Vísir Sunnudagsblað - 05.05.1940, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 05.05.1940, Blaðsíða 4
4 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ fjAtí eru fleiri en styrjaldarþjóðirnar, sem her- væðast. Smóþjóðirnar gera það líka og hafa margar þeirra lagt ógrynni fjdr fram til hervæð- ingar d síðustu árum. Meðal þeirra smáþjóða, sem hættulegast er sett, eins og viðhorfið er nú, eru Svisslendingar. Hafa þeir varið miljörðum gull- franka undanfarin dr lil hernaðarrdðstafana, og herskylda hefur hvílt þar um áratugi og aldir d hverjum vopnfærum karlmanni. Greinin, sem hér birtist, er sendibréf frá sviss- neskum hermanni, sem dvelur uppi í Alpafjöllum við heræfingar. Lýsir hún allvel þeim örðugleik- im, sem þeir eiga við að etja, þótt Svisslendingar eigi enn sem komið er ekki í hernaði við neina þjóð. FRA STRIÐINU: Heræfiiig'ai* í Alpaf Jöllnin. Skíðaherdeildirnar eru altil- búnar að leggja af stað til æf- inga. Fyrir framan hverja deild stendur skíðakennari. Við er- um sendir hátt upp i Alpafjöll til að læra og iðka skíðagöngur og til að vera undir það búnir, að fara þangað hvenær sem þörfin krefur, klæddir her- mannabúningum, húnir vopn- um, og skotfærum og nægum nestisbirgðum til 2—3 daga í senn. Við verðum að læra all- ar greinar skíðaíþróttarinnar, og okkur er eklci slept fyrr en við höfum sigrast á öllum erf- iðleikum, getum stokldð fram af hengjum og brunað niður snarbrattar brekkur. Við dvelj- um í þrjár vikur í þektum vetr- aríþróttastað hérna órahátt uppi í fjöllum. Nú eru ekki neinir gestir hérna úr framandi lönd- um, eins og venjulega um þetta leyti árs, en íbúarnir eru fegnir að hafa okkur, þvi þeim finst við lífga upp á einstæðingshátt- inn þar efra. Þetta er síðasta vikan, sem við erum hérna í þorpinu. Og í kvöld eigum við að ganga á skíðum til fjalla, ganga í nátt- myrkri upp snarbrattar breklt- ur og sofa úti í nótt. Skíðakennararnir gefa okkur skipun um að halda af stað, og hópurinn leggur í langri lest — hver á fætur öðrum með jöfnu millibili út í nóttina og myrkr- ið. Sumir okkar jóðla, en jóðlið berst út í einmana þögnina eins og örmagna hróp í endalausri auðn. Dráttarbrautin, sem hgg- ur hægra megin upp snarbratta fjallshliðina og járnbrautar- stöðin í dalbotninum,- sem hvorttveggja er uppljómað, hverfur sjónum okkar hægt og sigandi, en við hlykkjum okkur upp brekkurnar æ hærra og hærra og liugsum til óþægind- anna, sem, mjóar leðurólar her- mannataskanna baka okkur, er þær skerast inn i axlirnar. Við erum hættir að tala nema það allra nauðsynlegasta. Jóðl- ararnir eru hættir að jóðla himnunum til dýrðar, því að erfiðið er of mikið. Það Iamar og dregur úr manni gáskann og léttlyndið. Og leiðin er þar að auki erfið og hættuleg, svo hún krefst ítrustu varfærni og að- gæslu í hvívetna. Eitt óvarkárt spor eða lítilsháttar mistök önn- ur geta liaft slys eða jafnvel bana í för með sér. Þegar við erum sestir niður og hvilum okkur niðri í brekk- unum, bex-ast dimmir og hátíð- legir klukknahljómar dalkirkj- unnar til eyrna okkar. Þær hringja til aftansöngs og fólkið í þorpinu streymir á þessari stund í kirkjuna og hlustar á prestinn hiðja guð að varðveita föðurlandið og frelsi þjóðarinn- ar. — Veðrið er þungbxiið, kalt, hrá- slagalegt og innan stundar tek- ur að snjóa. Við í-ísum á fætur og höldum áfram í skæðadríf- unni æ hærra upp i fjallshlið- ina. Þrátt fyrir snjókomuna er 15 gráða kuldi, og kuldinn eykst stöðugt, þvi hærra sem við stig- um. Hann er talsvert tilfinnan- legur, því hann hítur i andlitið og nístir mann í gegn. Uppi á fjallsbi'úninni er lítið stöðuvatn. Þar tökum við okk- ur hvíld og snæðum. Teið i her- mannaflöskunum er orðið að ís- klump, svo að við höfum ekk- ert til að drekka. Að máltíðinni lokinni byrjum við að grafa okkur í fönn. Við ætlum að byggja okkur snjóhús, en það var ekki hægt, vegna þess, hvað snjórinn var nýr og laus í sér. í þess stað grófum við okkur inn í hengju, grófum mörg hús og vorum fjórir í hverju liúsi. Það var tveggja klukkustunda vinna, þó við héldum vel áfram. Veðrið versnar stöðugt og frostið harðnar. Skafrenningur- inn þyrlast upp um andlitið og fyllir augu og munn, sva að við verðum að grípa andann á lofti. Eg stend vörð ásamt tveim öðrum fyrir framan snjó- liúsaborgina, við erum klæddir hlýjum sauðskinnsfeldum að sið Finna, en samt sem áður læsir nístandi kuldinn sig um okkur, einkum, um útlimi og andlit og við byrjum að kala. Við lieyrum drunurnar af fall- andi snjóskriðununx, þegar þær losna ofan xir fjallatindunum og bruna með örskotshraða niður hlíðarnar, niður björg og hengj- ur og niður í djúpa dalhotn- ana. Þær eru hræðilegar, þess- ar drunur, ekki síður en fall- byssudynkir og það býr dauði og glötun í þeim hvorutveggju. Til að fullkomna þessa trölls- legu hljómkviðu blindra nátt- úruaflanna, leikur stormgnýr- inn undir, svo að hvín i brotn- um berggnípunum alt í kring, en niðdimm hríðin þyrlast upp í hvosum og dældum, lileðst saman i skafla og þeytist burtu aftur. Þetta hamstola æði roks og hiáðar stælir okkur og hei'ð- ir, mótar okkur og skapar og hjálpar okkur til að vernda land vort og þjóð ef á það verður ráðist. Við erum leystir af hólmi, og göngum til hvílu. Fæstir okkax hafa áður gist í snjóhúsi í 25 sliga kulda og stórhríð. Við breiðum segldúk, daghlaðaræfla og ullarteppi ofan á skíðin, því það eru fjaðradýnurnar okkar hér í snjóheimum. Við ski'íðum í svefnpokana, breiðum kápurn- ar ofan á okkur og byi'gjum andlitin eins vel og okkur er unt. Legurýmið er ákaflega lítið og við verðum að þrengja að okk- ur eftir megni til að komast allir fyrir. Áður en við göngum til hvílu byrgi eg dyrnar á snjóhús- inu, hleð snjó upp í þær nema örlítil loftgöt sem eg held opn- um. Við erum gersamlega úti- lokaðir frá umheiminum, og þegar skelft liefir nægilega yfir dyrnar, gæti enginn imyndað sér að inni i þessari snjóhengju byggju nokkur hundruð vaskra hermanna með matarbirgðir og annan útbúnað. Við hugsum heim til foreldra okkar og leið- um að því getgátur hvað mæður okkar myndu segja ef þær vissu hvar við svæfum á þessari stund. Ut frá þessum hugleiðingum sofnum við. SkíðamaSur í Alpafjöllum.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.