Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 28.04.1940, Qupperneq 1

Vísir Sunnudagsblað - 28.04.1940, Qupperneq 1
iK , 1940 Sunnudaglnn 28. apríl 17. blað ! cnomp cnn pnrinncmni i:i< |||t BEBfiSVEIN XdtH ANOV OHumn rnH DHfiiuHi Frá Arna presti í Hvallátrum. Jón hét maður Björnsson, er bjó á Flatey allri og Hergilsey á BreiSafirði í lok 16. aldar. Hann bjó stórt og hafSi ár hvert 30 húskarla á búum sínum og önn- ur rausn var að því skapi. Tvo sonu átti Jón bóndi auk annara barna, og hétu þeir Finnur og Árni. Finnur gerðist bóndi i Flatey eftir föður sinn, en Árni fór ungur utan til náms. Hann lærði m. a. 4 vetur í Þýskalandi og þótti lærSur og margfróður er heim kom. Hann tók prests- vígslu og varð fyrst prestur í Tröllatungu en siðan í Flat- eyjar og Múlaþingum og bjó i HvaUátrum. Fæð mikil var með þeim bræðrum, Árna og Finni, sem mun hafa orðið til út úr arfa- skiftum eftir föður þeirra, þvi hann var ríkur og andaðist með- an Árni var við nám erlendis, og réði þá Finnur mestu um skiftin. — Það er sagt, að þegar prestur söng messu í Flatey kæmi hann aldrei til bróður síns, heldur gengi beint af skipi í kirkju og úr henni á skip aflur. Bænheitur og bænrækinn þótti Árni prestur, en all fornlegur í háttum sinum og talinn fjöl- kunnugur. Segir Finnur hiskup í prestatali, að liann sé nafn- kunnUr forneskjukarl og sagt sé að fált komi honum á óvart.— Ýmsar sagnir hafa gengið um Árna prest og kunnáttu hans og skulu hér nokkrar sagðar: Hergilsey var i eyði um þær mundir er Árni bjó í Hvallátr- um og lá þá undir Flatey. Og þó ekki færi vel á með þeim bræðr- um, leyfði Finnur presti haga- göngu þar fyrir naut sín. Einn morgun á slætti lá prestur vak- andi í rúmi sínu, kom þá hrafn á glugga yfir honum og krunk- aði ákaft. Prestur hlustaði um stund eftir gargi krumma og sagði síðan: „Ekki færð þú nema augun úr honum“. Lét hann síðan fara og vitja naut- anna i Hergilsey. Hafði þá uxi hans hrapað ofan fyrir Vað- steinabjargið og sat krummi þar á honum dauðum og kropp- aði augun. Sölvasker heitir skerjagarður íyrir norðan Skáleyjar er yfir flæðir um miðflæðar. Á þeim er sölva- og kræklingatekja. Það var um vor er karlar voru í veri, bæði i Bjarnareyjum og Odd- hjarnarskeri, að Árni prestur kallar með sér 4 konur, setur of- an bát og rær inn með Skáleyj- um. Ekki dirfðust konurnar að spyrja hvert eríndi hans væri né hvert hann ætlaði. En þegar hann kemur inn að Sölvaskerj- um, stóðu þar 5 konur í sjó á efstu steinum. Höfðu þær farið til sölva og mist hátinn frá sér. Bjargaði prestur þeim og hélt síðan heim. J Sótt ein mannskæð gekk yfir Iandið þegar Árni var prestur í Hvallátrum. Prestur sá til sótt- arblámans í loftinu, livar hann færðist út yfir eyjarnar af landi. Hann gekk þá í bænhús sitt, lagðist til bænar og sneri andlit- inu í austur móti sóttinni, og komst hún þá ekki lengra en á eker það, sem síðan er kallað Sóttarsker, og er skamt austur af bæjareynni í Látrum. Sagt er, að á skeri þessu sæti venjulega mildð af fugli og alt væri það vaxið þangi. En eftir að síra Árni stöðvaði á þvi sóttina, eyddist af því alt þangið og fugl allur féll dauður niður er á það settist og hélst svo fram um miðja 19. öld. — Eftir það fór þang aftur að spretta á skerinu og fuglum varð ekki meint af, þó þeir settust á það. Þegar Áx-ni prestur hlés niður sóttina voru 5 menn dánir úr henni i Skáleyjum, en aldrei komst hún í Hvallátur, Svefn- eyjar eða Flatey og þökkuðu menn það andríki síra Árna. í ■) Það er í sögnum, að mýs flytl- ust eitt sinn i Hvallátur og f jölg- aði svo ört að þær urðu að skað- ræðis plágu. Tók þá prestur kist- il sem hann átti, lét liann ofan í naust, breiddi voð yfir og bann- aði öllum að snerta við kistlin- um og þorði enginn að bregða af hoði hans. Nokkuru síðar var prestur úti um nótt, sem hann átti vanda til, og var þá kistill- inn horfinn að morgni. — Þar í Hvallátrum er hóll einn er Nónhóll heitir og þúfa á ofan. Ætluðu menn að þangað stefndi prestur músunum úr kistlinum eða af allri eynni, því ei varð þeirra vart síðan. Árni prestur svaf venjulega i rökkrum svo sem alsiða hefir verið í sveitum á íslandi. — Eitt sinn á miðri vöku á jólaföstu er hann hafði lagt sig, reis liann upp vonum bráðar, kipti skónx á fætur sér og gekk ofan og út allskjótlega. Hlákumyrkur var á og kom prestur ei skjótt iixn aftur. Talað var um að vitja hans, en kona hans, Þórunn, aftraði þvi og sagði: „Ei læt eg' vitja Árna mins. Hann kemur aftur með guðs hjálp“. Leið nú enn eigi allstutt stund áður menn heyrðu gengið um bæinn. — Kom prestur þá inn og liélt á svartri dulu undir hendinni og var nokkuð innan i vafið; rétti að Þórunni konu sinni og mælti: „Taktu við Þórunn mín og farðu með eins og þú liefir kvennadygð til“. — í dulunni var barn nýklakið, er síðan var laugað og skírt og fóstruðu þau pi-estshjón það. Enginn dirfðist að spyrja prest hvernig á þessu stóð, áður hann sagði það konu sinni, er þau komu í rekkju sína. — Kvaðst hann hafa gengið inn í Instabæ — sjálfur bjó hann i Miðbæ á eyjunni — en þar vissi svo við, að griðkona ein, er Guðrún hét, var þung- uð eftir húskarl prests. Hafði lxún lilaðið framan á sig og ætlað að farga barni sinu. — Prestur spyr hvort allir séu inni. Gunna er ei við, var svai’að. Yið það gekk prestur inn á tanga, þar hjallar eru og ldettar nær 9 álna háir og 2 hellar í, en neðaix þeirra er sandur — kallaður Hjallasandur. Þar fann pi’estur Gunnu í öðrum hellinum. Hafði hún þar barn alið, vafið innan í svarta dulu og ætlaði að grafa i sandinn. Prestur tók hax’nið, fór til Innstabæjai', sagði til Gunnu og bað fara vægilega með hana. — Að engu lét liann sýsla með mál þetta framar og féll það niður. •— Árni prestur átti mörg börn með konu sinni. — Tveir synir

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.