Vísir Sunnudagsblað - 05.05.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 05.05.1940, Blaðsíða 1
mmm 1940 Sunnudaginn 5. maí 18. blad QuuwctA u4t. {Magnúsj: Fyrir 350 árum beindust augu alls hins mentaða lieims að lítilli eyju í Eyrarsundi. Það var eyjan Hveðn (Hveen), sem liggur 4% km. undan strönd Sviþjóðar, en rösklega 8 km. frá Sjálandsströndum. Á skömmum tima varð hún kunn um öll Norðurlönd, og þvi næst um heim allan, hvar sem hler- að var eftir menningarlegum fregnum. Einkum voru það visindamenn og aðrir menta- menn, sem beindu þangað sjónum sínum. Á árunum frá 1576—1597 gerðust þarna mörg teikn og stórmerki, sem menn ýmist undruðust eða dáðust að. Menn i fjarlægum, suðrænum löndum lögðu í erfið ferðalög til Norðurlanda í þeim erinda- gjörðúm einum að koma til eyjarinnar i Eyrarsundi. Þang- að sóttu furstar, menningar- frömuðir, þjóðhöfðingjar og önnur stórmenni. Meðal þess- ara manna má nefna þjóðhöfð- ingjana Jakob VI. í Skotlandi og Kristján IV. Danakonung. Allir vildu sjá og kynnast hin- um stórfenglegu vísindalegu framkvæmdum og rannsókn- um, sem þarna áttu sér stað, og ekki sist kynnast þeim manninum, sem á skömmum tíma hafði vakið á sér heims- athygli fyrir starfsemi sína á Hveðn. En það var Tyge (Tyc- ho) Brahe, stjörnuskoðarmn og stjörnufræðingurinn frægi. Tyge Brahe gerði garðinn fræg- an og ritaði nafn sitt óafmáan- legu letri i sögu vísindanna. Og eyjan í Eyrarsundi verður vafalaust um langan aldur nafnkunn i sambandi við hinn fræga mann, sem þar starfaði í blóma lífs síns í 21 ár. Fyrir rúmlega tveimur árum átti ég því láni að fagna, að koma sem gestur á þessar stöðvar Tyge Brahe's. Verða hér raktar nökkrar minningar úr því ferðalagi. EYJAN FRÆGA í EYRARSUNDI. Fcrðaminning og hugleiðingar. ii. Meðan ég dvaldi i Kaup- mannahöfn árin 1936—37, var ég um skeið í sambandi við sænskan mentamann, fil. cand. G. Wilske í Gautaborg. Wilske safnaði um þessar mundir efni i bók, sem f j allaði um öll Norð- urlöndin. í bókinni áttu 2—3 ritsmíðar að birtast frá hverju þessara landa. Hafði hann fengið í sænskri þýðingu sögu- kafla eftir mig, sem birtast átti i riti þessu. Það var þjóðlífs- lýsing, fjallaði um fráfærur í sveit og hefir birst í einni af sögum mínum. í einu bréfi sinu til mín bauð Wilske mér út i Hveðn, og skyldi ég vera gest- ur hans, en þar hafði hann sumarheimili. Frá Kaupmannahöfn til Hveðnar eru daglegar sam- göngur. Snemma morguns steig ég út í ferjuna. Það var bjartur júní- morgun, sól yfir sundum, „fag- ur himinhringur". Kaupmanna- hafnarbúar fara snemma á fætur, ekki síst á svona morgn- um, og þegar ferjan skreið út úr hafnarmynninu, gat að líta iðandi líf á baðströndinni, bað- tjöldin voru tekin i notkun, en skemtisnekkjur sigldu í ljúfri austrænu um sundið. Fagurt er að sigla um Eyrar- sund á björtum vordegi. Sund- ið er eins og stórt vatn milli skógarása, allar linur út við sjóndeildarhringinn eru boga- dregnar og mjúkar; þær minna helzt á hlýjan ósnortinn f aðm, og maður vill sem lengst eiga þann varma, þá tilhlökkun og gleði, sem tendrast við hrifn- ingu f jarlægðarinnar. í þessum græna faðmi skógarásanna hvila bændabýli og þorp. Hús- in eru snotur, hvít með rauðu tígulsteinsþaki. Og þessi býli skotra augunum út á sundið. Þar líta þau aragrúa allskonar skipa á þessari alfaraleið frá Norðursjónum og Atlantshafinu til Eystrasalts. Mörg hundruð skipsstefni kljúfa sundið á hverjum degi. Fánar flestra þjóða heims blika yfir sund- inu. Og þessi skip eru af öll- um stærðum og gerðum: litl- ar, skrautlegar, hásigldar lysti- snekkjur; flutningaskip með timburhlaða upp í miðjar sigl- ur koma frá Eystrasaltshöfn- unum; marglyft skemtiskip með miljónaauð og skraut inn- an borðs; steind herskip af flestum stærðum og ýmsum. gerðum, þar með talin flugvéla móðurskip, sem fremur likjast fljótandi drangeyjum en skip- um. Og ferjan brunar út sundið. Að baki sekkur Kaupmanna- höfn inn i faðm skógarins, framundan skýrist eyjan fræga hæst að sunnan og örlítið hall- andi til norðurs, með skógar- beltum hér og þar, háum bökk- um niður i flæðarmál. Innan stundar rennir ferjan að bryggju i litlu þorpi, Kyrk- backen, sem stendur á örmjórri láglendisræmu undir bökkun- um að vestanverðu. Hr. Wil- ske tekur á móti mér og býð- ur mig velkominn til Sviþjóð- ar. Þarna búa mestmegnis Svi- ar, en sambönd hafa þeir þó öllu meiri við Danmöi'ku en Svíþjóð. Sem dæmi þess, má nefna hinar tíðu samgöngur við Kaupmannahöfn. Þegar ferjan, sem ég kom á, var orðin land- föst, stökk piltur úr landi um borð og sótti blaðaböggul all- mikinn. Það voru morgunblöð Kaupmannahafnar; innan skamms sást pilturinn á hlaup- um milli húsanna í þorpinu, kallandi: Politiken, Berlingske Tidende. Hveðn var hluti af Danaveldi hinu forna, en við friðarsamn- inga milli Svía og Dana 1660 féll eyjan í hlut Svía, og hefir verið undir fána þeirra siðan. En á frægðardögum sínum var. eyjan undir danska fánanum, og skal nánar vikið að því timabili síðar. Þarna búa 1100—1200 manns. Eyjan er frjósöm og jarðrækt prýðileg, auk þess stunda eyj- arskeggjar fiskiveiðar. Þó má geta þess, að allmargt fólk dvelur þarna að sumrinu, til þess að njóta sjávarlofts og sjó- baða, náttúrfegurðar og hvild- ar. — Wilske reyndist natinn við að segja mér frá merkilegum sögulegum minjum, sem eyjan hefir að geyma. Hann hefir lesið jarðfræði, rannsakað eyj- una, gert kort yfir hana og gef- ið út bækling um hið mark- verðasta, sem þar er að sjá og finna, bæði frá sögulegu og landfræðilegu sjónarmiði.Taldi hann vist, að eyjan hefði stein- aldarminjar að geyma, og er við vorum á gangi undir bökk- unum, sunnan til á eynni, byrj- aði hann að róta í jarðvegin- um, til þess að reyna að finna einhverjar minjar frá steinald- armönnum, sagði hann. Sú til- raun reyndist þó árangurslaus. En áður en við skildum, gaf hann mér oddmyndaðan, slíp- aðan stein, er hann hafði fund- ið þar í jörðu; taldi hann stein þann vera odd af einhverju vopni eða verkfæri, og bað mig eiga til' minningar um komuna i Hveðn. III. Hérna var nú Tyge Brahe,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.