Vísir Sunnudagsblað - 19.05.1940, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 19.05.1940, Blaðsíða 8
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ SÍBAM Vitið þér — að þann 15. þ. m. var opn- uð útvarpsstöð í New-York, sem cr í lögun eins og fiðla? Hljóm- listarsalurinn er eins og fiðla í lögun og klæddur viði, sem er áþekkur því efni, sem fiðlur eru smíðaðar úr? Að liljómfegurð- in, er framleiðist, er ætluð á- þekk ldjómfegurð Stradivari- fiðlanna? - að Pvússar lemja elgsdýr og nola þau á áþekkan hátt og við íslendingar notum hesta? Að ]>eir nola þau til að bera á þeim og líka lil dráttar? Að elgsdýrin eru hætluleg mönnum, um tímg- unarlimann og tömdu elgirnir þjást af meltingarsjúkdómum, sem örðugt hefir reynst að stemma stigu fyrir? — að auk lieimsskautaland- anna eru stór landflæmi í Asíu, Ástralíu og Suður-Ameríku lít- ið sem ekkert rannsökuð enn- þá? — að 17 kirkjusóknir í Iiol- landi liafa kosið sér kvenpresta? — að i Hollywood er það ein atvinnugreinin, að gæta flugna, svo að þær eyðileggi ekki kvik- myndatökur og setjist ekki á máluð andlit leikaranna meðan á myndatöku stendur? — að samkvæmt upplýsing- um sakamáladómara, er 2500 ólej’filegum skammbyssuskot- um árlega hleypt af í París, 4000 i New Yorlc og 6000 í Chi- cago? -— að veðhlaupahestur getur hlaupið 1160 metra á mínútu, tígrisdýr ekki nema 850 metra, úlfur 560, en hérinn aðeins 400 metra ? — að ungur ungverskur læknir, sem ekkert fékk að gera, cn var blómelskur m.jög, liófst handa með að lækna sjúk- ar innanhússplöntur og að nú hefir hann meira að gera á þessu sviði en flestir læknar, sem stunda menn. Báðir drukknir. Maður nokkur i Marseille kemur inn á knæpu og ákveð- ur að fá sér í staupinu. Þegar hann er búinn að sitja þar ofur- litla stund hevrir hann eftirfar- andi samtal milli tveggja karl- manna, er sátu við næsta borð: „Það er komið að miðnætli, eg verð að fara.“ „Hvar húið þér?“ „1 nánd við gotnesku kirkj- una.“ „Það ldttisí vel á. Eg á heima þar á næstu grösum.“ „Eg hý i Itue de l’Evéche,“ „Eg líka - við eigum sam- leið.“ „Eg á heima í númer 8.“ „Er það ekki merkilegt! Eg á líka tieima i nr. 8.“ „Eg hý á fjórðu hæð.“ „Hvað segið þér, ínaður? A fjórðu liæð! Eg hý þar líka. Hvaða dyr?“ „Aðrar dyr til hægri.“ „Nú eruð þér að gera að gamni yðar.“ „Nei, mér er alvara." „Hvað lieitið þér með leyfi?'1 „Eg heiti Chabert.“ „Nú segið þér ekki satt. Það er eg sem, heiti Chahert.“ „Þér ljúgið því.“ „Eg sver — --------“ „Eg get leitt vitni að því, að eg heiti Chahert." „Þér eruð vitlaus, maður minn.“ „Nei, en þér eruð útúrfullur.“ Þeir létu eklci standa við orð- in tóm, heldur létu tiendur standa fram úr ermum og börðust af heift, uns veitinga- maðurinn kom og fleygði þeim ]>áðum á dyr. „Sama sagan á hverju kveldi!“ sagði liánn mæðulega. „Hvaða saga“, spurði maður- inn við borðið. „Þeir hafa báðir rétt fyrir sér þessir menn. Þeir eru feðgar, en þeir þekkja ekki hvor annan, þegar þeir eru orðnir fullir. „Komdu á friði, frændi.“ Sumner Welles, sendihoði Roosevelts forsela lil Evrópu SUMNER WELLES. dvaldi einn eða tvo daga i Zúr- ich á leiðinni frá Róm til Rer- linarborgar. Þegar hann fór frá Zurich safnaðisl múgur og margmenni BURT MEÐ ÞIG! — Þessi mynd er tekin fyrir framan hústað franska ræðismannsins í New York, þegar 500 manns söfnuð- usl þar saman til ]>ess að votta frönsku kommúnistunum sam- úö sína. á járnhrautarstöðina til að sjá hann og óska honum til lieilla við friðarumleitanir sínar. Þegar Welles var að stiga upp i járnhrautarvagninn gekk ung- ur sólbrendur maður i veginn fyrir hann, tók ofan hattinn, j’élti hoiiuni hendina og sagði: „Eg heiti líka Welles — en- hvernig í fjandanum við erum skyldir, það veit eg ekki. Eg óska þér góðrar ferðar og komdu á friði, frændi.“ — Þeir, sem nærstaddir voru, heyrðu hvað maðurinn sagði og sögðu þeim næslu. Áður en járnhraut- arlestin lagði af stað hrópaði all- ur mannfjöldinn um leið og hann veifaði vasaldútunum í kveðjuskyni til amerikanans: „Komdu á friði, frændi!“ Hvað veldur? Lengst suður í Mexico er Ind- íánahygð, sem heitir Tiltapee. Hún er inni í miðjum frum- skóg'um og hefir lil skamms tímai verið með öllu óþekt með- al hvitra manna. Svo var það, að jarðskjálftar miklir gengu um Mexikó. Þá streymdu flóttamenn til borgar- innar Oxacz, og meðal þeirra voru tvær Indiánafjölskyldur frá Tiltapee. Það, sem athygli vakti í sambandi við þaei', var ekki fyrst og fremst að þær voru frá ókunnri bygð, sem hvítir menn vissu ekki af, held- ur það, að alt þetta fólk var steinblint. Þegar farið var að grafast fyrir um orsakir hlindunnar, kom það upp úr kafinu, að allir íhúarnir í Tiltapee voru blindir og höfðu verið það frá ómuna- tíð. En það var ekki nóg með það, að fólkið væri hlint, held- ur voru öll húsdýr þess blind. Fólkið og skepnurnar hreyfa sig svo óhikað og eðlilega, að ætla mætti, að það væri alt sjá- andi, og það leysir stöi-f af hendi, sem sjáandi fólk undr- ast. Blindir bændur plægja akra sína með blindum nautum, blindir hundar gelta að fram- andi gestum, blindar konur vefa glitvefnað — en enginn i allri bygðinni er sjáandi að und- anteknum nýfæddum börnum. Það er sagt, að hæði fólkið og skepnurnar sé þannig útlits, að það fari lirollur um mann við að liorfa á það — svo liræði- legt sé útlit þess. Það sest hvítt vagl fyrir augun, skömmu eftir fæðingu — og þessi hvítu augu séu eitt af því ógeðfeldasta, sem hægt er að sjá. Nú hrýtur heill hópur lækna og sérfræðinga heilann um or- sakir þessa fyrirbrigðis, án þess að fá leyst úr gátunni. Þeim hefir tekist að sanna, að blind- an er ekki smitandi, en það er hka alt og sumt, sem þeir vita enn sejn komið er.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.