Vísir Sunnudagsblað - 26.05.1940, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 26.05.1940, Blaðsíða 6
6 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Einar Benediktsson. Máttugi andi með eldinn í sál, spámannlegan guðmóð og spekingsins mál. Vígðu landsins tungu og vak yfir þjóð, vegu hennar lýsi þín ódauðlegu ljóð. Stór var þinn lieimur, á stórt þín hugöi sál, við sjörnulog sér undi og frumsólnaBál. Þinn tröllaukni hugur í hæð til guða kleif, og himinleiðir allar til fjarstu miða sveif. Voldugi hugur, og víðfeðma sál. Kraftaskáldsins kyngi var kvæða þinna mál. Enginn stærri fæddist hjá Eddunnar þjóð, og aldrei kvað neinn sjáandi guðdómlegri ljóð. Þinn andi sótti á brattann og miklar sýnir sá, af sjónarhæðum skygndist um Gimlaveldin há, en sá þar ekkert stærra, þótt sæi stórt og margt, en „Sóleyjuna“ tignu með jöklaskrautið bjart. Ættjörðin góða — ísland stóð hæst, heimsins mikla undur, og hjarta þínu næst. Hátignarfagur var himinn þíns lands, á heiðum kvöldum sjást þaðan röðlar stíga dans. f mánagliti hrímklettar út við nyrsta ál augum kristalls stara á norðurljósabál. Þar leggur „ilm af steini“, er lognhljótt festir spor á landið helgra sagna hið nóttlausa vor. Máttugi andi með eldinn í sál. Ljóða þinna speki er lífsins hávamál. Þar opnir standa himnar og helgidómur hver, um hugans víddir allar til fjarstu marka sér. Hin dýpstu rök og æðstu, sem dulmál hjartans á, í dýrra hátta guðmáli kynslóðirnar sjá. Sú ritning fyrnist aldrei, sem innblásin er, og alvíssmál skal nema hver lærisveinn hjá þér. Skáldjöfur mikli, vér elskum þinn óð. Dýrastan arf hinni íslensku þjóð, sígildu spakmælin, sterk eins og stál, stuðlafríð sem björgin í landsins eigin sál, vekjandi og heilnæm sem vorsins mildi blær, voldug eins og brimsog, er strendur landsins þvær. Fossaniður heyrist í hrynjanda þess máls, sem helgar vættir skópu á glóðum fórnarbáls. Hvílist nú höndin — og hjartað er rótt, sem gullið dýra hafði til guðanna sótt. Fátæk verður aldrei, þótt fámenn sé þjóð, sem frægð hafa skapað hin dýrðlegu ljóð. Nú hefir þjóðin lagt í sinn helgasta reit sitt höfuðskáld til hvíldar, — og sigurglöð það veit, að aldrei fæðist óþjóð á íslenskri jörð, ef andi skáldsins mikla um Þingvöll heldur vörð. Pétur Sigurðsson. mann hefir þar engin önnur sendisveit. Hann hefir unnið af kappi. Flest tímaritin i Mexikó og sum dagblaðanna eru hlynt Þjóðverjum. Meðal vikublað- anna má nefna eitt, sem er al- veg nýtt og heitir Timon (stjórnvölurinn). Ritstjóri þess er Jose Yasconcelos, sem bauð sig fram til forsetakosninganna 1930, en tapaði. Hann hefir lýst yfir því, að hann sé „gegn Eng- il-Söxum.“ Annað er það, sem hjálpað hefir Þjóðverjum — sainningur Rússa og Þjóðverja. Allmargir þýskir flóttamenn, kommúnist- ar og sósíalistar, búa í Mexikó og unnu þeir áður gegn Hitler i félagi sem nefndist „Þýskt menningarfélag“. Nú logar þar alt í sundurþykkju. E1 Populai-, blað Rússlandssinna, fær flestar fréttir sínar frá Berlín og Moskva og það hefir liætt öllum árásum á nasista, sem voru svo tíðar fyrir fáeinum mánuðum. Frakkar eiga allmarga vini i Mexikó. Fréttamyndir af frönskum hérmönnum eru vin- sælli en nokkrar aðrar. Flestir rithöfundar og listamenn i Mexikó telja París andlega höf- uðhorg latneskra manna. — Landsmenn urðu líka fyrir mikluni frönskum áhrifum, þegar franskir hermenn vörðu krúnu Maximilans keisara og Carlotlu drotningar. Kommúnistaflokkurinn starfar af krafti. Innrás Rússa í Finnland jók vinsældir Bandamanna. Þrátt fyrir það hefir Rússland all- marga áhangendur. Kommún- istaflokkurinn í Mexikó hefir að vísu aðeins 25 þús. skipu- lagshundna meðlimi, en hann starfar af miklum krafti og meðlimir hans eru i mörgum áhrifastöðum. Bretar munu hafa minsta hvlli allra ófriðarþjóðanna. — Styrjöldin braust út á þeim tima, þegar viriátta var mjög lítil milli Breta og Mexikó- manna. Þegar Cardenas, forseti, gerði eignir dótturfélags Ro\raI Dutch Shell-Mexican Eagle upp- lækar i mars 1938, urðu Bretar æfarreiðir og kröfðust Jjess, að þeir l'engi þær aftur. Carden- as lét þær kröfur eins og vind um eyru þjóta. Bretar fóru þá að brigsla Mexikómonnum um það, hversu seinir þeir væri að þvi, að standa við skuldbindingar sínar, en Mexikó svaraði með þvi að benda þelm á skuldir þeirra hjé Bandarikjunutn. — Upp úi’ þessn vgy Bendihérra Mexikó í London kallaður heim og Bretar urðu þá að gera slíkt hið sama. Ræðismannaskrif- stofur eru þó enn opnar i báð-. um löndunum. Td þess að gera teiknimvndina „Ferbir Gullivers" þurfti að gera eina milión teikninga .... Kvik- myndabúsin í Ameríku taka tæo- lega nþá milj. áhorfenda .... Ef rigningin í nortSvesturríkjum Bandaríkjanna er 5 cm, undir metS- flllagi, munar þaB m mU|, skeífa Skák Franski leikurinn. Hvítt: Aljechine. Svart: Feldt. 1. e4, e6; 2. d4, d5; 3. Rc3, Rf6; 4. pxp, Rxp; 5. Re4!, f5? (Þetta er afleitur leikur, enda tapar svart skákinni á því hve lélegt vald liann hefir yfir reitnum e6 Gott var að leika 5.Be7 eða Rd7, en hinu siðarnefnda lék Nimzowitch á móti Alje- chine í Kecskemet 1927); 6. Rg5! (Stysta leiðin til e5), Be7; 7. R5f3, c6; 8. Re5 (og þar verð- ur hann fyrst um sinn!), 0-0; 9. Rgf3, b6; 10. Bd3, Bb7; 11. 0-0, He8; 12. c4, Rf6; 13. Bf4, Rbd7; 14. De2! (og liefir nú ilt í liyggju), c5 (svart sér ekki hættuna, sem skapast hefir við 14. Ieik hvíts, annars hefði liann sennilega reynt eitthvað annað, t. d. Rf8); 15. Rf7!!, KxR (Ef .... Dc8 þá 16. Dxe6 með hótuninni RI16+-j- og Dg8+ og síðan Rf7 mát, hið fræga ,,kæfingarmát“) 16. Dxe6!! (Ef KxD þá Rg5 mát); 16.....Kg6 (Ekki .... Kf8 vegna Rg5); 17. g4! Be4; (til þess að varna Bxf5, en ..) 18. Rh4 mát. Skák þessi var tefld í her- manna-sjúkrahúsinu í Tarnopol árið 1916. Aljechine tefldi skák- ina blindandi. Hann var þá að- eins 24 ára gamall. á hveitiuppskerunni .... Spöríugl hefir helmingi fleiri hálsliði en gíraffi .... í kínverska stafróf- inu eru um 1100 mismunandi stafir. * í strætisvagni. Farþegi (fer út úr strætis- vagni) : Þaö er óþolandi hvaö haföur er lítill vagn á þessari leið. Hann er altaf troöfullur. Ekillinn: Höföuö þér ekki sæti, herra minn? F.: Jú, en konan mín varö aö standa alla leiðina. * —- Undarlegur bjáni, þessi kenn- arl, sagöi Brynki litli, þegar hann kom heim úr skólanum I fyrsta ísinn. — Hann spyr mig og okkur kralíkárié úm alla skapaöa hlutj

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.