Vísir Sunnudagsblað - 19.05.1940, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 19.05.1940, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ STERK TELPA. — Þessi áttaára ganila telpa, Patricia O’Keefe, sem vegur 64 pund á ekkert erfilt með að bera kunningja sinn, Cal. Long, glímumann, þótt hann vegi 200 pund. ýmsum málum til þess að ná þessum árangri. Þetta bendir til þess, að ágætar smásögur sé eigi á hverju litlendu strái. Það sætti furðu, ef svo væri, að íslendingar, sem eru ná- kunnugir sagnasnild forfeðra sinna, sem svo er gerð, að saman fer fáorð frásögn og orðaval, væru þeir ættlerar, að smásagna- gerð þeirra færi mestöll út um þúfur. Hitt er annað mál, að efni sem er hliðstætt alkunnum, dag- legum atburðum, kemur eigi yfir fólk „eins og þjófur úr heið- skíru lofti“. Þau æfintýri gerast eigi með þjóð vorri, að yfir ein- staklinga hennar líði af undrun, eða að þeir falli í stafi af for- vitni, þó að færð sé í skáldsögu- form atriði úr hversdagslífi, sem öllum er nokkurn veginn augljóst eða þá kunnugt af af- spurn. Eitt af helstu skáldum Norð- urlanda, Jóhannes V. Jensen — hefir staðið nærri þvi takmarki að hljóta Nóbelsverðlaun — varð fyrst og fremst nafntogað- ur fyrir tvö smásagnasöfn: Himmerlands Historier. Hann skrifar kjarnorðari dönsku en hin skáldin, stuttorður i þessum sögum og markviss. Honum mætti að mínu viti líkja við Jakob Thor, — eða jafna mætti Jakob við Jensen þegar um smá- sagnagerð þeirra er að tefla. Ef eg fer nærri réttu liófi um þetta, hefi eg fært líkur að þvi að einn af vorum smásagnahöfundum sem eigi hefir verið talinn sá allra besti, standi á sporði, i smásagnagerð væntanlegum Nóbelsverðlaunahöfundi. En þó að Jakob sé snjall í þessari grein sinni, höfum vér á að skipa, honum til beggja handa Gest Pálsson, Einar H. Kvaran, Þóri Bergsson, Hagalín og fleiri. Eg get eigi betur séð, en þessir höf- undar hafi samið sögur sem upp og ofan jafnast við sögur Dvalar, sem valdar eru úr heimsbók- mentunum, að sögn þeirra sem standa að Dvöl. Þórarinn Guðmundsson, sem alið hefir á þeim ummælum um íslensk (smá-)sagnaskáld, sem eg er nú að kryfja til mergj- ar, hefir valið og þýtt sögu i 1. hefti þessa árs og mun hún eiga að vera sýnishorn heimsbók- mentanna. Efni hennar er í fá- um orðum, samandregið, á þessa lund: Kolanámuverkamaður i Rret landi ber heim til konu yfir- manns sins þau boð, að hann komi lieim klukkustund síðar en venjulega, svo að frúln skuli eigi verða óróleg. Þegar kola- yerkaiugðdrinp drepur á vttidyr frúarinnar, kemiu- hún til dyra — alsber, úr baði. Hvorugl verð- ur niðuríútt. Hver trúir þvi að hefðarkona hagi sér þannig? — Maðurinn fer heim, til sinnar konu, fer i bað til að hreinsa af sér kolakrumið og skipar konu sinni að þvo á sér bakhlutann. Ef eg skil söguna rétt, gerir frú- in þetta með lokuðum augum. Að því búnu vill þessi Adam, að konan afklæðisl, svo að hatín fái að sjá sina konu í fegurð nektarinnar eins og bann hafði fengið að sjá konu yfirmanns síns. En þá rísa úfarnir svo hátt i frúnni að hún flýr til móður sinnar, kemur þó beim aftur og sættast hjónin með þeim skil- málum, að hann gefi henni slag- hörpu gegn því að hún verði manni sínum auðsveip. Þessi saga er fimlega orðuð og að þvi leyti haglega samin. En ef lesendum þvkir nijólkin í Búkollu þessa skáldsöguhöf- undar smérmikil eða þá sæt, eru tungur béjrra sædda?.' öð^uvísi bragðtaugum en mjn tunga. Eg skal játa Jiað. að eigi mundi líða yfir mig, þó að svo bæri við, að nakin frú kæmi til dyra, þar sem eg knýði dyra- stafi. En §g mundí ekki heldur fá heilablóðfall, þó a?j §g ktnmi inn í sýningarskála þar sem skrautfuglar væru sýndir fjöðr- um rúnir eins og þeir eru i eld- hússborði, búnir undir mat- reiðslu. Nakið fólk svarar til plokkaðra fugla. Konan í þessari sögu, sem „kom til dyranna eins og hún var klædd“ i paradís, — hlaut, þegar hún gekk frá gestinum, að sýna honum „heiðarlega i gafl- hlaðið á sér“ — svo að eg grípi lil orðalags, sem til er í Forn- aldarsögum Norðurlanda, og er ei hárfínt. Þessi fagurfræði er ekki merkilegri fyrir það, að henni hafa komið á framfæri, hér- lendis, menn sem gera lítið úr isl. sagnaskáldum, um skör fram. í þessu liefti Dvalar, sem flyt- ur þessa fagurfræði, i sögulíki, er verðlaunasaga, sem hefir hlotið öndvegissæti. Þau orð fylgja, að þektir höfundar hafi senl sögur og að |jú tttaka hafi verið niikiL En þessi —- 'irðist vera eft.jp ókendan höfund: Ivol hein á Strönd — sem heitir Frakkinn, varð hlutskörpqst hjá dómnefnd og vgrð hún sam- málu. Þessi saga er mjög koata- rýr og gegnii’ mikilli furgu ef hún ei’ yóttilega volin, út jþvi að þektir höfundar sendu sögur. Eg þyrfti langt mál til að sanna kostarýrð þessarar sögu. En eg skal takast á hendur ómakið, ef rekistefna verður út af þessu máli. En það get eg sagt enn- fremur um söguna ensku, að þó að engin kona þurfi að blygðast sín fyrir nekt sína, t. d. gagn- vart málara, myndasmið, á skurðaborði, eða á barnsburðar- sæng — eiga þær ekkert erindi lil dyra — alsnaktar. Og J>eir rithöfundar, sem gera sér leik að því að ginna þær þannig til að sýna sig, hvort heldur mann- inum sínum, eða ókunnugum náungum — þeii* höfúndar eru eigi til þess fallnir að vera með höfðingjum. Óviðeigandi leiðrétting. Árni málaflutningsmaður var hoðinn til miðdegisverðar hjá háttsettri fjölskyldu og hantí hlaut þann heiðui* að sitja við lrlið húsmóðurinnar. Aðalrétt- urinn var steikt gæs, og var fat- ið látið á horðið beint fyrir framan Árna. Honum fanst þetta hinsvegar svo mikill heið- ur, að hann fann skyldu hjá sér til að votta þakklæti sitt með orðum. Hann snýr sér þvi til húsmóðurinnar og segir: „Minn er heiðurinn, að mega sitja hjá gæsinni.“ Hið nístandi augnaráð og djúpa þögn, sem mætti Árna, sannfærði hann um, að hann hafði sagt einhverja regin vit- leysu. Hann vildi bæta fyrir hrot sitt og flýtli sér þess vegna að segja: „Eg átli við sleiktu gæsina.“ Firth of Forth. Firtli of Forth-bi’úin í Skot- landi, sem á sínum tíma vat* tal- in eitl af undraverðustu verk- um tækninnar á jörðunni, átti 50 ára afmæli þann 4. mars s.l. Brúin er nærri 2% km. á lengd og hver einasti meter koslaði nærri 30 Jjúsimd krónur. Eng- landsdrotning aðlaði alla yfir- verlcfræðingana að brúarsmíð- inni lokinni. Dylgjulaust. „Fleslir ptenn kvænast til að ná í pcninga. En eg trúi þvi ekki um þie. Agúst, að þú kvænist niér pemnganna vegna.“ „Nei, Berla, á það máttu reiða þig. Því þótt eg fengi alla peninga jarðarinnar í heiman- munc| með þér, myndi eg samt ekki kveepast þér,<f

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.