Vísir Sunnudagsblað - 21.04.1940, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 21.04.1940, Blaðsíða 7
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 * Ur sjómaður, sem var buinn að eiga svo mörg ár heima á samó- isku eyjunum, að það mátti orð- ið telja hann meðal eyjar- skeggja. Hann hefir í öllu far- ið að háttum þeirra, og hann er búinn að kvænast sjö — eg segi og skrifa sjö sinnum — sjö samóiskum blómarósum. Hann á heilan urmul af börnum með rauðbrúnan liörundslit og , fag- urblá augu. Þegar eg lét í ljós við hann vantrú mína á æfintýrinu um skjaldbökuna og hákarlinn, þá greip gamli maðurinn í liand- legginn á mér og sagði: „Komið þér með mér! Þér skuluð sjá og sannfærast,“ og litli innfæddi fylgdarsveinninn sagði, að þetta væri alveg satt. Töfraóðurinn. Við fórum í fylgd með hóp drengja og telpna út á hið sögu- rika Waitondschibjarg. Það er hátt kóralsker sem liggur langt út til hafs. Krakkarnir byrjuðu að syngja hægt og seyðandi lag með löng um þagnarbilum. Fyrir fótum okkar lá liafið spegillygnt og fagurt. Eg var kominn að því að skellihlæja að þessari ferð og trúgirni fólksins, þá reis bylgja úti á hafi og í bylgjunni sá á höfuð og langan háls rísastórr- ar skjaldböku. Hún teygði höfuðið ótrúlega hátt. Ef til vill hefir hún verið að skygnast til lands, eða ef tii vill lika að horfa upp á kóral- bjargið sem hún kastaði sér eitt sinn fram af í draumórum eld- heitrar ástar. Mér fanst eitthvað fallegt við þessar mjúku vagg- andi hreyfingar liálsins — ein- hver angurvær ró.------— „Talosa! Talosa! hrópuðu börnin. Um leið sá eg hrygg á dýri skjóta upp rétt hjá skjaldbök- unni. „Það er hákarlinn,“ sagði irski sjómaðurinn. Skjaldbakan liélt sér uppi á yfirborði sævarins meðan börn- in sungu kvæðið á enda, og við hliðina á henni sást á hrygg há- karlsins. Þegar söngurinn þagn- aði — ljóðið var búið — stungu þau sér og hurfu í hafið. Börnin horfðu sigri lirósandi á mig. „Þau vilja vita hvort þú sért orðinn sannfærður, eða trúir því sem þau hafa sagt,“ túlkaði fylgdarsveinninn minn. Hvort eg tryði? Eg mintist áþekts atviks sem fyrir mig hafði borið í Entebbe, höfuð- borginni í Tanganjika í Afríku, á bökkum Viktoríuvatnsins. Þar sá eg rúmlega þrjú liundruð ára gamlan krókódíl — Lutembe — var hann kallaður — hreisturs- laus og skáldaður af elli. Þetta ógeðslega kvildndi hafði um þrjár aldir haft hræðilegu hlut- skifti að gegna. Lutembe var dómari í deilum íbúanna. Þeir sem deildu, voru bundnir fastir á vatnsbakkanum og sá aðilinn sem krókódíllinn réðist fyr á til að eta, var selcur fundinn og varð að láta lífið fyrir tönnum hins viðurstyggilega dýrs. Enda þótt að Englendingar liafi num- ið þennan sið úr gildi, heitir krókódíllinn Lutembe dómari enn í dag. Þegar nafn lians er kallað, þá kemur liann — að visu ekki framar til að gleypa lifandi fólk — heldur til að eta fiska þá sem til lians er fleygt. Lutembe dómari er orðinn gam- all og úr sér genginn. Það er ekkert við liann sem minnir á forna atburði, en ibúarnir skoða hann sem lielga og æðri veru, og sjá um að liann hafi nóg að borða. Bæði dýrin í samóisku ástar- sögunni eru spök eins og krókó- dillinn í Tanganjika og öll gegna þau þegar á þau er kall- að, enda gæti eg trúað að ástæð- an væri áþekk. „Hvað haldið þér um þetta dularfulla fyrirbrigði?“ spurði eg írska sjómanninn. „Kæri vinur,“ svaraði hann, „frá því að eg kom hingað, hefi eg vanið mig af þvi að grafa til botns í ráðgátum lífsins enda ætla eg mér ekki að skilja dular- full fyrirbrigði. Hér gerast þau svo oft.“ Nokkuru seinna liitti eg þenna gamla mann fyrir framan kof- ann sinn. Hann var i óða önn að bæta netin sín. Synir hans og dætur hjálpuðu lionum við bæt- inguna. „Nú ætla eg að spyrja yður að öðru, sagði eg, „og því hljót- ið þér að geta svarað: Hvernig stendur á þvi, að samóisku kon- urnar geta ekki elskað — en eru þó svona ástríðuþrungnar?“ Hvað er „ást“? „Æ, eg veit ekki, sagði gamli maðurinn og tók pípuna út úr sér. „Það er mest undir því kom- ið, hvað maður kallar ást. Eg minnist þess að heima — eg á við heima á írlandi — var orðið „ást“ svo margþætt. Það voru svo mörg hugtök bundin við það eina orð. Þar er ástin tilfinning, þrá, ástriða, afbrýðisemi, hrifni, sársauki. Þar er ástin blessun og bölvun í senn. Hérna er áslin eldcert nema ást. Konurnar eru eðli sinu samkvæmar, og menn- irnir eru búnir að venja sig á áð taka þær eins og þær eru.“ Nkák Skákþing íslendinga 1940. Karo-Kanns vörn. Hvítt: Árni Snævarr. Svart: Einar Þorvaldsson. 1. e4, c6; 2. Rc3 (venjulegra er 2. d4), 2..., d5; 3. Rf3, pxp (3...... d4 er sýnilega ekki góður leikur); 4. Rxp, Bf5 ? (Yfirsjón, sem kemur svörtu í liræðilega örðugleika þegar í byrjun. Miklu betra var 4... Bg4; og svart á að geta náð jöfnu tafli. Sbr. skákina dr. Lasker—Flohr, Zurich 1934. — Svart gat einnig leikið 4... Rf6; með góðum árangri, sbr. skákina Ragosin—Flolir, Sem- mering-Baden 1937); 5. Rg3, Bg6; 6. h4, h6; 7. Re5, Bh7; 8. Dh5, g6 (Svart á ekki margra kosta völ. Ef 8..... Dd5; þá 9. Bc4, g6; 10. BvD o. s. frv.); 9. Df3 (Alment er álitið, að 9. Bc4, sé besti leikurinn í stöð- unni. Aljechin leyfir sér þó að efast um það og telur hinn gerða leik bestan) 9... Rf6; 10. Db3, (Hótar bæði Dxf7 mát og Dxb7. Leikurinn er þó talinn vafasamur. Einfaldast og best var 10. Bc4, e6; 11. d4, o. s. frv. og livítt á yfirburðastöðu) 10. Dd5; 11. Dxb7, (Nú verð- ur sóknin að bera eða bresta) 11....., DxR+; 12. Be2, Kd8; (Hvítt hótaði bæði 13. DxH og Dc8 mát. í skákinni dr. Lasker —Muller, Zúrich 1934, lék Miiller hér Dd5. Best virðist Da5; 13. b4, Db6; 14. DxH, Rd5; 15. a4, Rxp; 16. o-o, Bg7; 17. Hbl, o-o; og hvíta drotningin er alvarlega illa sett. Eftir hinn gerða leik hefir svart tapaö hrókunarrétti, og möguleikarn- ir til að króa drotninguna inni minkað að sama skapi); 13. DxH, Dc7; 14. a4, (Eini leilcur- inn, sem hindrar kóngsriddar- ann til að komast til b6) 14. . .. ., Bg7; 15. Ha3, (Hótar Hb3 og síðan Hb7, eða Hxb8) 15. ...., Rfd7; 16. a5, Rc5; (Til þess að liindra 17. Hb3, en það er nú sýnilegt að drotningin Eg hugsa mig um stundar- korn og segi svo: „Eg held það sé miklu hægara að skilja fyrir- brigði skjaldbökunnar og há- karlsins heldur en að skilja konu og konuhjörtu.“ Eg átti hér ekki við samóiskar konur — eg átti við allar konur sem eg hefi séð og kynst á jörðinni. Það eru fyrirbrigði sem aldrei verða skilin. verður ekki króuð inni lengi ennþá); 1 2 8 4 5 6 7 8 17. b4!, (Nú halda drotningunni engin bönd lengur. Hvítt hótar b5 og ef með þarf b6) 17. Kd7; 18. b5, (Hvitt kýs heldur að frelsa drotninguna, en pxR var þó e. t. v. betra. T. d. 18. pxR, Ra6; 19. DxH, BxD; 20. BxR, og hvitt á mikla yfirburði) 18....... Hc8; 19. b6, axb; 20. axb, Dxp; 21. Da7+, DxD; 22. HxD+, Hc7; 23. HxH+, KxH; 24. Ba3, Rbd7; 25. c3, e5; 26. f3, f5; 27. Bc4, Rb6; 28. Bxc5, Rxc4; 29. Ke2, Rd6; 30. BxR, KxR; 31. Hal, Bg8; 32. h5!, e4; (Svart bjargar enganveginn peðstapi) 33. fxe, f4; 34. Rfl, Bc4+; 35. d3, Be6; 36. Kd2, g5; 37. RIi2, g4; 38. d4, Bf8; 39. Hfl, Be7; (Valdar óbeinlínis peðið á f4); 40. FIxf4!, (Einfald- ast. Að vísu fórnar hvítt skifta- mun, en eftir uppskiftin á f4 er staðan létt unnin á hvítt); 40. ...., Bg5; 41. Ke3, c5; 42. g3, cxd; 43. cxd, Bf7; 44. Rxg4, Bxh5; 45. Rxli6??, (Óskiljan- legt. Eftir 45. Kf3, gat svart gefið, þvi ef svart drepur hrók- inn vinnur hvítt siðasta peðið. Hvítt hefir nú tapað öllu sem, áður var unnið. Staðan er nú „teoritiskt“ jafntefli), 45.... BxR; 46. Kd3, BxH; 47. pxB, Bf7; og skákin varð jafntefli 23 leikjum seinna. DÝRATEGUNDIR. Náttúrufræðingurinn Linné telur í riti sínu, „Systema Na- turae“, er gefið var út um 1758, að dýrategundir séu til um 7400 alls í heiminum. Síðan þetta var ritað, hefir þekking manna aukist, enda hafa þeir sannfærst um annað, því nú orðið telja menn um 750.000 skordýr fyrir utan öll önnur dýr. Hryggdýr eru talin um 70.000, þar af 28.000 fuglar, 20.000 fiskar, 13.000 spendýr, en alls telja menn um 915.000 dýrategundir í heiminum og auk þeirra nær 100.000 tegund- ir, sem vitað er um, að eru út- dauðar.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.