Vísir Sunnudagsblað - 21.04.1940, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 21.04.1940, Blaðsíða 3
20 ára gömul og orðin liin prýðilegustu, há og beinvaxin. Mér datt í hug er eg stóð þarna í skjóli trjánna, að viða væri hægt að koma þessu við hér á landi, ef vilji og áhugi væri hjá mönnum í þessa átt. Það er fyr- ir flestum að þá vantar fram- kvæmdina. Þegar búið er að gróðursetja tréð mun það vaxa meðan þú sefur. Nú var degi tekið að halla, svo ekki dugði annað en búast til heimferðar. Við kvöddum þetta ágæta fólk og þökkuðum hinar alúðlegu viðtökur. Ivrist- ján á Gilsstöðum var með okkur á Hofi um daginn og nú varð hann samferða heim til sín. En þá var ekki um annað að gera, en að koma þar inn. Þar er ný- bygt steinhús, vandað og rúm- gott að sjá. Er inn kom settist Kristján við orgelið og spilaði og söng með hinu mesta fjöri. Sagðist hann enga nótu þekkja, en svona er hann söngvinn, að hann spilar hvert lag eftir eyr- anu. Honum er fleira til lista lagt, því hann er þjóðhaga smið- Ur og leturgrafari. Mér datt í hug er eg kvaddi hann, að sá mundi hafa verið fjörugur á tvítugsaldrinum. Við komum að Hnjúki um kvöldið. Var þá orðið framorð- ið, þó ekki meir en svo, að lieitt var á kathnum hjá húsfreyjunni og þágum við þar hinar prýði- iegustu veitingar. Jón á Hnjúki er sonur Hallgríms er þar hjó lengi stórbúi. En Hallgrímur var aftur bróðir Jóns, sem kall- aður var Hjalti. Bjó hann víða og ekki á neinum kotum t. d. Þingeyrum, Geitaskarði, Reyni- stað (liálfri jörðinni), Veðra- móti og að síðustu hér á Hjalta- stöðum. Jón var hinn besti bóndi og mjög sýnt um að kyn- bæta búfé sitt. Eitt sinn sigldi hann til Danmerlcur. Mun það hafa verið fátítt á þeim árum, að bændur færu í shkt ferðalag. 1 þeirri ferð keypti Jón hrút einn. Var það hin vænsta skepna, sem bætti fé hans til muna og ann- ara er fengu hrúta hjá honum, og flutti ekki inn neinar pestir. Nú var orðið dimt er við komum út að bílnum. Dalurinn hvíldi í rökkurmóðunni, að eins mótaði fyrir fjöllunum. Þessi fagra sveit hafði tekið á sig náð- ir, jafnvel fuglarnir voru þagn- aðir. Billinn rennur af stað og við höllum okkur upp í sætin. í myrkrinu rifjast eitt og ann- að upp af viðburðum dagsins. Skyldum við eiga eftir að koma hér aftur? Skyldi ekki velsæld og velmegun eiga eftir að hald- ast hér enn í marga ættliði, eða skyldi fólkstraumurinn liggja VISIR SUNNUDAGSBLAÐ S / bláma vorsins. Sólskinsheitan sumardag er sál manns heit og þgrst. Æskan þráir óskaland, sem aldrei fær hún gist. Á meðan báran bláan sand, fær best og heitast kyst. 1 bláma vorsins leiðst þú fyrst, á bláum sumarkjól — um herðar þinar hárið Ijóst strauk hönd þín, milda sól. Vanginn þinn bar angan ilms, augað draum sinn fól. Og okkar beggja æslcuþrá, hún er, sem forðum, þyrst, við höfum suðrænt sólskins land í sama draumi gist. Á meðan báran bláan sand fær best og heitast kyst. Dósóþeus Tímótheusson. héðan eins og úr öðrum sveit- um, burt frá sólskini og gróðri á „mölina“? Sá straumur er orðinn harla stríður, og þó margir mætir menn þjóðarinn- ar reyni að stemma þá á að ósi, virðist það ekki ætla að takast. En þó finst mér sem lengi muni Vatnsdælir halda sínu fólki og ber tvent til. Hið fyrra er það, að hér hlýtur hver sá, er fest hefir hér rætur, að hugsa sig um tvisvar áður en hann hefir vistaskifti, áður en hann yfir- gefur hina frjósömu sveit, áður en hann „hreppir Kaldbak, en lætur akra“. Hitt, sem mundi lialda Vatns- dælum heima, er dæmi það sem einn hóndinn þar úr sveit, hefir ekkieinu sinni gefiðþeim einum, heldur öllum sveitalýð landsins. Hann stóð einu sinni á æfinni uppi með tvær liendur tómar, og stóran harnahóp. Alt búfé hans liafði falhð í liarðindum. Nú mundi bóndinn, sem stæði í hans sporum, ekki þurfa að hugsa sig um lengi að flytja að sjónum, á mölina. Það virðist liggja opið fyrir. En liann gerði það ekki, karl sá. Hann hrá á sitt ráð og flutti inn til heiðanna, fjær sjónum, og bygði þar ból- stað. Hann liikaði ekki við, að taka á sig allar þrautir og bar- áttu landnámsmannsins. Með fádæma dugnaði og sparsemi yfirunnu þau hjón alla erfið- leika, því eftir nokkur ár eru þau orðin velmeigandi, og hann nær þvi marki að verða mesti fjárbóndi, ekki að eins í sinni sveit og sýslu, heldur að líkind- um á öllu Norðurlandi. „Ef endistu að plægja, þú akurland færð, ef uppgefstu, nafnlausa gröf. (St. G. St.). Björn Eysteinsson fær ekki nafnlausa gröf. Hann liefir gefið svo gott fordæmi að fram hjá því verður ekki gengið. Þetta var hægt að gera á hans dögum, og það er áreiðanlega hægt enn, ef vilji og atorka haldast í hendur. Eg hefi oft liugsað um það síðan í sumar, að þar hefði sá ágæti maður, Guðm. Haga- lín, komist í krás, ef hann hefði getað ritað æfisögu hans undir líkum kringumstæðum sem hinna tveggja, er hann hefir þeg- ar gengið frá. En vonandi verða æfiatriði hans ekki látin falla í fyrnsku. Því segi eg það. Meðan Húnvetningar muna Björn Ey- steinsson, meðan dáðmiklir af- komendur hans byggja Vatns- dal og Húnaþing, ætti straumur- inn ekki að verða stríður þaðan að sjávarsíðunni. Um þetta var eg að hugsa á heimleiðinni, er við þutum fram Langadalinn og yfir Vatnsskarðið. Á Víðimýri skildum við félagar. Billinn fór með prest fram í MæhfeU og Einar til Glaumbæjar, en við Jón áttum hesta okkar þar. Auð- vitað drukkum við hesta- og skilnaðarskál og kvöddum að því búnu þá frændur, sem haldið höfðu uppi gleði og fjöri í ferð- inni og frætt okkur um svo fjölmargt, og síðast en ekki síst þá framkvæmd prestsins, að koma þessari ferð á, sem að lik- indum mundi ekki hafa orðið úr, hefði hann ekki ýtt á undir- búning hennar með sínum dugnaði. Við Jón áttum eftir að riða yfir þvert héraðið, svo við vor- um svo sem ekki komnir heim. En mér fanst er eg kom á bak, sem klárarnir mundu orðnir ær- ið heimfúsir, eftir að hafa staðið aUan daginn. Maður fann strax hvað þeir lögðu fram fjörið og gangmýktina. Blessun heims eru hrossin hressing fékk eg af essi, segir sr. Matthías snildarlega eins og honum var tamt. Oklcur verður ósjálfrátt að bera saman bíhnn og hestinn. Bíllinn sem þjösnast áfram yfir jöfnur og ójöfnur, hristandi og hossandi, emjandi og hvæsandi svo varla er liægt að tala við sessunaut sinn, nema æpa í eyra honum. Alt hið fingerðasta og fegursta í landslaginu hverfur er þessi vélskratti þýtur um veginn eins og örskot, með moldarmekkinn himinháa. Það er eitthvað annað þegar komið er á bak gæðingnum. Þá nýtur maður sumarbUðunnar og útsýnisins. Þá er hægt að tala saman án þess að raddrifa sig. Þá verður hverjum er meta kann, hrein nautn, að finna fót- mýkt, fjör og kosti hestsins, er hann lætur ljúfur í té hverjum er kann með að fara. Þess vegna var spretturinn hjá okkur Jóni austur yfir Hólminn, einmitt á- kjósanlegur lokaþáttur á þessari skemtiferð. Ein af persónum Kiljans segir: „Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er það nef- tóbakið sem varir“. Okkur Jóni fanst aftur á móti, að endurminningin um slikan dag, mundi áreiðanlega vara lengur en neftóbakið.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.