Vísir Sunnudagsblað - 12.05.1940, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 12.05.1940, Blaðsíða 7
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 Úr náttúrunnar ríki. i. Kaffi er þjóödrykkur margra landa. Kaffirunninn er frá 6—8 metra hár og vex uppi i klettóttu hálendi Brazilíu,Abess- iniu, Arabiu, eyjunni Java og fleiri eyjum í Indlandshafinu. Þegar kaffirunninn er 4—5 ára byrjar hann að bera fræ og smá eykst fræ-sprettan alt til 8 ára aldurs, þá er talið að tréð sé komið i fult gagn. Á kaffirunn- anum þroskast fræ, eða sem nefnt eru baunir, alt til 50 ára aldurs. Meðaltals hiti þar sem kaffið vex er frá 15—25° C, og regn er þar mjög titt um þann tíma, sem kaffið er að þroskast. Af einum runna fæst frá 0.5 kg. upp í 1.5 kg. Kaffibaunirnar innihalda ýms efni, sem eyðast eða jafnvel hverfa við brensluna. 1 grænum baunum er talið vera: 11% valn, 12.1% köfnunar- efnissambönd, 12.3% olíur eða feiti; 8.6% sykur; 5.8% görv- unarefni; 1.2% koffin, sem er eiturefni og 28% önnur efni. Til samanburðar má geta þess að í tei eru 4.5% af eiturefni, sem tein heitir. Bæði þessi eitur- efni, koffin og tein, eru ekki ó- skyld ópíum. II. í hitabeltislöndunum vaxa flestar þær jurtir, sem við köll- um kryddjurtir. Engifer er rót- arstofn af jurt, sem heitir Cur- cuma og á heima í Suður-Asíu, en hefir nú verið ræktuð í Afr- iku og víðar. Múskat er malaðir kjarnar úr steinaldini af jurt, sem heitir Myristica og á heima í Suður- Asíu. Hefir jurtin verið flutt til Ameríku og víðar og verið ræktuð sem nytjaplanta. Þegar búið er að taka kjarnann úr á- vextinum er hann lagður i salt- vatn, siðan þurkaður vandlega, því næst lagður í samhrært kalk og saltvaln og látinn vera í því alt að 3 vikur, en þá er hann þurkaður og malaður. Úr músk- at-kjörnum er einnig unnin ol- ia eða feiti, sem notuð er í með- ul og við ýmsan iðnað, t. d. í smjörlíki. III. Eitl af þektustu og bestu sarameðulum er perubalsam, sem unnið er úr tré af belg- jurtaættinni, sem á heima í Mið- Ameríku. Börkur trésins er los- aður frá stofninum á litlum kafla. Safnast þá safi trésins í taurenninga, sem vafðir liafa verið um stofninn, þar sem börkurinn var tekinn og með því að kreista úr taurenningn- um við og við er perubalsami safnað. Af hverju tré er hægt að fá alt að 2% kg. af perubal- sami. IV. Til eru f jölda margar tegund- ir af jurtum og trjám, sem olí- ur eru unnar úr. Engar jurta- tegundir eru eins ríkar af olí- um, sem olíuviðarættin. Sesam- plantan í Austur-Indlandi er engu verri en góð kú í húi. Hún gefur af sér um 50% jurtaolíu. Það eru fræin, sem eru pressuð og er olía þessi mikið notuð í ýmsan iðnað, svo sem sápur, andlitskrem, smjörliki, áburði o. m. fl. V. Vanila planifolia á heima í Suður-Mexikó, en hefir nú ver-, ið ræktuð víða i hitabeltislönd- unum. Vanila planifolía er klyfplanta, sem liefir ofl margra metra langa klyfþræði, sem þó eru ekki nema um 1 cm. á þylct. Jurtinni er fjölgað með stiklingum, sem gróðursettir eru við kakó-runna og látin styðjast við þá. Stundum settir staurar niður með plöntunum. A fjórða ári ber jurtin fræ og siðan árlega til átta ára aldurs. I verslanir flytst vanile í þunn- um stöngum, sem unnið er sið- an úr. VI. Páhnar eru litið þektir hér á landi. Þeir eru hitabeltisjurt, tré eða runnar, og hafa langar, sterlcar rætur; enda geta þeir orðið alt að 57 m. á liæð. Af pálmum eru lil um 1100 teg., sem flestar eiga heima í hita- I)cltislöndunum. Aðeins ein teg- und vex vilt í Suður-Evrópu (á Spáni) dvergpálminn, sem er einn af liinum minni tegund- um. Not pálmanna eru marg- vísleg. Til dæmis eru sagógrjón inergur sagópálmans. Úr bast- strengjum kókóspálmans er unnið t. d. mottur, kaðlar o. fl. Úr olíupálmanum er unnin pálmolía og úr kókospálman- um er einnig unnin feiti, kókós- smjörið, sem ásamt pálmolí- unni er haft í smjörliki, sápur krem o. fl. Úr blöðum vax- pólmans er unnið vax og úr merg fílabeinspálmans eru bún- ir til ýmsir skrautgripir. Pálm- arnir bera æta og ljúffenga á- vexti, sem er jafnvel aðalfæða sumra þjóða. Mætti þar nefna döðlur, kókóshnetur og m. m. fleira. Pálmar eru mikið notaðir til skrauts i íbúðarhúsum, en spretta seint og þurfa mikla ná- kvæmni. VII. Diptaryx heitir stórvaxin hitabeltisjurt frá Suður-Amer- íku. Það er runni með fögrum rósrauðum ]>lómum. Aldin hennar eru nefnd toukabaunir og notaðar í tóbak til að fá góða lykt í það. Runni þessi vex á fljótsbökkum inni i Brasilíu og er náskyldur annari belgjurt Dalbergia oposifolia, sem unnið er úr meðal við krampa. VIII. Opuntia er kaktustegund ætt- uð frá Suður- og Mið-Ameriku, en hefir verið flutt til Suður- Evrópu og ræktuð sem nytja- planta. $ón ^'rnfinns&cn. Ávextir jurtarinnar eru stórir og girnilegir, líkjast mest fíkj- um. Afleiðingar af neyslu þeirra eru miður góðar. Menn fá altaf niðurgang, eins og í svæsnustu kóleru. 1 Evrópu eru ávextirnir ekki etnir, en búið til úr þeim vin (genever). Jurt- in er aðallega ræktuð fyrir blaðlúsina, sem tiska kvenfólks- ins hefir gert svo dýrmæta. Undir bakskel kvendýrsins er litarkirtill, sem hefir að inni- halda indigórauðan lit, sem varaliturinn er búinn til úr. Ef tir að kvendýrið hefir orpið afkvæmum sínum, visnar það upp og eftir verður aðeins hak- skelin ásamt þessum kirtli. Spánverjar sáu Mexikóbúa rækta opuntía og flytja jurtina ásamt blaðlúsinni til annara landa. Þegar þeir gjörðust land- ráðendur i Suður-Ameriku, fluttu þeir aðeins kvendýrsham- ina út, en settu strangl bann á útflutning jurtarinnar. Nú hafa ítalir ræktað opuntia í stórum stil, vegna blaðlúsarinnar. SIR WALTER RALEIGH. — Þegar Tóbakssalhið v^r opuað fyrir skemstu i Havana, settist þessi slúlka, Jilda Ah'arez, i kjöltuslað myndarinnar af Sir Walter. Hún heldur á 45 cm. löngum vindli, sem vegur tvö pund og á að endast i 2 mónuíH.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.