Vísir Sunnudagsblað - 12.05.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 12.05.1940, Blaðsíða 1
1940 Sunnudaginn 12. mai 19. blaö ALAIN VALDI ANDRÉ MAUROIS er einn frægasti núlifandi rithöfundur Frakka, Hann er fæddur í Normandí árið 1885, og hið rétta nafn hans er Emile Herzog. Auk skéldsagnagerðar hefir Maurois fengist við sagnfrœðirannsóknir og ritað ævisögur ýmissa merkra manna, svo sem Disraelis, Shel- leys og Balzacs. — í þessari grein lýsir hann kennara sinum, Emile Chartier, sem ritar undir dulnefninu Alain. Sumir telja Alain hinn merkasta skólamann, sem uppi hefir verið á þessari öld í Frakklandi. Hefir hann með kennslu sinni og persónu haft djúp áhrif á franska mennta- menn samtíðar sinnar. Alain hefir ritað fjölda bóka, sem bera nafnið: „Propos d'AIain". Eru það söfn smáritgerða um list og heimspeki. Hann hefir aldrei sett heimspekiskoðanir sínar í kerfi, en þykir djúpsær og rit hans njóta hins mesta álits hjá fremstu mentamönnum Frakka. Þýð. Þegar eg var 16 ára, kyntist eg Alain. Síðan eru liðin nær- felt 40 ár, en aðdáun inín á gáf- um hans og skapgerð er enn ó- breytt. Eg hefi þekt mikla stjórnmálamenn, herforingja og heimsfræga rithöfunda, en hin eina ógleymanlega persóna, sem eg hefi nokkru sinni kynst, er Alain. Við, nemendurnir i Rúðu- borgar-mentaskóla, biðum þess með óþreyju og forvitni einn októbermorgun 1901, að hefja nám undir handleiðslu hans. Eldri nemendur höfðu sagl okkur sögur af þessum unga kennara í heimspeki, sem hafði frábært ímyndunarafl og hag- aði kenslu sinni öðruvísi en all- ir aðrir. Svo kom hann inn úr dyrunum, með rösklegu og á- kveðnu göngulagi, mikill vexti, fríður sýnum og festulegur á svip. Hann virti okkur fyrir 'sér nokkra stund, an þess að mæla orð. Því næst tók hann krítar- mola og skrifaði á töfluna tvær setningar eftir Platon: „Menn verða að leita sannleikans af allri sálu sinni" og: „Menn eiga að velja lengstu leiðina." Þannig hófst hin vetrarlanga örvandi kynning okkar nem,- endanna af Emile Chartier, heimspekingnum, sem skrifaði undir dulnefninu „Alain". Ald- rei vissum við, hvað hann myndi gera næst. Slundum sat hann á einu kensluborðinu mitt á meðal okkar og lét einhvern nemandann skrifa á töfluna megindrættina í ritgerð. Það kom fyrir, að hann tók skyndi- lega einhvern hlut, t. d. blek- byttu, og bygði utan um hann heilt heimspekikerfi. Stundum lét hann einhvern okkar lesa kafla úr ritum Montaignes eða Hómers og útskýrði svo textann LENQSTU LEIDINA - fyrir okkur það, sem eftir var kenslustundarinnar. Descartes eða Kant, sem virtust torskild- ir og leiðinlegir, er við lásum þá upp á eigin spýtur, urðu mannlegir, nýtískir og sígildir, er hann varpaði ljósi skilnings sins yfir þá. Hann gagnrýndi aldrei mikla rithöfunda, sem hann dáðist að. Andmæli virtust honum leiðindaverk. En' hann kendi okkur að skilja þann sannleika, sem fólginn er í verkum þeirra, og hann lét okkur sjá margt í þeim, sem við höfðum aldrei áður veitt eftir- tekt. Hann kom aldrei fram með kenningar, sem þýða: „Þannig áttu að hugsa". Hann sýndi okkur gildi gagnstæðra kenn- inga og þá örðugleika, sem, öll hugsun þarf að sigrast á. Oft sannaði hann okkur einhverja fjarstæðu, svo að það virtist ó- hrekjandi. En við urðum sjálfir að uppgötva veiluna í sönnun- inni. Hann hafði ákveðnar, per- sónulegar skoðanir um uppeldi ungra manna. Hann hélt því fram, að námið ætti að vera vinna, en ekki leikur; að glím- an við viðfangsefnin væri besta kenslan; að aðeins mikil á- reynsla gæti s'kapað mikla sál; að betra væri að hafa staðgóða þekkingu á fáum sviðum en yf- irborðsþekldngu á mörgum. Hann hafði fyrir satt, að nemendurnir gleymi skjótt þvi, sem þeir lacrji fljótt, og að i vel hepnaðri kenslustund eigi nem- endurnir að vinna meira en kennarinn. „Þar eiga að hljóma raddir ungmennanna, en ekki einræður kennarans", sagði hann. Hann notaði mikið töfluna, því að hið ritaða orð festir hugsunina og léttir minnisstarf- ið. „I hernum", sagði hann, „eru aldrei haldnir fyrirlestrar um riffla, en hverjum her- manni er fenginn i hendur riff- ill, hann er látinn taka hann í suhdur og nota sömu orð yfir hina ýmsu hluta hans og kenn- arinn. Eftir 20 tíma veit her- maðurinn, hvað riffill er, og hann hefir orðaforða til að segja um hann það, sem hann veit. Á sama hátt læra nemend- urnir ekki að hugsa á þvi að hlusta á mann, sem hugsar vel. Það er nauðsynlegt að igrunda eigin rok, sanna þau, endur- taka þau og umbæta, uns efni og orð eru runnin í merg og blóð, orðin hluti af sálunni". Eg skýrði Alain frá þvi, að eg ætlaði að verða rithöfundur og fékk hjá honum fyrsta við- fangsefnið. Hann sagði mér að afrita „Chartreuse de Parme" eftir Stendhal, skáldsögu um 900 síður! „Lærdómslistin", sagði hann, „er í því fólgin að likja lengi eftir og endurtaka oft, eins og hver tónlistarmaður veit." Hann kendi mér að fyrirlíta ekki hið hversdagslega. „Aðeins heimsk- ingjar halda, að þeir verði frum- ANDRÉ MAUROIS. legir á því að skeyta ekki um, að kynnast hugsunum kynslóð- anna, sem lifað hafa á undan þeim. Hinn sanni frumleiki er f ólginn i því, að koma vel orð- um að hinu ' hversdagslega." Hann lagði ríkt á við okkur að kryddá heimspekiritgerðir okkar með dæmum úr veru- leikanum. „Sehiingar ykkar eiga að vera morandi af stein- um, málmum, stólum, borðum, dýrum, karlmönnum og kven- mönnum. Óhlutrænn ritháttur er altaf htlaus. Aðeins hlutstæð dæmi blása lifi i stílinn." Hann kendi okkur einnig, hvernig við ættum að takmarka okkur í riti: „Það er ávalt auðvelt að vera Iangorður, en það krefst tíma að vera stuttorður." Stund- um lét hann mig skrifa ná- kvæmlega 50 línur um eitthvert erfitt efni. Á spássíurnar á þessum æfingum ritaði hann: „Vertu stuttorður og gagnorð- ur og endaðu á merg málsins." Verkefnin, sem hann fékk okkur i heimspekiritgerðir, voru dásamlega örvandi. 1 stað þess að fá okkur almenn við- fangsefni, fékk hann okkur verkefni sem þetta: „Ung vænd- iskona er í þann veginn að kasta sér iit af einni brúnni niður i

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.