Vísir Sunnudagsblað - 12.05.1940, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 12.05.1940, Blaðsíða 6
6 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ litilla barna. Framundan sjáuni við flugvöllinn í Abo. Rauð ljós sýna lendingarsvæðið. Við lend- um. Hvarvetna standa hvit- klæddir og alvopnaðir hermenn á verði, en við sjáum þá ekki nema þegar þeir lu*eyfa sig. Stúlkan sem var með okkur í flugvélinni fleygir sér í fangið á liðsforingja sem biður komu hennar á flugvellinum. Hún byrjar aftur að gráta — að þessu sinni sennilega hamingjutárum. „Ræðismaðurinn" er enn hálf sneypulegur á svip og hann er niðurlútur og þögull á meðan hann bíður eftir vegabréfsskoð- uninni, en Finnarnir syngja ætf- jarðarljóð fullum hálsi og augu þeirra leiftra af djúpri ákefð. Eg er kominn til Abo, finska liáskólabæjarins með bókstöf- unum þremur sem allir kross- gátu-ráðendur hljóta að þekkja. Við höldum til járnbrautar- stöðvarinnar, sem hátt og lágt er bygð úr timbri. Eg skelf af kulda, því úti er 28 gráða frost. Úti i einu horninu á biðsalnum rekst eg á lítinn upphitaðan ofn. Eg tek af mér skóna og orna mér. Eg er kaldur eins og klaka- kerti og mig langar einna mest til að skríða inn í ofnkrílið. Svo Ieggur lestin af stað, og sjö — hvorki meira né minna en sjö — heilar klukkustundir varir sú járnbrautarferð. Þetta er kölluð hraðlest, en eg er far- inn að kannast við hraðann á þessum almyrkvuðu „hraðlest- um". í matvagninum drekk eg sex bolla af sjóðandi heitu tei og vek þar með alment hneyksli, að því er virðist, því fólk starir á mig eins og tröll á heiðríkju á nieðan eg svolgra í mig úr fjórða. fimta og sjötta bollan- um. Áður en mig varir erum við komin til Helsinki — höfuð- borgar Finnlands. Hvílar vélavofur hða 'um göl- urnar. I þessu landi snævarins hafa menn Jært að niála bifreið- arnar hvítar þcgar hættu bar að höndum. Eg fer í fylgd með ungúrtí manni lil blaðamanna- gislihússins „Kámp". Hvarvetna er inyrkur, nema hvað snjórinn varpar ofur daufri birtu frá sér Eg lil alt i kring um mig og eg sé að fyrir framan alla glugga bæði í versliinum og eins íhúð- arhúsum eru negldar fjalir og grindur. auðsjáanlega i þeim lil- gangi að verja gegn loftþrýsl- ingi. Uðsforingi gengur fram hjá. Hermaður einn skellir saman hælunum, staðnæmist og heils- ar að hermaitiia sið; Kiukkan slær elnhvfcrsstaðai' ellefu. Eg ÍGi' inn i hóteliö. Þ&v innl er alt Uppijííimafij @g Jnnj \ b;qr'S«ato* um situr fjöldi liðsforingja og annað f ólk, bæði karlar og kon- ur. Sumt af því er i Jivítum yfir- höfnum — það er öruggara. Þjónarnir þjóta fram og aftur i miklum önnum því að það er ærið nóg að gera. Á bak við mig er kallað: „Ert það þú, Werner? Það er langt síðan við liöfum sést." Eg sný mér við og þekki strax þrjá þlaðamenn, þrjá stallbræður mína sem eg kyntist í borgara- styrjöldinni á Spáni, en síðan hefi eg ekki séð þá , fyr en nú. „Við ætluin til vígvallanna á morgun," sagði einn þeirra. „Ertu með?" „Eg kem með," sagði eg, „en fyrst verð eg að drekka sex bolla af heitu tei, því mér er kalt." ALVARA, EN EKKI LEIKUR. Juan Cunhas og EsteJjan de Arequiza voru til þessa tíma einhverjir frægustu fjöllistar- menn á Pýreneaskaga. Þeir voru línudansarar og voru kall- aðir „mennirnir fljúgandi". Þessir tveir menn voru búnir að æfa saman og sýna listir sín- ar um margrá ára skeið. Este- ban var giftur dansmær, sem dansaði á sama fjöllistahúsi og þeir, en Juan var ógiftur. Einn góðan veðurdag komst Esleban að því, að konan hans hélt framhjá honum og að mað- urinn, sem hún hélt við, var vinur hans og félagi, Juan. Esteban varð ógurlega reiður, og næst þegar þeir áttu að dansa á linu, hátt uppi í lofti í fjöllistahúsinu, skoraði hann Juan félaga sinn á hólm. Juan tók áskoruninni og þeim kom saman um að Jjerjast mcð sverðum uppi i loftinu. Þegar tvímenningarnir klifr- uðu upp reipasligann upp í mænir hússins, héldu þeir á sínu sverðinu hvor, en áliorf- endurnir klöppuðu þeim lo'f í lófa, þvi þeir héldu að þetta væri liður á sýningarskránni. Esteban og Juan fikruðu sig sín hvoru megin eftir snúrunni og mættust í miðju eins og þeir voru vanir. Þeir byrjuðu þegar að berjast og fólkið varð svo hrifið af þessu æsandi sýning- aralriði, að lófaklappinu ætlaði aldrei að linna. Alt í einu lustu áhorfendurn- ir upp örvæntingarfullu skelf- ingarópi. Juan féll til jarðar með sverðið stungið í gegn um brjóstið, svo að oddur þess stóð út um bakið. Esteban tók heljarstökk í Jof t- inu, varpaði sér niður í fallnet- ið og hneigði sig brosandi frammi fyrir mannfjöldanum. En á meðan hann var að hneigja sig var hann tekinn fastur. Nú situr hann í fangelsi og bíður dóms. Hvað segir sunnan- blœrinn ? Það segir sunnanblærinn um sumarmálastund: Eg kem vorið væna þann vinar þráða fund, og blóm og grundu græna og glaðan fuglasöng, og leysi frostafjötur af fossi í hamraþröng. Þú ungmey æskurjóða með augans djúpið blátt; ó, sit við litla lækinn um ijósa sumarnátt, og lestu Steingríms Ijóðin, þau Ijá þér von og dug; liann orti vorsins óðinn, sem önd fær lyft á flug. Þú ýtri yngismaður með æskudjarfa von; ó, gakk til verka glaður, sem góður íslands son. Þó oft sé vandi ærinn, þér auðnan rétti mund. Það segir sunnanblærinn um sumarmálastund. Ásta. ÖRUGG HÖFN. Þegar Qucen Elisabeth kom til New ¥qrk, var þesí §Jcip§Mtoið var að ieggjast upp a^, í miðju %v Queen Maryi §n til iwi Nc>rmandie, mynd tekin ur Iqfti, er

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.