Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 19.05.1940, Qupperneq 1

Vísir Sunnudagsblað - 19.05.1940, Qupperneq 1
1940 Sunnudaginn 19. mai 20. blað JLoSltuúi Qub.muKcisjon; f UPPHAFI.... í upphafi daga guð alheirainn skóp af engu, — er í ritningum tjáð. — Og 1‘iskana, dýrin og fuglanna mergð, sem flaug vfir grænkandi láð. En ekki fanst guði, sem allskosta þó væri áformi sköpunar náð. — Guð faðir sat hugsi með hönd undir kinn. 1 húmþoku falið og geymt var eitthvað, sem hafði ’ann á óljósan hátt frá örófi tímanna dreymt. — Guð faðir sat hugsi, — því hvað þetta var, því hafði ’ann nú allsendis gleymt. Hann leit yfir það, sem að þegar var gjört. Og það voru ei smáræði nein. Við fætur hans krónhjörtur kumrandi lá, en krummi dró nef sitt við stein. í heiðbláma þröstur söng unaðaróð og apinn sat skríkjandi á grein. Guð faðir strauk hjartarins hármjúka feld í hugsunum, dálitla stund. Svo leit hann í augun hans dreymandi djúp en dapurðin gagntók hans lund. — Þar skein honum vingjarnleg óvitsins úð, sem andvaka úr hálfleikans blund. Það hálfdreymis óvit um huga guðs leið sem hljómur af þögnuðum óð. Hann leirmola smáan í lófa sér tók og í leiðslu á fætur stóð. — Það var eitthvað óorkt, — hann vissi ekki hvað, — í hið volduga sköpunarl jóð. Úr laufþykni snákurinn læddist með hægð og lævísum augunum gaut. Hann skaparann spurði af meinfýsnis mærð: — Er meistarinn kominn í þraut? — Og snákurinn glenti upp hvoftinn og hló, og hlykkjaðist mjúklega á braut. Úr gleymskunnar djúpum eitt blossandi blik sló bjarma í guðs alföðurs sál. Og skapandans eldmóður anda hans greip, sem aflþrungið titrandi bál, uns hafði hann leirmolann lífsanda gætt. — Lífsanda og guðlegri sál. Þá mælti guð faðir: — Að endingu er mitt áform í verkinu skeð. f augum þér brennur sú ódauðleiksglóð, sem ein getur dýrð mína séð. — Þú skapaður ert í þíns skapara mynd og skynsemi hugsandans léð. —- Úr lauffylgsnum snákurinn læddist á ný og lævísum augunum gaut. Með glotti hann hlýddi á guðs alföðurs orð og allur í bugður sér skaut. — Skynsemi ... o-jæja. — Hann skelti við góra og skreið síðan hlæjandi á braut. Guð faðir sat hljóður með hönd undir kinn og horfði yfir gjörvalla jöi'ð. Þar kváðu við nístandi angistaróp en eldtungur leiftruðu um svörð. Og eimyrjusvæla fi'á brennandi boi'g sló bládimmu um sólgullinn fjörð. Guð faðir sat hugsi og horfði yfir jörð og harmaský myrkvuðu brár. Því, hvar sem hann leit, sá hann bi'ennandi bygð og blæðandi holundai'sár. — Um enni sér höndum guð alfaðir strauk. í augum hans blikuðu tár. Þá glumdu við hlátrasköll, háðsleg og trylt til himna úr þeirn glóðþrungna í'eyk. Úr Iogunum teygði sig höggormsins haus, sem helvofa, skinin og bleik. — Þú gæddir hann skýnsemi ... það var nú það. Og þvi á eg hægsóttan leik. —

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.