Vísir Sunnudagsblað - 21.04.1940, Síða 1

Vísir Sunnudagsblað - 21.04.1940, Síða 1
1940 Sunnudaginn 21. april 16. blad FERB í VATNSDAL „Farðu vel með Vatnsdæling, vinur elskulegi.“ Gömul vísa. 1 Vatnsdalshólum. Eg býst við því, lesari góður, að þú rekir upp stór augu er þú lest fyrirsögnina að þessum lín- um, og látir þér fátt um finnast. Hér verður ekki sagt frá nein- um nýungum landfræðilega, ekki skýrt frá neinum slikum viðburðum, sem Grímsvatna- gosi, eða hlaupi úr Hagavatni, en þó varð þessi ferð fyrir mig, sem aldrei hafði áður í Vatns- dal komið, nokkurskonar land- könnunarferð, eins og auðvitað liverjum þeim, er lcannar ókunn- uga stigu og um leið æfintýra- ferð, þar sem einn atburðurinn rekur annan, atburðir er svo geymast óbrotgjarnir í endur- minningunni æfilangt. Við vorum 4 er lögðum upp í þessa skemtiferð sunnud. í 17. vikunni — eins og það er orðað í tímatali sveitanna. — Fyrst skal frægan telja sr. Ti-yggva H. Kvaran prest að Mælifelli; þá Einar Eyjólfsson bónda í Glaumbæ frænda lians. Eru þeir báðir gamlir Vatnsdælingar og því gerkunnugir þar öllu lands- lagi og örnefnum. Voru þeir hin- ir ágætustu samferðamenn og miðluðu okkur óspart af fróð- leik sínum. Þá var Jón bóndi Eiriksson í Djúpadal sá þriðji og svo undirritaður. Af stað var haldið frá Víðimýri kl. 12 á hád. á fjögra manna bíl frá Sauðár- króki. Nú mun sumum detta i hug, að þeir hafi ekki liaft mik- ið að gera, eða tekið sér það létt, bændur þessir, að vera í skemti- ferðum um liásláttinn í aðrar sýslur, en þeim hinum sömu vil eg segja eftirfarandi skrítlu: Gömlum bónda, er var hinn besti búþegn, var eitt sinn boðið í veislu að sumri til. Tíð var mjög úrfellasöm, þurkar eng- ir. Karlinn sat heima. En er hann var spurður að þvi seinna, því hann hefði ekki farið, svar- aði liann: „Hvað heldurðu að maður geti látið eftir sér i öðru eins andskotans tíðarfari.“ En það var nú einmitt þetta sama, tíðarfarið, er gerði okkur mögulegt að fara þessa ferð. Taðan liirt fyrir hálfum mán- uði, mikil og framúrskarandi góð, og mikið búið að slá og hirða af útlieyi, svo segja mátti, að heyskapurinn væri leilcur einn, samanborið við það, sem hann er stundum lijá okkur, enda létu menn höndur standa fram úr ermum. Þess vegna var hægt að láta þetta eftir sér, sem engum okkar mundi liafa dottið í hug undir öðrum lcringum- stæðum. Við höldum nú af stað upp á Vatnsskarðið og förum út úr bifreiðinni hjá Amarstapan- um og göngum upp á liann. Það gera allir Skagfirðingar; þá kveðja þeir héraðið. Nú var dýr- leg útsýn í allar áttir og góðviðr- ismóða yfir héraðinu. Frá Málmey að Hofdalalijarni þig hlýlega breiðirðu fjörðurinn minn. (St. G. St.). Auðvitað drekkum við skál héraðsins þarna, það var svo sem auðvitað. Svo af stað vest- ur skarðið. Við þeysum fram hjá varðmönnum, sem eru á reið fram með mæðiveikisgirðing- unni; athugulir menn, er skima í allar áttir. Skömmu síðar erum við komnir vestur á brún og þá: Lyftir brúnum, blasir við blessað Húnaþingið. Við förum fram hjá tjöldum vegagerðarmannanna, sem eru nú að byrja á veginum yfjr Vatnsskarðið, hárri og góðri braut, sem lengi mun haldast upp úr vetrarsnjónum og gera það að verkum, að bílfært verð- ur urn skarðið mikinn hluta ársins. „Finst mér nú langur Langi- dalur“, sagði Bólu-Hjálmar, en við erum ekki lengi að leggja liann að baki þegar keyrt er með 60—70 km. hraða á klst. Altaf finst mér hann hlýr og vingjam- legur, þegar eg fer liér um, bú- sældarlegur og prýðilegur þó ekki sé undirlendið mikið. Bensín er tekið á Blönduósi, og síðan keyrt fram Þingið. Al- staðar eru tún hirt og mikið uppsætt á engjum. Nú sjáum við Vatnsdalshólana og eftir stuttan tíma erum við komnir að Hnjúki. Veðrið er eins unaðslegt og það getur best verið. Hjónin gengu með oltkur upp á Hnjúk- inn, sem er ekkert „ofurhátt fjall“, en mikil var sú dýrð, sem blasir við augunum þaðan. Hér St&fam VjCLQnsjon þiá 'H^aÉtcLitöbum sést fram um allan Vatnsdal, sem baðar sig i sólskininu, og brosir í sínu fegursta skarti, nú um hásumarið. Fögur er lýsing- in af því í Vatnsdælu, er Ingi- mundur gamli kom þangað fyrst. Þar segir svo: Síðan sótti liðið upp dalinn, ok sá þar góða landkosti, at grösum ok slcóg- um. Var fagurt um at litast; lyfti þá mjök brúnum manna.“ Maður veitir því ósjálfrátt eftirtekt hversu margorður höf. sögunnar er um þetta, saman- borið við venjuna í fornsögum vorum. En þetta er eðlilegt. Enginn kemur sá í Vatnsdal, að hann verði ekki fjölorður um fegurð hans. Og brúnirnar munu líka hefjast á gestinum, ef þær sitja ekki alveg á sér- stöku sauðarhöfði. Páll Briem amtmaður, líkti Vatnsdal við „stásstofu“.Þetta er hárrétt sam- líking. Mér virtist Vatnsdalur bera svo af öðrum dölum þessa lands, sem eg hefi séð, — eins og viðhafnarstofan af öðrum herbergjum hússins. Veggirnir í þessari stofu eru rambygðir og fagrir, þar sem eru fjöllin beggja vegna, vin- gjamleg og hlýleg, og vama gustinum að dalnum góða. „Næðir seint í gegnum fjöll.“ segir Fornólfur. Á þessum veggjum eru þau fegurstu mál- verk, sem eg sé, en það eru „bændabýlin þekku“. Þ. E. segir um sólarlagið í Reykjavílc: „Slíkt mála menn einatt og ágæta vel — en Ægir er snjall- astur þar.“ Eg held nú samt að Ægir gamli mætti vara sig á Vatnsdælingum með þessi mál- verk, þvi svo hafa þeir prýtt lieimili sín að byggingum og jarðabótum, að nálega má heita, að hér sé hver jörð stórbýli. Gólfið i stofunni er heldur ekki bert og nakið, hin frjósömu og grösugu engjalönd, sem veita

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.