Vísir Sunnudagsblað - 21.04.1940, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 21.04.1940, Blaðsíða 8
8 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ Kontrakt-Bridge JEftip frti Kpistínu Norðmann Culbertson fjögragrandsögn. er eins og Blackwood grand- sögnin kröfusögn, sem krefst upplýsinga um ása og kónga hjá meðspilara. En sá spilari, sem segir 4 gröndin, gefur jafn- framt þær upplýsingar um sín spil, að hann eigi minst 2 ása auk kóngs í lit, sem þeir sarn- spilararnir hafa sagt, en ella 3 ása. Annars má hann ekki segja 4 grönd. Þessi fjögragrandsögn liefir þann kost, að hún gefur strax upplýsingar um 2 ása auk kóngs, eða 3 ása, hjá þeim spil- ara sem segir fjögur gröndin, og ennfremur, að hafi meðspil- ari einn ás á hendinni, gefur svar hans til kynna í hvaða lit sá ás er. Svörin. Svara skal þessari fjögra- grandsögn eftir þeim fastá- kveðnu reglum, sem hér fara á eftir. Með 2 ása eða 1 ás og kónga í þeim litum, sem þeir samspilar- arnir hafa sagt, slcal svara meö 5 gröndum. Með 1 ás í lit, sem lægri er en hinn ákveðni tromplitur skal svara með 5 í áslitnum. Ef með- spilari hefir ás í hærri lit en tromplitnum og svarar með honum verður hann að álita sterkar líkur fyrir að 6 geti unnist. Með 1 ás í lægsta lit, sem þeir samspilararnir hafa sagt eða alla lcónga í htum þeirra, skal svara með 6 í tromplitnum. Ef svarað er með áslitnum getur það þýtt afsvar, samanber regl- ur þær, sem hér fara á eftir. Afsvar við fjögragrandsögn. Ef meðspilari ekki getur svarað með ofangreindum sögn- um, og ekki álitur líklegt að um slem sé að ræða, skal hann gefa afsvar við fjögragrand- sögninni með því að segja 5 i lægsta lit sem þeir samspilar- amir hafa sagt. Allir ásar á einni hendi. Ef annarhvor samspilaranna segir fyrst 4 grönd og síðan 5 grönd gefur það til kynna, að liann eigi alla ása. Eftir slíkar upplýsingar verður meðspilar- inn að taka ákvörðun um, hvort spila skuli hálfslem eða alslem, eftir þvi hvernig spilum hans er háttað Hér eru nokkur dæmi, sem sýna hvernig sagnir ganga þeg- ar um sterk spil er að ræða, og jafnframt hvernig fjögragrand- sögnin er notuð. Dæmi: ék 8-2 4 K-G-10-6-3 4 Ás-10-2 4 Ás-G-4 Norður SuSur 4 Ás-K-G-6-4 V Ás-D-6-5 4 K-D-7 4 2 Norður: Suður: 1 hjarta — 2 spaða (kröfusvar) 3 hjörtu — 3 spaða 3 grönd — 4 grönd 5 grönd — 7 hjörtu Norður og suður sýna báðir, að litirnir eru tvísagnfærir, því næst segir norður 3 grönd þar sem hann ekki hefir spaða- stuðning og ekki getur sagt 4 hjörtu. — Segir þá suður 4 grönd, sem gefur til lcynna minst 2 ása auk kóngs i lit, sem þeir samspilararnir hafa sagt. Norður er skyldur að svara með 5 gröndum með 2 ása, og segir þá suður 7 hjörtu. 4 K-9 4 K-G-10-8-5 ♦ Ás-8-6 4 D-7-2 Norður Suður Ás-D-G-5-4 4 Ás-D-9-4 ♦ 2 4 Ás-9-5 Norður: Suður: 1 hjarta — 2 spaða 3 hjörtu — 3 spaða 4 spaða — 4 grönd 5 grönd — 7 hjörtu Suður segir 4 grönd með 3 ása og er norður slcyldur að segja 5 grönd með 1 ás og báða kóngana i litunum, sem þeir liafa sagt. D-2 4 K-G-l 0-8-5 4 Ás-8-6 4 D-7-2 4 Ás-K-10-9-5 4 Ás-D-9-4 ♦ K-2 4 K-8 Norður: Suður: 1 hjarta — 2 spaða 3 hjörtu — 3 spaða 4 spaða — 4 grönd 5 tígla — 6 hjörtu Norður svarar 4 grönduin með 5 tíglum. Hann hefir tígul- ás en aðeins annan kónginn í þeim litum, sem þeir hafa sagt, og skal hann þá svara með ás- litnum. 4 D-2 V Ás-G-10-8-2 ♦ K-D-2 4 K-D-5 a Ás-K-10-8-3 4 K-D-9-4 4 G-8-2 4 Ás Norður: 1 hjarta 3 hjörtu 4 spaða 6 hjörtu Suður: 2 spaða 3 spaða 4 grönd pass Suður veit að norður hefir aðeins hjartaás og segir því pass. Ef norður hefði haft bæði hjartaás og tígulás átti hann að svara með 5 gröndum. 4 D-2 4 K-G-10-8-2 4 K-D-5 4 K-D-2 4 Ás-K-l 0-8-2 4 Ás-D-9-4 4 G-8-2 4 3 Norður: 1 lijarta 3 hjörtu 3 grönd 5 hjörtu Suður: 2 spaða 3 spaða 4 grönd pass Hér gefur norður afsvar við fjögragrandsögninni, og gefur jafnframt til kynna, að hann eigi ekki ás eða treysti sér ekki að spila 6. Segir suður þá pass og eru spiluð 5 hjörtu. 4 K-D-8-4 4 K-D-G-7-5-4 4 K-2 4 5 Norður Suður 4 Ás-G-10-6-3-2 V Ás-8 4 Ás-9-4 4 Ás-7 Norður: Suður: 1 hjarta — 2 spaða 3 hjörtu — 3 spaða 4 spaða — 4 grönd 5 hjörtu 5 grönd 7 spaða — pass Suður gefur til kynna, að hann eigi alla ása með þvi að segja bæði 4 og-5 grönd. Segir þá norður 7 spaða. UNG MÓÐIR MEÐ BARN. Það er erfitt að gera sér í hugarlund við live mikla örðug- leika frændþjóðir vorar eiga nú að etja. Sumar þeirra eiga eða hafa undanfarna miánuði átt i styrjöld, aðrar eiga hana yfir höfði sér, jafnvel er síst varir. Það er því ekkert undarlegt þótt mörg móðirin fyllist kviða og hugarangri þegar liún gerir sér grein fyrir þvi, að hvorki hún, eiginmaðurinn eða börnin geta nokkum tíma verið óhult um líf sitt.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.