Vísir Sunnudagsblað - 28.04.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 28.04.1940, Blaðsíða 2
2 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ lians eru nefndir til þessarar sögu, atgerfismenn miklir, og liétu Jón og Þorleifur. — Var Jón sjósóknari mikill og for- maður, en Þorleifur sláttumaður . svo mikill að sagt er, að hann slægi tún það í Hvallátrum á dag er Þorleifsvöllur heitir — og er það furðu mikill sláttur ef satt er frá sagt. — Þá var físki- gangur mikill kring um allar eyjar, einlcum á haustin og var þá róið er gaf, undir jól fram. Þeir reru jafnan saman bræð- urnir, Jón og Þorleifur, en vinnumenn prests á öðrum bát. — Eitt sinn um liaust í ábúðar- veðri, lagði prestur sig til svefns um miðjan dag, en bannaði son- um sínum og húskörlum að róa, þó veður væri þá allgott. En þeg- ar prestur var sofnaður, sagðist Jón ekki nenna að liggja í landi í svo góðu veðri og vildi róa. Þorleifur var tregur til í fyrstu en fór þó með bróður sínum. Húskarlar vildu hvergi bregða af fyrirmælum prests. — Þeir bræður réru hálfa mílu vestur af eyjunum en þá brast á ofsa- veður með kafaldi. Prestur vaknaði við veðurgnýinn og kvað þá sonu sína týnda. Um það reyndist bann sannspár sem fleira. Þeir bræður fórust í því veðri og rak hvorki bát eða menn. Fleiri sagnir munu til um síra Árna, en þessar munu helstar og hirði eg ekki um að tína til fleiri. Síra Árni varð háaldraður. Dó í Hvallátrum 8. ágúst 1655. 95 ára gamall. Hann varð kyn- sæll mjög og er margt manna frá honum komið um allar Vest- ureyjar og víðar um Breiða- fjörð. Frá Guðmundi Fljóðusyni Sigurfljóð hét kona. Hún eignaðist piltbarn á unga aldri sem lienni gekk illa að feðra. Barnið var skírt Guðmundur. Guðmundur þessi var jafnan kendur við móður sina og kall- aður Fljóðuson. Þó var sá mað- ur er Guðmundur hét, og upp- nefndur Lókátur, sagður faðir hans. Um Lókát er til sú sögn. að hann sofnaði eitt sinn undir messu í Flateyjarkirkju, dreymdi í svefni og hrópaði upp: „Er langan á Dílarifinu. Drottinn minn!“ Má nokkuð af þessu marka hversu fast hugur hans stóð til veiðiskapar. Var hann og talinn aflakló. GuðmundurFljóðuson gerðist 'HvjOJi QMc ^hjCLmÚJjb^ix r SKOÐANIR NOKKURRA NAFNFRÆGRA BRETA, ÁSAMT ATHUGASEMDUM. dx. 'H&ífycc 'p^otuKss.. i. Árið 1928 kom út í London hók, sem heitir „Where are the Dead?“ og er þar safn ritgerða eftir suma af nafnkunnustu vis- indamönnum, spekingum, skáldum og klerkum Breta. — Formáli bókarinnar hefst á þvi, að ekki sé til nein spurning, sem meiri þýðingu hafi fyrir hvert mannsbarn en þessi. Er fyrst prentað bréf frá A. J. C., sem birtist í blaðinu Daily News og varð til þess, að blaðið bað nolckra af „helstu spekingum samtíðarinnar“ („some of the greatest thinkers of to-day“) að láta í ljósi hvernig þeir vildu svara þessari spurningu. duglegur og ágætur sjómaður. Um tíma var hann á vist með Ólafi prófasti Sivertsen i Flatey, og sagði prófastur, að ekki hefðuaðrirstýrtbetur skipi und- ir sér í stórsjó og náttmyrkri á skerjóttri leið en Guðmundur. Guðmundur fluttist úr Flatey út undir Jökul og gerðist þar for- maður. — Eitt sinn er hann kom að Iandi úr róðri, var honum sagt að bam sem hann átti væri dáið. Hann brá við og veitti barninu nábjargir með blauta sjóvetlingana á höndunum. En meðan hann var að þvi lukust upp ýmist augu eða munnur barnsins, og sögðu sumir að barnið dæi þá fyrst í höndum Guðmundar. Eitt sinn var Guðmundur i kaupavinnu i Stykkishólmi með konu sinni óléttri. Þau voru i ey óbyggðri við heyvinnuna. Tók þá kona hans jóðsóttina. Guð- mundur hratt þá fram báti sin- um i snatri og ætlaði að koma konunni heim í Stykkishólm til manna áður en barnið fæddist. F.n það var um seinan, barnið fæddist á leiðinni. Guðmundur lagði þá inn árarnar og vildi skilja á milli sem kallað er. En þegar til átti að taka voru eng- in tæki til þess í bátnum, hvorki hnifur eða annað. En karl var ekki á því að skiljast við hálf- klárað verk; hann gerði sér lítið fyrir, lagðist niður og beit i sundur lokinn (naflastrenginn). Hvorttveggja lifði, barnið og konan. (Heimild: Saga Flateyjar- hrepps eftir Gísla Konráðsson). Bréfritarinn, A. J. C., hefir eftir einhverjum þessi orð: „Mér fyrir mitt leyti liefir altaf fundist sem eg muni í einhverri mynd lifa eftir dauðann; en það sem eg hefi aldrei getað skilið, er hvert vér förum öll eftir dauðann, ef við þá förum nokk- uð.“ Og því næst minnir hann á, að 30 miljónir manna a. m. k. deyja árlega hér á jörðu, og að tala framliðinna frá upphafi mannkynsins muni sldfta mörg- um biljónum. „Hvar eru allar þessar miljónir miljóna?“ spyr bréfritarinn að lokum, og kvart- ar yfir því, að kirkjunnar menn gefi aldrei neitt ákveðið eða skynsamlegt svar við þessari spurningu. í þvi, sem á eftir fer, minn- ist eg á það sem mér virðist einna fróðlegast i svörum hinna miklu spekinga. i n. Fyrstur svarar hinn frægi læknir og mannfræðingur Sir Arthur Keith. Hann er mjög eindreginn vantrúarmaður, og verður að dást að þeim kjarki, sem þarf til þess að vera það, þar sem kirkja og kristindóm- ur má sin eins mikils og með Bretum. „Líf eins og vér þekkj- um það“, segir hann, „byggisl altaf á efnisundirstöðu; lifeðlis- fræðingar geta ekki liugsað sér hvernig líf ætti að geta verið til án sambands við efni. Ef hugur manns á að geta lifað eftir dauðann, þá verða líkamir vor- ir einnig að geta það“. Sú álykt- un, að um líkamalaust lif geti ekki verið að ræða, virðist mjög skynsamleg, og þar sem Sir A. K. hugkvæmist ekki, að lífið kunni að vera þess megnugt, að skapa sér nýjan likama i stað þess, sem ónýtist og deyr, þá er skiljanlegt mjög, að hann er al- veg trúlaus á ódauðleika mannsins. Hinn heimskunni eðlisfræð- ingur Sir Oliver Lodge, sem kemur næst, er aftur á móti al- veg sannfærður um að maður- inn lifi þótt hann deyi og telur sig byggja þessa sannfæringu sina á fullgildum sönnunum. En hvemig hinn mikli eðlisfræð- ingur fer að hugsa sér framlíf- ið sem lif í ljósvakanum, er of- vaxið minum skilningi. Koma mér í hug í því sambandi þessi orð Goethe: Denn ein voll- kommner Widerspruch bleibt gleich geheimnisvoll fiir Kluge wie fur Thoren: það sem er í fullkominni mótsögn við sig sjálft, er jafn óskiljanlegt fyrir vitran og fávísan. Þá kemur skemtileg grein eftir skáldsagnahöfundinn Arn- old Bennett. Honum, farast svo orð: „Sérhvert svar (við þess- ari spurningu) er einungis laus- leg tilgáta einhvers einstaklings á einhverju augnablild hins and- lega þroskaferils hans.“ Og enn- fremur: „Yér getum ekki hugs- að oss „sál“ án líkama.“ Hann ræðir um þá kenningu, að heimkynni framliðinna séu í 4. rýmd (dimension), og telur staðleysu eina, þar eð enginn geti í rauninni haft neinn skiln- ing á þvi, livað 4. rýmd sé. Þá minnist hann á endurholdgun hér á jörðu, og telur mjög ólik- lega. Framlíf í ljósvakanum virðist honum varla geta komið til mála: „in the ether, on no physical footing? Almost incon- ceioable“. — Þá kemur Bennett — einn allra þessara ritgerða- liöfunda! — að því, hvort lífið muni halda áfram á einhverri annari stjörnu, en lelur það með öllu ómögulegl, af því að vér getum ekki ímyndað oss livernig sálir með líkömum ættu að geta flutst milli sljamanna. Skáldið lýkur þannig máli sínq „að liann sé ekki sannfærðari um neitt en það, að vér munum aldrei fá vilað, livað dauðinn þýðir eða hvað á eftir kemur .... Það er hest fyrir oss að fá aldrei að vita það. Mannleg fáfræði um framtíðina er meir en hlessun; það er ráð- stöfun guðlegrar visku að svo skuli vera.“(!) Einn af þeim, sem spurning- unni svara, er Julian S. Huxley, sonarsonur Th. H. Huxleys (1825 —95), seni var samherji Dar- wins og i tölu ágætustu nátt- úrufræðinga sinar samtíðar. Julian er prófessor í dýrafræði eins og afi hans, og fetar vel i hans fótspor. Hann hefur mál sitt á þvi, að hið eina rétta svar

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.