrögð. Hann á að vera vísindaleg rannsókn á því, sem oss mætir i dauðanUm og eftir dauðann. Tel eg, að slík- ar rannsóknir á sálarlífi manna eigi fyllsta rétt á sér í höndum réttra manna, og að kirkjan eigi að fagna sérhverjum sigri, sem unninn er og leiðir mannltynið nær hinum eilífa sannleika. Að þvi leyti má segja hið sama um guðspekina, að hún hefir hér á landi átt mikinn þátt í því að leiða menn frá efnishyggju til þess, sem andlegt er. Að sjálf- sögðu er rétt fyrir presta að fylgjast vandlega með þessum stefnum — prófa alt — og halda því, sem gott er. Fjandskapur við leit manna og hið nýja, sem vaknar í brjóstum þeirra, er al- gerlega þýðingarlaus. Umburð- arlyndi við trúarskoðanir manna, hvort heldur horft er til vinstri eða hægri, er ekki last- vert. En hitt er mjög áríðandi, að kirkjan sé á verði og láti ekki leiðast óhugsað af hverjum kenningarvindi. Hún verður að segja mönnum til vegar og leiða þá til sannleikans gegnum alla margbreytni hugsana og mis- munandi sjónarmið og lífsskoð- anir, sem á leiðinni blasa við. — Og sé presturinn í innra sam- bandi og samfélagi við Jesúm Krist, þá er liann aldrei i vafa um afstöðu sína til hinna mis- munandi skoðana — þá á liann í sál sinni leiðarljós, sem aldrei bregst. Dómsýki og dómgirni fer kristnum mönnum illa. Sumurn heittrúarmönnum hættir til þess i áliuga sínum og sannfær- ingarkrafti að fella þunga dóma. Þó er þetta ekki altaf svo. Sum heittrúarfélög, sem kunna að hafa yfir sér nokkurn sér- trúarblæ, geta verið laus við þessa dómsýki. Eigum vér t. d. eina stofnun hér á landi —- sem raunar telur sig til þjóðkirkj- unnar, þótt hún starfi sjálfstætt — sem mér finst vera óvenju laus við dómgirnina. En það er Hjálpræðisherinn. Það er glögt einkenni á blaði þvi, er hann heldur úti, hve gersamlega er fyrir það brent, að það sé með áreitni og illindi í garð annara eða dómsorð. Hjálpræðisherinn vinnur jákvætt starf, sem vafa- laust hefir orðið mörgum til góðs, og vill vinna í samræmi við kirkjuna og í samúð til henn- ar starfs, þótt trúarskoðanir séu að einhverju leyti ólíkar, eða svo hefir þetta komið mér fyrir sjónir. KNATTSPYRNA 1 JAPAN. Það er tahð, að knattspyrna liafi fyr þekst í Austurlöndum en í Norðurálfu, og að hún hafi flutst frá Kína til Japan um miðja 7. öld Þar varð hún mjög vinsæl íþrótt, einnig meðal há- skóla, og sagt var að Toba II. Japanskeisari hafi stofnað knattspyrnufélag við hirðina og verið sjálfur meðal leikenda. En ekki var leikið í íþróttabún- ingum í þá daga, heldur í skó- síðum og þar eftir víðum hirð- sloppum.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.