Vísir Sunnudagsblað - 12.05.1940, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 12.05.1940, Blaðsíða 5
VlSlR SUNNUDÁGSBLAÍ) köngulóarvef, og að sjórinn sé þræðirnir. Við fljúgum inn i skýjaþykni, flugmaðurinn hækkar flugið upp í þúsund metra og í þeirri hæð fljúgum við í nærri klukkustund fyrir ofan skýin en undir heiðhláum himni. Endrum og eins sjáum við i gegn um göt i skýjaflákan- um og niður í grátt og tilhreyt- ingarlaust hafið. Eg er hættur að fylgjast með tímanum, veit ekki hvað við er- um húin að fljúga lengi. Naut- gripakaupmaðurinn, ræðismað- urinn eða hvað liann nú e'r, hringir bjöllunni, og um leið og hann lítur til kvenmannsins l)ið- ur hann þjóninn um tvo hjóra og smurt brauð, „þvi miður," segir þjónninn, „get eg ckki af- greitt yður." En kvenmaðurhm bendir út um gluggann og spyr: „Hvað er þetta þarhá? Eru það ekki flugvélar?" Og vissu- lega voru það flugvélar. Maður- inn sem bað um bjórinn hrökk við og spurði: „Hvar! Hvar! Eg sé ekkert!" Svo hleypur hann fram að stýrishúsinu, kallar eitthvað á sænsku eða finsku til flugmannsins og í sama velfangi finn eg hvernig vélin rykkist til og stefnir skáhalt hærra upp í himinhvolfið. Mér finst það ein- kennilegt, ef þetta eru rússnesk- ar flugvélar sem þarna eru á ferð, að flugmaðurinn skuli stefna vélinni upp en ekki nið- ur í skýjamökkinn. Eg slari óaf- látanlega á flugvélarnar sem líta i fjarska út eins og fimm feitar flær. Það hvorki drýpur né dett- ur af neinum í farþegaklefan- um, en við horfum öll með ó- skertri athygli út um gluggann og til sömu áttar. Eg er fullviss um, að ef bávaðínn í vélunum væri ekki, þá myndi hjartslátt- urinn í okkur heyrast. Flugmaðurinn tekur beygjur og eitt sinn hrapar hann í gegn- um loftgat. Við heyrum, þrátt fyrir vélagnýinn, hvernig stál- hjálmarnir skella saman, og einn þeirra dettur niður og velt- ur fram og aftur um gólfið. Hæðarmælirinn sýnir 2800 itítr. hæð. Kvenmaðurinn er orðinn náfölur í framan og nautgripa- kaupmaðurinn talar háll og framkomán her voll um skclí'- ingu. Það er auðsætt mál, að það eru hernaðarflugvélar, sem viö sjáum og að þær eru að élta okkur. Hermcnnirnir eru cinu mennirnir i flugvélinm' s'em eru rólegir, og þegar eg spýr ahtian þeirra hvar hann haldi að við sé- um, þá svarar hann með stök- ustu ró, að við munum sennilega vera rétt véstan við Álandseyjar, Flíernar fimm nálgait óðiim £ PvaS Finskir íiskveiðabátar i höfn. mun ske? Loftskeytamaðurinn kallar eitthvað út um dyrnar er eg skil ekki. Hinsvegar sé eg að báðir hermennirnir seilast eftir fallhlífunum og taka þær niður. Það nægir til þess að skjóta mér skelk í bringu, því að hingað til hafði eg ekki verið hræddur. Annar hermannanna hjálpar kvenmanninum til að spenna fallhlífina á sig, en eg sjálfur reyni eftir fremsta megni að komast af án hjálpar. Mér geng- ur ver en eg hugði, því að eg hélt ekki að fallhlífarnar væru jafn margbrotnar og þær eru. Ræðis- maðurinn eða nautgripasalinn með rauðu kinnarnar og hvíta nefið er búinn að týna gull- spangagleraugunum og er tek- inn að kjökra. Þjónninn er samt hræddastur allra og hann gerir okkur hin líka * hrædd. Hann þrífur í öryggislæsinguna á hurð sem eg hefi ekki tekið eftir fyr á farþegarýminu. Þar stend- ur svörtum stöfum á hvitum málmi: „Otgöngudyr í lifs- hættu." Þetta stendur letrað á fjórum tungumálum og mér finst það óneitanlega all hjákát- legt, að maður skuli eiga að steypa sér niður úr þrjú þúsund metra liæð ef lífshættu beri að höndum. Eins og það út af fyrir sig sc ekki nægilega mikil lífs- hætta! Þjónninn skipar fyrÍT á háða hóga, en sem betur fer. skil cg ekki eitt einasta orð af því sem hann segir. Flugvélarnar fimm hafa nálg- as>t" nkkur mikið erj þaér örti mi'klu hærra uppi' en við. Þær líta út eins og 5 svartir krossar — dauðakrossar — einn fyrir hvern okkar' farþeganna. Eg er þtvttur aS sjá nema tvœr flug- yélamia, Iiinar fsyu. komn&r upp yfir okkur. Á næstu augna- blikum hlýtur eitthvað að ger- ast. Kvenmaðurinn grætur, en við karlmennirnir rekum upp óp nema maðurinn, er eg kalla ræðismann, hann fellur með- vitundarlaus á gólfið. Roðinn hefir horfið úr andliti hans og fallhlífin liggur við hlið hans á gólfinu. Eg er að hugsa um það, hvort eg eigi að fleygja mér út um dyrnar eða hvort eg eigi ekki að gera það. Þá skjótast þrjár árásarflugvélar fram hjá okkur — þrjár finskar flugvélar. ÖU þessi hugaræsing varaði ekki nema í nokkurar mínútur, en þeim mínútum mun eg seint gleyma. Loftskeytamaðurinn rekur höfuðið aftur inn úr dyr- unum og glottir.Eg get ekkistilt mig um að hlæja. Mér finst það eitthvað svo broslegt er eg hugsa til dyranna sem maður á að labba út um í hfshæltu, og það er þeim mun broslegra vegna þess að annarstaðar stendur einnig skrifað á fjórum lungumálum: „Farið ekki úr Finslf kirííja, sætum yðar. Það er hættulegt." Kvenmaðurinn er enn með þungan ekka, en það er ekki lengur ekki ótta og skelfingar, hann er líkari fagnaðarandvörp- um sem liður frá brjósti henn- ar. Báðir hermenniniir taka til að syngja ættjarðarsöngva full- um hálsi. Þeir syngja um fátæka landið sitt, sem aldrci fullnægir þeim sem heimtar gull eða klingjandi skildinga. En þeir sem hafa alist upp í skógum landsins, við vötnin eða norður á heiðunum, þeir unua landinu þrátt fyi-ir fátæktina, og þeir unna því heitar en gulli eða veraldlegum fjársjóðum. Þjónninn stumrar yfir mann- inum í öngvitinu, en honum gengur undarlega seint að rakna úr rolinu. Stálhjálmarnir og gasgrimurnar hendast fram og aflur um gólfð, en við öskrum upp i eyrun hvor á öðrum, glað- ir og ánægðir yfir þvi, að hætt- an skuli vera um garð gengin. Hávaðinn er svo mikill að eg fæ hellur fyrir eyrun. Hæðar- mæhrinn sýnir 2500 metra. Við lækkum hægt og bægt flugið. Þjónninn tekur til og raðar gas- grimunum, stálhjálmunum og fallhlífunum aftur á sinn stað. „Ræðismaðurinn" i*is á fætur og afsakar sig. Hann segir að taugarnar séu bilaðar, því hann hafi tekið þátt i tveimur styrj- öldum. Hann blygðast sín auð- sjáanlega. Flugvélin stingur sér niður i þokuna. 500 metrar. Og æ lengra niður; 300 metrar, 200 metrar. Enn þá sést ekkert til jarðar. Alt í einu sjáum við óendanlega víðáttu hafflatarins. Við erum búnir að fljúga i tvær klukku- stundir og hamingjan má vita hvar við erum. 1 farþegaklefan- um er letrað að reykingar séu bannaðar, en eg reyki samt. Ef t- ir alt það sem skeð hefir á leið- inni getur enginn dyrfst að l)anna mér það. Loksins sé eg snjó, fölvaða ísjaka og vatn og skóga, endalausar skógarbreið- ur. Svo sé eg eins og hús á stangli. Við erum komnir til Suomi. Fyrstu lifandi verurnar sem cg sá i Finnlandi, cru nokkur liicindýr sem þeytast sitt í hvora állina þegar við fljúgum fyrtr ofan þau. Það er þegar tekið að lu'una og á vængjabrúnum l'lugvclarinnar loga mislit ljós. Þáð er sumstaðar búið að kveikja » bændabýkmum, en annars sjáum við aðallega snjó og skóga. Öðru hvqru getur að líla sleða með hestuin fyrir eða einstaka kirkju risa upp á milll. skógan»unna, Hétm aö ofan aÖ sjá er« ^attn $m og leikföng

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.