Vísir Sunnudagsblað - 14.04.1940, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 14.04.1940, Blaðsíða 8
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ Kontrakt-Bridge JEftir fra Kristínu Norðmann f Ás-10-8-2 Slemsagnir. Þegar ráðið verðnr af sögn- um tveggja samspilara, að þeir hafi samtals um 7 háslagi eða þar yfir, er venjulega um slem að ræða í spilunum. Vinningur fyrir að segja 6 í lit eða grandi (hálfslem) er 500 utan hættu en 750 i hættu. Vinningur fyrir að segja 7 í lit eða grandi (alslem) er 1000 utan hættu en 1500 í hættu. Er því til mikils að vinna og reyna allir góðir spilamenn að notfæra sér slíkar slemsagn- ir, ef þeir álita fært að vinna þær. En hins ber einnig að gæta, að talsverð áhætta fylgir þessum slemsögnum, þar sem örugt game getur tapast, ef of hátt er farið, og rúberta oft þar að auk. Það er þvi mjög mikils- vert að geta ráðið af sögnum, að sterkar líkur séu fyrir slem- vinning, en jafnframt að örugt sé að fimm í lit eða grandi geti unnist, ef farið er að leita fyrir sér um slemmöguleika. Það sem mestu varðar i þess- um sögnum, er að samspilar- arnir fái vitneskju um ása og kónga eða fyrsta slag i lit hvor hjá öðrum. Til þess að gefa upp- lýsingar um það eru notaðar ýmsar sagnreglur. Til þessara sagnreglna teljast fjögra- og fimmgrandasagnir, önnur kend við Culbertson, hin við Black- wood, og svokallaðar spurnar- sagnir. Og jafnframt sagnir, sem gefa til kynna, að spilarar hafi ás eða séu án litar í ein- hverjum lit, og eru þær mest notaðar þegar komið er fram úr game-sögnum. Blackwood f jögra-grandsögn tilheyrir ekki Culbertson- kerfi. En þar sem margir spilarar, sem annars spila eftir Culertsonreglum, nota Black- wood fjögra- og fimmgranda- sögn til að spyrja um ása og kónga, tel eg rétt að taka hana hér með. Blackwood-reglan hefir það til síns ágætis, að hún er ákaf- lega einföld og auðlærð, og jafnframt eða engar kröfur eru gerðar til þess spilara, sem seg- ir fjögur gröndin, aðrar en þær, að hann álíti að um slemmögu- Ieika sé að ræða. Ef annarhvor samspilara segir 4 grönd á með- an á uppboði sagna stend- ur, er sú grandsögn spurn- ing til meðspilara um hve marga ása hann eigi, og er með- spilari skyldur að svara. Ef síð- an eru sögð 5 grönd, er það spurning um kóngana á sama hátt og spurt var með fjórum gröndum um ásana. Svörin eru sem hér greinir eftir 4 grönd: 5 lauf með engan ás 5 tígla með 1 ás 5 hjörtu með 2 ása 5 spaða með 3 lása 5 grönd með 4 ása Á sama hátt skal svara eftir 5 grönd: 6 lauf með engan kóng 6 tígla með 1 kóng 6 hjörtu með 2 kónga 6 spaða með 3 kónga 6 grönd með 4 kónga Dæmi: Svar 5 lauf. 4 K-10-8-7 V K-D-2 ? D-6-5-4-2 ? Ás Svar 5 tíglar. 4 Ás-10-8-7 V K-D-2 ? D-6-5-4-2 4» Ás Svar 5 hjörtu. y K-D-2 ^ Ás-10-8-4-3 4* Ás Svar 5 spaðar. ^ Ás-10-8-2 «V Ás-D-2 ? Ás-10-8-4-3 ? Ás Svar 5 grönd. Ef sagnir hafa gengið eins og hér greinir: 1 hjarta — svar 3 hjörtu 4 hjörtu —¦ svar 5 lauf þýðir laufsögnin að meðspilari eigi fyrsta slag í laufi (hafi ás eða sé án litar). Er slík sögn áskorun til sagnbyrjanda að reyna slemsögn, svo framarlega sem hann álíti að um slíkt geti verið að ræða. — Dæmi: 4 K-D-8-6 V D-9-7-5-4 ? K-D-8-7 * Án litar í laufi. K-10-8-7 K-D-2 D-6-5-4-2 2 Hitto GRÁU HÁRIN. Þremur líffræðingum við Barkeley háskólann hefir tekist að uppgötva nýtt bætiefni í rottulíkömum, sem ver þvi að hár þeirra lýsist eða gráni. Hér eftir má búast við að rottur komist í dálæti hjá miðaldra fólki, sem ekki vill verða grá- hært, því líkur benda allar til, að þessum bætiefnum verði sprautað úr rottunum og í pip- armeyjar í byrjun örvænting- aráranna — þær, sem ekki vilja gefa upp alla von um að næla sér i karlmann. KÆNN LYFSALI. Lyfsah nokkur í Nantes varð þess áskynja á dögunum, að kolabirgðir hans þrutu óeðlilega ört úr kolageymslunni. Til að komast að því, hverju þetta sætti, helti hann yfir efstu kola- molana bláum sýruvökva, en hvolfdi kolamylsnu, er hann hafði blandað rauðleitu litar- efni, yfir allan bynginn. Morg- uninn ef tir kallaði hann á lög- regluna og bað hana að aðstoða sig við að hafa uppi á þjófnum. Þeir röktu rauð spor á götunni, er lágu úr kolageymslunni og alla leiðina í eldhús einnar ná- grannakonunnar. Konan þrætti fyrir að hafa stolið nokkurum kolum og kvaðst ekki leggja þjófnað i vana sinn. En þegar lyfsalinn tók kolamola úr fötu, setti þá i vatnsilát og vatnið varð blátt á litinn, þá var eng- um vaf a undirorpið hvaðan kol- in voru og konan varð að játa TVlBURAR. 1 Buchs í Sviss fæddust tví- urar eftir nýárið, sem ekki eru þó alveg jafnaldrar. Sá fyrri fæddist 2. janúar, en sá síðari sex dögum seinna, eða þann 8. EKKI DUGAR AÐ DEYJA RÁÐALAUS. — Þessi mynd er ensk og sýnir hina skoplegu hlið bensínskömtunarinnar í Bretlandi. Bóndi einn var staddur i London og vonaðist til að geta kom- ist heim til sín á síðustu bensíndropunum, sem voru í geyminum á bílnum, daginn sem skömt- unin gekk i gildi. En bíllinn varð bensínlaus fyr en bóndi bjóst við og hann gat ekki fengið nokkurn dropa. Sendi bóndinn þá eftir einum dráttarklára sinna og lét hann draga bílinn heim

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.