Vísir Sunnudagsblað - 19.05.1940, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 19.05.1940, Blaðsíða 5
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 fytÍMENAR hafa löngum óttast, að Rússar gerðu tilkall til Bessarabíu, er þeir fengu frá Rúss- um í lok heimsstyrjaldarinnar 1918. Hefir ótti Rúm- ena aukist, því meir sem veldi Rússa hefir vaxið, en hámarki liefir ótti þessi náð siðastliðið ár, við kröfnr Rússa á hendur Eystrasaltsríkjunum og við innrás þeirra i Pólland og Finnland. Hafa Rúmen- ar nú sannfærst betur en nokkru sinni áður um ofbeldisstefnu Rússa og búast við innrás þeirra hvenær sem vera skal. Blaðamaður framandi þjóðar dregur í eftirfar- andi kafla upp örfáar myndir úr lífi og sögu íbú- anna í Bessarabiu, lýsir vonum þeirra og vonsvik- um, baráttu þcirra fyrir lífinu og erfiðum lífs- kjörum. FRA STRIÐINU: Þættir frá Bessarabíu, Það er áhrifamikið og tignav- legt að sjá hina gömlu og liáu múrveggi kastalavigisins Ceta- tea Alba rísa þverhnípt upp frá Limanánni og gnæfa gegn himni í stórfengleik sínum. Saga þessa virkis nær alla leið aftur til blómaaldar Grikkja. Seinna réðust Rómverjar alla leið austur til Svartahafs og þá stækkuðu makedoniskar her- sveilir kastalann og virki hans til muna. Frá honum mátti ef þörf krafði, stjórna allri umferð um fljótið, enda minna margar höggmyndir er geymst hafa i kastalanum, á atburði sem gerst hafa á ánni, á orustur og hertekna fanga. Er rómverska rikið hrundi í rústir, settust Tyrkir að í virkinu, en í byrjun 19. aldar náðu Rússar þvi undir sig. 1 dag standa Rúmenar vörð fyrir framan virkishliðin, þar sem Makedoníumenn, Gotar, Tartarar, Armenar, Byzantar, Genúabúar og Gyðingar Iiafa borist á banaspjót um aldir og aldaraðir. Fjórtán sinnum hefir borgin skift um nafn svo vitað sé um, en af öllum þeim kyn- flokkum sem barist liafa um hana, sjást ekki leyfar nema af Rómverjum, Rússum og Gyð- ingum i henni. Á götunum hittir maður oft fvrir menn með hreina og sterka andlitsdrætti, líkast þvi að hin- ar foi*ngrisku myndastyttur værU lifandi orðnar. 1 augnaráði þeirra glampar í vilta og ótamda æfintýraþrá. — Það er sama vilta þráin sem forðum bar for- feður þeirra, ýmist sem herfor- ingja eða,handingja austwr tii Svartaliafsstranda. Núna er borgin búin að fá á sig rússnesk- an svip og rússnesk einkenni, göturnar eru beinar og breiðar og húsin lágreist og leiðinlega tilbreytingarlaus. Hingað og þangað rísa turnar grísk- kaþólskra kirkna upp úr húsa- mergðinni. Verslun borgarinnar er nær öll í höndum Gyðinga, en henni hefir hrakað til muna, eft- ir að borgin komst undir Rúm- ena. Áður voru árlega flutt um 100 þús. tonn af vörum á skip- um til Odessa, en þeir flutningar eru nú með ölln lagðir niður og í þess stað eru vörurnar allar fluttar með járnbrautum, eftir óhagkvæmu járnbrautarneti til Galatz við Dóná. Þai- loks er vörunum komið á skip. Þrátt fyrir margvíslegar og margítrekaðar tilraunir Rúm- ena til að breyta og umskapa þjóðlif borgarbúa, hefir það lialdið rússneskum einkennum sinum óbreyttum. Meðal 20 þúsund Rússa í Cetatea Allia búa að eins 2 þúsund Rúmenar. í mörg ár mátti hvorki selja þar rússnesk blöð né mæla á rúss- neska tungu. Dýrmæt, rússnesk bókasöfn frá keisaratímunum voru evðilögð. Mentaða stéttin, kennarar, herforingjar og em- bættismenn urðu að láta af störfum og vinna fyrir lífsvið- urværi sínu með líkamlegri vinnu. Að mestu leyti söfnuðust þessir menn í liinn mikla hóp at- vinnuleysingja þar i landi. Hin uppvaxandi kynslóð drógst meir að hinni rússnesku menningu heldur en að þeirri rúmensku, þar sem öll uppreistarvon var fvrirfram dauðadæmd. Dular- fullir þræðir liggja frá Cetalea Alba jdir til liins alvalda rúss- neska rikis. Hvað Rússland á mikil ítök í hjörtum borgarbúa sést greinilegast á þvi hve gifur- lega mikið selst af rússneska hlaðinu „Iswestija“, sem fyrir skömmu var leyft að selja í Rúmeníu. —o— 1 yfirfullri næturlest, á leið- inni frá Tighina til Kischinew kyntist eg rúmönskum her- manni, sem kunni þýsku. Við stóðum hliðvið lilið í lestargang- inum og byrjuðum að ræða sam- an. Hann var af þýskum ættum er fluttust í byrjun 19. aldar frá Wiirtemberg. Er lestin fór að tæmast og rýmkast tók um okk- ur, leysti hermaðurinn óhikað frá skjóðunni og sagði mér ým- islegt úr herþjónustunni. „Við sveitamennirnir þolum erfiði liermenskunnar ágætlega, því við erum misjöfnu vanir,“ sagði hann. Eg spurði hann livernig mataræði þeirra væri varið. „A morgnana fáum við te og eina brauðsneið. Til miðdegis- og kvöldverðar fáum við súpugutl og ofurlitið af soðnu kjöti. Tvisvar í viku fáum við baunir í stað kjöts.“ Þannig liljóðaði svarið við spurningu minni. „En hvað fáið þið mikið kaup?“ spurði eg. Maðurinn leit á mig nndrandi. „Það er svo sem auð- heyrt, að þér eruð ókunnugur hér í Rúmeníu, sagði hann. „Eg er nú búinn að vera þrjá mán- uði i lierþjónustu, án þess að sjá einn einasta eyri af kaupi.“ Eftir örlitla stund hélt hann áfram: „Við eigum samkvæmt löguni að fá fimtán lei á mánuði (á að giska 75 aurar), en ein- hvern veginn er það þannig, að yfirmönnunum tekst að draga það af okkur. En við erum hætt- ir að kippa okkur upp við þann- ig lagaða smámuni; þeir komast upp i vana. Það er annað sem er verra að þola,“ sagði hann, leit l'lótlalega í kringum sig og lækk- aði róminn, „og það er ruddaleg framkoma yfirmannanna gagn- vart okkur óbreyttum hermönn- unum. Hvað lítið sem við ger- um af okkur og hvað lítið sem þeini finst athugavert við fram- komu olckar eða hegðun, þá er okkur hegnt með svipuliöggum og spörkum, eins og við séum skynlausar skepnur í illmenna höndum. Hið sama gegnir með hestana sem þeir nota. Faðir minn varð að láta tvo hesla af hendi við herinn — tvo feita og Frá rúmenskri jarðarför.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.