Vísir Sunnudagsblað - 12.05.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 12.05.1940, Blaðsíða 2
2 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ Signu; heimspekingur, sem er þar á gangi, sér lil hennar og varnar henni að fremja þennan verknað. ímyndaöu þér samtal þeir'ra". Eða: „ímyndaðu þér samtal á milli hringjara og slökkviliðsstjóra um tilveru guðs.“ Við vissum, að hann var gæddur miklu andlegu hug- rekki. Hann sagði oft, að engu jarðnesku valdi ætti að leyfast að eyðileggja hið persónulega, innra frelsi, sem er vöggugjöf iivers einstakiings. Dag nokk- urn færði hann okkur ótvíræða sönnun á andlegt sjálfstæði sitt. Franskir kennarar eru embætt- ismenn rikisins. Við og við koma skólaeftirli tsmenn til að ákveða, hvaða kennarar eru verðir þess að flytjast í hærri stöður. Alain var að segja okkur ástæðurnar fyrir því, liversvegna hann væri mótfallinn nafnbót- um og heiðursmerkjum. „Með þessu móti nær stjórnin of föst- um tökum á einstaklingunum“, sagði hann. „Það eru nokkurs- konar mútur. Hvernig getur maður, sem sækisl eftir titlum og heiðursmerkjum, er ráðherr- arnir einir veita, lifað frjáls, í athöfnum og skoðunum,?“ í þessum svifum opnuðust dyrnar, og skólaeftirlitsmaður kom inn. Hann var mikill á lofli, hlaðinn heiðursmerkjum og titl- um. Við litum hver til annars. Skyldi Alain nú halda áfranx þessu hættulega umtalsefni, eða skyldi hann sjá sér leik á borði og draga sig í hlé, þar sem frarn- tíð hans gat verið í veði? Hann heilsaði ef tirli tsmanninum kurteislega og þvi næst sagði hann blátt áfram: „Eg var að skýra fyrir þeim, hversvegna eg er andvígur titlum og heið- ursmerkjum“. Við drógum létt- ara andann. Alain var altaf sjálf- um sér líkur. Og það skal sagt til heiðurs eftirlitsmanninum, að dirfska Alains hindraði það ekki, að hann var fluttur í hetri stöðu næsta ár. Er eg hafði lokið námi í mentaskólanum i Rúðuborg, var ætlun mín að fara til Paris- ar og hefja þar rithöfundarferil minn. En faðir minn lagði fast að mér að vinna í verksmiðju sinni í Normandi. Mér til undr- unar studdi Alain mál hans. „Ef þú byrjar nú rithöfundarferil þinn,“ sagði hann, „munt þú ekkert þekkja almúgann og h'f hans. Þú munt lifa reynslu- snauðu lifi fámenni’ar menta- mannastéttar á lcaffihúsum og i veislusölum Parísarborgar. Þetta er ekki það, sem hinir bestu rithöfundar hafa gert. Balzac var skrifari embættis- manns. Dickens og Kipling voru fréttaritai’ar. Stendhal og Tolstoi voru liðsforingjar. Joseph Com;ad var sjómaður. Ef þú vinnur nú um hríð í verk- smiðjunni, muntu kynnast vinnuveitendum og verkamönn- um og hinu erfiða starfi. í stuttu máli: þú tekur þátt í lífhiu. Er þú hefir aflað þér lífsreynslu, hefir þú fyrst rétt til að lýsa lif- inu“. Eg fylgdi ráðum hans, og mig hefir aldi’ei iðrað þess. Seinna kendi Alain í Menta- skóla Hini’iks IV., sem er senni- lega besti mentaskólinn í París. Er eg kom til Pai’ísar, liafði eg það fyrir fasta venju að heim- sækja hann í litlu ibúðinni hans. íburðarmesta húsgagnið var píanó, enda lék liann ágætlega á hljóðfæri. Hann átti aðeins fáar bækur, og óbeit lians á heiðurs- merkjum var engu rninni en áð- ur fyrr. Sökum langrar þjónustu hans í þágu ríkisins, voru hon- um send ýms heiðursmerki, en lxann var í verki trúr skoðunum sinum og neitaði að taka við þeim. Hann hefði auðveldlega getað oi’ðið prófessor við Sor- bonne, en sökum hlédrægni sinnar gerði hann aldrei nauð- synlegar í’áðstafanir til þess. Heimsstyrjöldin skall skyndi- lega á 1914. Alain var þá 47 ára gamall. Hann hefði ekki þurft að fara á vígvöllinn, en liann gerðist sjálfboðaliði í hernum. Hann var ágætur hermaður, liugrakkur og fylgdi nákvæm- lega öllum fyrirskipunum, en aldrei eitt augnablik Iagði hann hinn fi’jálsa anda sinn í fjötra. Hann var sennilega eini maður- inn í sinni stétt á þessunx aldri, sem barðist allan ófriðinn senx óbi’eyttur hermaður. Hve rnikið, sem að honum var lagt, neitaði hann að taka við foringjatign, sakir hinnar bjai’gföstu skoðun- ar sinnar, að valdið hafi vond áhrif á þann, sem með það fer. Hann fann, að hann gat best þjónað ættjörð sinni íxieð því að lifa á meðal óbreyttra her- manna sem strangur dónxari gagnvart valdinu. Og á þeim tima, sem valdið var hæstiréttur, hélt hann áfram baráttu sinni til að varðveita virðingu fyrir manninum og hugsunarfrelsi einstaklingsins. Fjögur ár i skotgröfunum gerðu hann að gömlum manni. Eftir ófriðinn þjáðist hann af gigt og lxelti, en hélt öllum and- leguixi kröftum. Hann kendi lieimspeki enn um 15 ára skeið í mentaskólanum, og af kenslu lians fór mikið ox’ð. Eg bjó þá í Paris, og þegar eg fór að lieimsækja Alain vorunx við vanir að ganga um í Luxem- borgargarðinum. t livert sinn sem bók var nýkomin út eftir mig, færði eg honum hana nxeð blygðunarsemi og beið eftir dómi hans, eins og eg liafði gert, þegar eg var í skóla. Stundum virtist liann vera ánægður. Þeg- ar eg færði honurn „Ævisögu Disraelis“ og seinna „Ævisögu Chateaubi’iands“ sagði liann: „Þetta er mjög vel gert“. Það var alt og sumt, en eg fyltist hamingju og stolti. Stundum var dómur hans strangur. „Þetta hefðirðu ekki átt að ski’ifa,“ sagði hann. Og eg er viss uixi, að hann hafði rétt fyrir sér. Að lokuixx varð Alaiix að hælta kenslustörfunx. Hann var sjúk- ur maður og gat varla gengið. Þar senx hann lét íyrir berast i hægindastól sínum, var liann á- þekkur x-isavaxinni eik, sem visnað liefir í fárviðrum. En lxanxx bar sjúkdónx sixxn með heimspekilegri ró, og þrátt fyrir miklar þjáningar hélt hann á- franx að í’ita um lieimspeki og bókmentir. Eftir heimsstyrjöld- ina skrifaði liann 20 bækui’, og fjallar hin síðasta um Balzac. Sumir okkar eru þess fullvissir, að eftir hundrað ár muni rit Alains hafa náð meiri viður- kenningu exx mörg þau rit, sem nú eru talin sígild. Það fékk mér mikillar gleði, sem amerískur prófessor í heimspeki sagði við mig nýlega: „Vitið þér, að Frakkland er heimkýnni mikils manns, sem er tiltölulega ókunnur, og skrif- ar i’itgei’ðir undir dulnefninu Alain?“ „Hann er langt fná því að vera ókunnur“, svaraði eg. „Hann er kunnur á meðal þeirra, sem eru verðugir þess að þekkja hann!“ Þegar eg var kjörinn meðlim- ur franska vísindafélagsins síð- astliðið ár, spurðu blaðamenn mig um álit mitt á þessai’i nýju upphefð minni. „Eg er einkum forviða á því,“ sagði eg, „að mér skuli hafa hlotnast sá heiður, sem mér fremx-i mönnum hefir vei’ið synjað unx“. Eg liafði Ala- ixx i huga. Samt vissi eg, að þótt honum hefði verið sýndur þessi virðingarvottui’, myndi mimx gamli læi’ifaðir hafa hafnað lxonunx, eins og hann hafnaði ölluixi öðrum. Símon Jóh. Ágústsson þýddi. HUNDALÍF? — Þessi nxynd er frá Suðurheiixxsskautsleiðangri Bvrds og sýnir hundana, sem leiðangiarsmenn lxafa með sér. Það er rétt að taka það fram, að líf þessara lxcuda er að sögn — „kóngallf“. —

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.