Vísir Sunnudagsblað - 21.04.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 21.04.1940, Blaðsíða 2
2 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ þúsundum búfjár kjarngott fóður er „Þorri kaldur þeytir snjá.“ Ekki vantar heldur speg- ilinn í stofuna, þar sem er Vatns- dalsflóðið, þó það sé reyndar ó- vanalegt að hann sé á gólfinu. En hversu geislaríkt er ekki i dalnum er vatnið endurkastar geislum hádegissólarinnar um hjalla og hliðar; og þó mun Vatnsdælingum þykja vænt um það, er ísinn tekur að leysa að vorinu og svanirnir þyrpast þangað í tugatali og ómurinn af söng þeirra berst fram sveitina i kvöldkyrðinni, söngurinn, að „aftur komi vor i dal.“ Fram af dalnum liggja svo heiðarnar, æfintýralöndin, þar sem útilegumennirnir reikuðu um, skömmu fyrir minni afa okkar og ömmu Þær verða ætíð æfintýraheimurinn. Unglingur- inn telur árin, þangað til hann er orðinn fær að fara á heiðina, og öldungurinn mælir hreysti sína og heilbrigði við það, hvort hann komist ekki enn einu sinni í heiðarleit. Það mætti segja mér, að það væri glatt yfir Vatnsdæhngum er þeir fara í hóp fram á heiðarnar vor og haust í f járleit. Skyldi þeim ekki, er þeir hleyptu gæðingunum fram úr bygðinni á sólbjörtum vormorgni og vídd öræfanna blasti við þeim — hafa dottið í hug vísurnar eftir Stefán frá Hvítadal: Árglöð skjálfa ærslin þar yngist sjálfur vori feginn. Falla hálfar hendingar hoppa álfar fram á veginn. Langt til veggja, lieiðið hátt, hugann eggja bröttu sporin. ’Hefði eg tveggja manna mátt mundi eg leggjast út á vorin. Hvergi hefi eg vitað menn endast eins við að fara í göngur eins og á þessar heiðar. Einn Vatnsdælingur, Jón bóndi á Hofi er búinn að fara 50 haust í göngur og héldu gangnamenn honum veislu mikla uppi á ó- bygðunum i minningu þess og mun það einstæður afmælis- fagnaður. Tvo Húnvetniríga hefi eg heyrt nefnda, sem báðir eru búsettir i stórborg í annari heimsálfu, þeir Ásm. Jóhanns- son og Arinbj. S. Bardal, báðir í Winnipeg, að þeir sjá sig aldrei úr færi, ef þeir koma heim til fornra kynna, — að fara í göngur fram á heiðarnar. Slíkt er þeirra aðdráttarafl. Það er ekki nein tilviljun að þessi vísa er kveðin í Vatnsdal: Verður leiðin frjáls og frí ferðin greiðist innar. Blærinn seiðir okkur i arma heiðarinnar. Við stönsuðum ekkert á Hnjúki í frameftirleiðinni, og var okkur þó sannarlega boðið það, þvi lengra átti að halda. Ferðinni var eiginlega heitið að Hofi til Ágústs bónda Jónsson- ar. Hann liefir undanfarið, haust og vor, verið við f járskoð- anir vegna mæðiveiki hér í Skagafirði, og hefir hvarvetna þótt hinn besti gestur. Hér var hann eitt sinn dag um kyrt, á þeim ferðum, og þótti mér reglulega gaman að spjalla við hann, því hann kunni skil á mörgum fróðleik. Hann taldi það hinn mesta ljóð á mínu ráði, að liafa aldrei komið í Vatnsdal. Kvað hann mig ekki mundu iðra þess ef eg kæmi vestur. Þetta dróst þó tvö ár, en nú brunuðum við fram dalinn í glaða sólskini. Er við fórum fram hjá Flögu, þessari dásam- legu jörð, mættum við gangandi manni. Prestur bað áð stöðva bílinn, því hér væri einn af sin- um kærustu vinum á ferðinni. Maður þessi var Kristján Blön- dal bóndi á Gilsstöðum. Ætlaði hann að Flögu, en áreiðanlega kom hann ekki þangað þann daginn, því hann kom strax inn í bílinn og keyrði með okkur fram að Hofi. Kristján er um sjötugt, en þó bráðfjörugur, sem ungur væri. Það er óhætt um það, að fjörugt var í bilnum áður en hann kom, en nú tókst alt á loft eftir að hann kom í okkar félagsskap. Áin er óbrú- uð hjá Hofi svo lengra komumst við ekki með bílinn, enda kom nú Ágúst í sömu svifum með hesta handa okkur. Varð mér einkum starsýnt á einn, bles- óttan. Er það reiðhestur Ágústs, föngulegur og fagurlimaður. Hann setti Blesa undir prestinn, sem skilaði honum að vörmu spori, á þrumandi spretti heim á hlað. Ekkert skorti á rausnar- viðtökur á Hofi. Er það slcemst frá að segja, að við sátum þar allan daginn í dýrlegum fagnaði hjá þeim hjónum. Að Hofi ltomu þennan dag hjónin í Grímstungu. Er konan uppeld issystir sr. Tryggva. Lárus er sonur Björns Eysteinssonar fyrrum bónda í Grimstungu og víðar, nafnkunnum manni. Er Lárus líkur honum að dugnaði og framtakssemi. Við heilsuðum upp á gömlu hjónin að Hofi, Jón og Valgerði. Hann er kominn yfir sjötugt, en gengur þó enn að slætti gamli maðurinn. Hann er skemtinn og skýr í viðræðum og vel minn- ugur. Valgerður kona hans er Skagfirðingur að ætt, dóttir Bólu-Einars, sem var nafn- kendur hér á sinni tíð. Einar var skáld gott og vitur maður. Hann telja Skagfirðingar síðasta galdramann sinn! Eg set hér eina sögu, sem sýnisliorn af „göldrum“ hans: Er Einar bjó í Minna-Holti i Fljótum kom hann eitt sinn að Haganesi, þar var mannmargt heimili í þá daga og líklega tví- býli, og dugnaðarbændur til sjós og lands. Meðan Einar dvelur þar, kemur ferðamaður. Hafði hann farið í kaupferð til Siglu- fjarðar og var nú á heimleið. Var hann beðinn að kaupa eitt- hvað smávegis frá Haganesi svo hann leysir upp pjönkur sínar og afhendir það. Hann komst ekki hjá því, að taka upp sumt af varningi sínum, meðal ann- ars nokkura tóbaksbita. Þegar hann ætlar að láta dót sitt niður aftur, vantar einn tóbaksbitann. Manninum þótti þetta sárt, og spyr þá, er viðstaddir voru, hvort enginn þeirra hafi tekið bitann, en allir neituðu. Fer hann þá til húsbóndans og seg- ir honum frá vandræðum sín- um. Bónda þótti þetta slæmt, því hann vissi komumann vandað- an en fátækan. Hinsvegar þótt- ist hann ekki í neinum vafa ineð það, að einhver heimilismanna væri valdur að þessu. Þá segir bóndi svo allir heyra: „Þú ert margfróður, Einar. Getur þú ekki opinberað hver liafi tekið bitann?“ Skeð getur það,“ sagði Einar, „en egþarfdálítinn undir- búning.“ Kallar hann siðan bónda fram í stofu og biður hann að koma með dálítið af mjöli. Er það kemur, stráir Ein- ar því á stofuborðið. Kallar bóndi síðan á lieimamenn, einn af öðrum og segir þeim að ganga inn í stofuna (en þar var myrkur) og styðja höndunum á borðið, ganga síðan út og sýna Einari lófa sína, muni hann þá fljótt komast að raun um, liver sé sekur. Þetta gerðu þeir og komu allir mélugir, nema þjóf- urinn. Hann hafði ekki þorað að snerta á borðinu. Var auð- gengið að honum, og meðkendi hann fyrir liúsbónda sínuin að hafa tekið bitann og skilaði hon- um. Þelta þóttu ekki neinir smá- ræðis galdrar í þann lið að opin- bera þjóf! Valgerður þótti hin ágætasta kona og skörungur i búskap sínum. Fallegt er að litast um á Hofi og skjóllegt á hinni fornu land- námsjörð. Heim við bæinn er trjáreitur, en í brekku norðan við túnið er töluvert stórt svæði plantað trjám. Eru þau elstu um

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.