Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 26.05.1940, Qupperneq 1

Vísir Sunnudagsblað - 26.05.1940, Qupperneq 1
1940 Sunnudagin.ii 26. maí 21. blað ODDBJARNARSKER /linn 16. júlí í fyrra birtist hér í blaðinu.all ítarleg grein, er nefnd- ' ' ist „í veri í Oddbjarnarskeri fyrir 68 árum“, eftir Hermann S. Jónsson, háaldraðan sægarp í Flatey á Breiðafirði. Vakti grein þessi mikla athygli og þótti hin skemtilegasta. Að þessu sinni leyfir Vísir sér að birta aðra grein um sjósókn á Breiðafirði, og snýst hún a^ nokkru leyti um Oddbjarnarsker, en höfundurinn, Pétur Jónsson frá Stökkum, er gamall sjóvíkingur, prýðilega greindur maður og ritar, kjarngott alþýðumál. Grein hans er ólík hinni fyrri að flestu leyti, og má segja að Vísir hafi hjargað versiðum í Oddbjarnarskeri að mestu frá gleymsku, með því að birta hana einnig, og vonar ritstjórn blaðsins að margir hafi gaman af að lesa greinina. Slíkar greinar frá ýmsum stöðum eru blaðinu kærkomnar, en þær þurfa að vera vel ritaðar og ekki ýkja langar. „Landnáma" getur þess, að Þrándur mjóbeinn Jiafi numið allar Breiðafjarðareyjar fyrir vestan Bjarneyjaflóa, og búið í Flatey. Hergils lmapprass, son- ur lians, bjó í Hergilsey. Hefir hann ef til vill þegið liana að gjöf af föður sínum, og aðrar úleyjar, sem síðar fylgdu Her- gilsey. Eftir Hergils l)jó þar Ingjaldur sonur hans, þar til Börkur hinn digri gerði af lion- um eyna fyrir bjargir við Gisla Súrsson. Fluttist þá Ingjaldur að Hlíð í Þorskafirði, sbr. L.n. Hvort þá liefir lagsl af bygð i Hergilsey og hún þá þegar ver- ið lögð til Flateyjar, er ldcasl til óvíst, en Flateyingar höfðu þar lengi selstöð á sumrum. 1703 telur Árni Magnússon liana með Flatey og segir, að Flateyingar vilji eldvi byggja Jiana sölíum selstöðvarinnar. Öll eignin var þá metin 80 liundruð — jarðarhundruð aulv nokkurs hluta, senv prest- inum tilheyrði sórslal<lega. Þar á meðal Sandeyjar og svonefnd- ur Iíirkjuklettur. Ujii 1780 bjó bóndi sá í Sauð- eyjum, sem Eggert hét Ólafs- son, ættaður úr Flatey; hann var hinn mesti atorku- og afla- maður enda þá orðinn svo vel fjáður, að hann hafði keypt meira en hálfar Flateyjareignir. Fékk hann því þá til leiðar kom- ið, að eignunum var skift til helminga; skyldi annar hlutinn Pétur Jónsson. fvlgja Flatey en hinn Hergilsey. Eggert fékk svo konungsleyfi til að byggja upp í Hergilsey og byrja þar búnað. Ilann liúsaði bæ þar á eynni, sem talið var að bær Ingjaldar liefði staðið, og bjó þar síðan lil æfiloka. Hann varð maður háaldraður; komsl á tíræðisaldur. Var lianu lalinn höfðingi mikill og göfug- menni: auðsæll, vinsæll og kyn- sæll. Margt merkra manna rek- ur ætt sína til hans, bæði um, vestanverðan Breiðafjörð, sunn- anverða Strandasýslu og víðar um landið. Matthías skáld Joc- humsson og systkini hans voru fjórðu ættliðir frá Eggert Ólafs- syni. Eggert Jochumsson, faðir þeirra séra Matthiasar í Gríms- ey og Samúels skrautritara, hef- EFTIR PÉTUR JÓNSSON, FRÁ STÖKKUM. ir sjálfsagt verið heitinn eftir Eggert forföður sínum, enda var Þóra Einarsdóttir, móðir þeirra bræðra, i fóstri um nokk- ur æskuár sín hjá Eggert lang- afa sínum. Eftir „Móöuharðindin" svo- nefndu 1783 sótti mikill fjöldi af bjargarlausu fólki að veiði- stöðvum, til að leita sér bjarg- ar, ekki síst á Vestfjörðum. Voru það ekki aðeins karlmenn og röskar konur, sem stundað gátu róðra, heldur og gamal- menni, börn og aðrir lasburða vesalingar. Um þær mundir var Odd- bjarnarsker*, og liafði lengi ver- ið, aflasælasta veiðistöðin víð vestanverðan Breiðafjörð næst Bjarneyjum, enda flyktist þang- að vor eilt svo margt manna, að hver búðarkofi var meira en fullskipaður. Búðir munu þó hafa verið þar um þær mundir um eður yfir tuttugu. Talin er það sönn sögn, að síðast liafi Eggert Ólafsson hvolft stórum áttæringi, er liami átli, og búið svo um, að undir honum liafi orðið nothæf vistarvera fyrir svo marga, sem rúm leyfði. Líka' hafi hann látið sjóða al' sínum afla og gefið áttatíu manns eina góða máltíð daglega í lieilan mánuð, eður lengur, liafi þá ætíð verið etið soð með soðuingu. Fylgt liefir það líka sögunni, að Eggert hafi átt stóra hornskeið, liafi liann þá gefið hverjum manni vel kúf- aða skeiðina af smjöri með hverri máltíð. Rausn þessi var talin, að lialdið liafi lífinu í ör- eigalióp þessum yfir þá vertíð. Saga jiessi er sérstaklega höfð eftir Guðrúnu Eggerts- * Oddbjarnarskerið er tiðum í daglegu tali nefnt „Sker“ og þvi verður víða haldið hér. dóttur, fóstru og ömmusystur Snæbjarnar hreppstjóra Krist- jánssonar. Hún mun hafa sagt honum frá þessu; önnur heim- ildin er frá Guðrúnu Guð- 'tnundsdóttui' húskonu í Skáleyj- um, en hún liafði söguna eftir móður sinni, Kristínu Péturs- dóttur. Ólöf Jónsdóttir, sem, kölluð var „skálda“, móðir Kristínar, sagði dóttur sinni líka frá þessu; mun hún, Ciöf, liafa verið ein meðal þessara gustukafugla Eggerts. Allar þessar þrjár mæðgur voru stór- merkar heiðurskonur, þótt fá- tækar væru. Óvíst mun vera nær Odd- bjarnarsker var fyrst notað sem verstöð. Efeki er ólíklegt, að það liafi verið, er sjávarafli tregað- ist innarlega í flóanum. En hvað sem þvi líður, er það víst, að þangað var sótt til aflafanga, bæði úr öllum Flateyjarhreppi, nema Bjarneyjum, og lifea úr öllum hreppum alt frá Gils- fjarðarbotni vestur til Barða- strandar; eður alls úr rúmlega 5 hreppum allan fyrrililuta át- jándu aldar og sennilega mikið lengur. Árið 1703 telur Árni Magnússon að verið hafi 27 ver- búðir i Skeri og þá hafi gengið þar 33 stærri og minni bátar til fiskjar, þar af einn áttæringur og eitt þriggja manna far. Hann getur þess líka, að þá hafi verið róið þaðan bæði að hausti og vori. Sögusögnin um Eggert Ólafsson bendir líka á, að svo liafi enn verið um lians daga. Margt fleira mætti um þetta segja, ef rúm leyfði. óddbjarnarsker liggur vestur af Flatey um 12 km. og við- líka langt frá Hergilsey, er það vestasti grashólminn í Flatevj- arhreppi. Er Flateyjareignufti var skift, var það látið fylgja Hergilsevjar-hlutanum, að öðru

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.