Vísir Sunnudagsblað - 26.05.1940, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 26.05.1940, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 yeggii*nir bygðir úr lorfi og grjóli, vel 5 fela háir, lengdin um 7—12 álnir, breidd flestra um 5 álnir. Sperrur voru settar á veggi, langbönd voru á sperr- um, viðarárefti og torfþak. Fá- ar einar voru bygðar með mæniás og sloðum. Lítill gluggi var á hverri búð. Ein skipshöfu var um hverja búð, nema tvær eða þrjár þær stærstu; voru þær ætlaðar tveimur skipshöfnum. Við hverja búð var dálítið anddyri eður skýli, sem nefnt var „kró“; var hún jafnframt notuð fyrir eldhús. Var króin ekki liærri en svo, að vel var manngengt. 1 henni voru einar eður tvennar hlóðir, eftir því, hvort búðin var ætluð einni eða tveimur skipshöfnum. Jafn- an voru þrjú rúm í hverri búð, sem ætluð var einni skipshöfn, en sex í liinum, sem ætlaðar voru tveimur. Rúmin voru á lofti; undir þeim var geymt ýmislegt af færum vermann- anna. — Flestar voru búðirnar kendar við bæi þá, sem þær til- heyrðu, eða eigendur þeirra, t. d. Sauðeyjabúð, Miðbæjarbúð, Snæbjarnarbúð o. s. frv. Um 1880 voru þó enn tvær búðir í Skeri með sama nafni og Á. M. greinir. Hétu þær „ITrafnastall- ur“ og „Norðurseta“. Ekki var venja að gera menn út til allrar vertíðarinnar í einu í Skerið; hefir það meðfram verið sökum þess, hvað vertið- artiminn var óákveðinn og til- tölulega slutt heim. Að heiman höfðu menn vatn og eldivið, og til matar harð- fisk, brauð og feitmeti, og nýtt ósoðið kjöt, um 4—5 pund til viku hverrar, eftir efnum og á- stæðum; sömuleiðis dálítið af kaffi og sykri, en jafnan vaj’ það af skornum skamti. Á hverjum bát var einhver hásetanna „kokkur“; hann hit- aði kaffið, sauð fisk einstöku sinnum ogeldaði grautmeðkjöti á hverju kvöldi. Hver maður átti sinn mjölkíl hangandi i búð- Tnni. Matsveinninn tók svo einn mjölhnefa úr hverri skjóðu dag- lega til kvöldgrautarins. Kjöt sauð hver maður daglega eftir eigin vild, og merkti stykki sitt með digrum trénagla, sem kall- aður var „skota“. Þannig þekti kokkurinn hvað hver átti, er kjötið kom soðið úr pottinum. Bátarnir, sem róið var, voru flestir slór fjögra manna för, sem báru frá eitt til hálft ann- að tonn til að vera vel færir; þeir stærstu ef til vill noklcuð meira. Allir höfðu þcir eitl stórt þversegl, sem kallað var ..skektusegl"; var það um % hpprí>a á afturjaðnr en fm'jaðar’ í forkanti þess var járnkrókur, sem krækt var í járnlykkju ut- an á saxinu að faman. Lykkj- urnar voru þrjár livoru megin. Skautið var svo fært fram og aftur eftir saxinu, eftir því hvað mikið var beitt á. 1 afturskaut- inu var hæfilega gildur kaðall. Hann var dreginn undir röng aftarlega í skut. Var það haft laust að öðru en því, að stýri- maðurinn liélt því með þeirri hendinni, sem hann liafði ekki á sveifinni; með öðrum fæli spyrnti hann við því að röng- inni, gaf svo eftir eður dró inn, eftir því sem við þótti eiga. Þannig mátti svo að orði kveða, að margir þeir snillingar stýrðu bæði með segli og stýri. — Á sumum bálum var líka dálitið gaffalsegl aftur i, kallað aftur- segl. Þótti það bæta töku og auka gang i beitivindi. Undir seglum þessum fengu margir þessara snildar báta ótrúlega mikið hlaup. Dæmi voru til þess, að þeir fóru um 8 inilur á vökunni eða meira. Til sönnun- ar því er |>að. að einu sinni var stórri skektu siglt með svona þversegli i bráða sunnanleiði frá Siglunesi, ysta bæ á Barða- strönd, vestur að Látrum á 3 klst., en það eru sem næst 28 sjómílur. En ]iað var með- streymt. Jafnan voru sex menn á hverjum bát, og þótti oft ekki af veita, er langt var sótt og andróður heim, sem oft kom fyrir, i snörpum austan og norðan vindum út flóann. Ein- stöku sinnum voru fjórir menn á minni bátum, helst framan af vertíðinni. Veiðarfæri þau. sem notuð voru, voru svo nefndar hauka- lóðir*) og halfæri. Þinullinn á lóðum þessum var úr fjögra- nundalinu, þrír faðmar voru hafðir á milli öngla. Tuttugu önglar urðu þá á sextugri línu. Þrjár slikar línur fvlgdu oftast hverjum bát, sjaldan meira. Þriú eður fiögur lialfæri munu hafa fvlgt hverium bát. Á lóðir þessar var beitt borski og ýsu, munnarmöcum lifur og golu úr snrök'um. Bcst þótti smávsa til beitu, næst nvium silungi. sem sialdan var völ á. Fuglakiötþótti lika lágæt beita. en bað var frem- ur notað. sem haldfærabeifa. og torfengið að baustinu. Haldfær- ín sem notuð voru, voru sextiuí- ar b'nur. oftasf briggin nunda loðín. sem bar .voru kallaðai ..sökkur" voru böfð sem allra *T Það sem Breiðfirðlngar kalla haukalóðlr ne.fna sunn- léttust, svo að færið gæti borið sem allra lengst með straum. Haldfæraönglarnir voru hafðir mun stærri en haukalóðaröngl- ar, oftast íslenskir. Er þeim var rennt, voru þeir beittir með mörgum smáum beitum, alt frá oddi að ávafi. Fiskilegast þótti, að fleiri en ein beitutegund væri á önglunum, t. d. ýsa og fugla- kjöt, sín talan af hvoru á vixl, var það kallað að beita tannfyrð- ing. Gott þótti að beita spröku- hjarta á oddinn. Er góð sjóveður voru, var oft- ast róið fyrir og um dægramót, var þó nokkuð farið eftir straum- og sjávarföllum. Er til miðs var komið, var fyrst lögð lóðin, var svo farið noklcurn spöl frá þvi duflinu, sem siðar var sleppt og lagst þar við akk- eris-dreka. Formaðúr og hinn austurrúmsmaðurinn rendu þá síno færinu hvor. Væri þá upp- taka falls, var tekið lítið sem elckert grunnmál. Eftir stundar- korn var aftur rent i botn, og svo hvað af hverju svo lengi sem færið bar út. Er fallið var vel hálfnað linaði straumurinn, og sökkunni sló í botn, var þá tekið alllangt grunnmál, var það nefndur stans, eður að stansaði. Siðan bar færið heim, smátt og smátt, þar til að það stóð beint niður. Þá var liggjandi, flóðs eður fjöru. Yrði flyðru vart um útburð, var afli talinn viss Um heimburð. Um liggjanda var svo létt úr legunni, lóðin dregin og færð á annan stað, lagst svo aft- ur sem fyr. Þetta voru nefnd köst. Sjaldan voru lögð fleiri en tvö köst fyrir daginn. Nefnd voru lóðasár, þar sem lóð hafði verið lögð, eður legið i legu, og jiótti ekki fengvænlegt að leggja þar aftur né liggja í lcgu fyr en i fyrsta lagi á næsta stórstraum, því þá bjuggust menn við nýrri göngu. Einkum var sóttst eftir heilag- fiski, og skötu. Þorsklóðir voru ekki notaðar á Skermiðum, nema helst á Brekkudjúp fyrir ýsu síðari hluta vertiðar, þó ekki lárlega, en reynt var að fá þorsk og ýsu á haldfæri til beilu fyrir spröku, bæði á lóðir og lialdfæri i legu. Allgóður afli þótti, fengjust buudrað sprökur breytandi eður meira á bát yfir vertíðina (áður meira), og nokkuð af fullorð- inni skötu að auki. Hundrað og fimmtiu sprökur á bát, þóiti af braaðs afli. Breytandí voru þær sprökur kallaðar, sem teknar voru af átta limir, sem kallað var. n. 1. fjögur flök, tvö rafa- belti og tvær böfuðkinnar ■— vaiYgar. •=» Kom þá elnn limur I Voru það sex manna lilutir, báts- hlutur og veiðarfærahlutur. Bæði í Bjarneyjum og Odd- bjarnarskeri voru þessar breyt- andi sprökur gerðar þannig til, að fyrst var rist fyrir beltunum hvíta megin, var þá allþykkur vöðvi látinn fylgja hnakkabelt- inu, svo langt aftur, að nam broddinUm á eyrugganum, var það kallaður hnakki. Var svo ristur skurður þar þvert yfir, um eyruggabroddinn belta á milli. Þaðan langskurður eftir miðju aftur að strabba, þar voru tekin tvö flök. Á sama hátl var rist fyrir svarta meg- in. Fyrir kviðbeltinu var rist framundir kverk, svo sneið framan af kviðnum fylgdi því beltinu. Framan af kviðnum, næst beltinu, var skor- in sneið langs í gegn, var hún nefnd „vaðhorn“. Það var kverkin. Sneiðin náði aftur að flökunum. Sá, sem dró sprök- una átti vaðhornið og sporðinn fram að beltum, var það nefnd- ur „ábati“; kæmi sprakan á lóð, fylgdi ábatinn veiðarfæralilutn- um. Sprökuafla var jafnan skift eftir hvern róður, sömuleiðis öðrum afla ef nokkur var, nema skötu, hún var látin bíða. Var þá fyrst skift i fjóra staði, voru það nefnd köst. Sprökulínum var skift þannig í köstin, að í kast var látið svart linakkaflak og kviðbelti; svart kviðflak og hnakkabelti; hvítt linakkaflak og hvítur vangi, og loks hvítt kviðflak og svartur vangi. Hvor vangi var telcinn aftur að flök- um, samkv. áður sögðu. Þannig . þóttu skiflin verða jöfnust. Var svo stungið á köstunum*), en lagsmenn skiftu lcöstunum í hluti, svo lierti livor sinn hlut. ÖIl flök voru rist eður flött og hvert í rikling, nema stundum bin stærstu og feitustu, sömu- leiðis öll stór og feit rafabelti. Þótti það bin dýrasta og besta vara, enda dýrari en alt annað fiskifang. Sex fjórðungar rikl- ings voru taldir gildara vættar- virði, en fjórir fjórðungar vel liarðra rafabelta. Vangar, smá- belti, spíldingar — liryggir — og ábatar voru oft kallaðir „bein- limir“, voru þeir jafnan étnir nýir, signir eður saltaðir. Skata var kösuð fyrst og svo söltuð. *) Er lokið var skiftum sneri einhver skipverja sér frá, en annar benti á hvert kast, eður hlut og segir: „Hver skal þar?“ Hinn tilnefnir einhvern skip- verja, eður bát, t. d.: „Þar skal ,Tón“, eður „þar skal báturinn“ o. s, frv, Þetta var kallað að fitíúgft lendingar skötulóðir. pn fs|]yð ingar ajjrökusnœri, £ j f hlut, ef skift var í áttð staði,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.