Vísir Sunnudagsblað - 02.06.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 02.06.1940, Blaðsíða 2
2 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ um degi frekar en Róm forð- um; stóð smíði þeirra oft i marga mannsaldra og jafnvel svo öldum skifli. Nú urðu og verða ekki byggingameistarar eldri en aðrir dauðlegir menn, og sé þess einnig gætt, að faistir þeirra fengu yfirstjórn við þetta vandasama starf, fyr en þeir voru komnir nokkuð við aldur, þá er ekki að undra þótt fæst- um þeirra entist aldur til að Ijúka því verki, sem þeir hófu. Þá var það oft, að sá, sem við tók, bygði í öðrum stíl en sá fyrri. Þannig er þessi stílbrengl- un oftast til komin og þykir víð- ast hvar til lítillar prýði. Dómkirkjan að Lundi er bygð í rómönskum stíl, eða þeirri grein hans, sem garmansk-róm- anskur kallast. Þó gætir nokk- uð lombardiskra áhrifa i skreyt- ingu hennar (ornamentik), og er það eðlilegt, þar sem bygg- ingameistari sá, sem mest vann að smíði hennar, var italskur. Hét sá Donatus. Saga kirkjubyggingarinnar er í sem fæstum orðum þessi: Árið 1060 varð enskur mað- ur að nafni Hinrik biskup að Lundi og um 1080 lét Knútur helgi hefja þar dómkirkjusmíði. Einnig var þar reist klaustur og var hæði kirkan og það helgað St. Laurentius. Sennilegt þykir að kirkja Knúts helga liafi aldrei verið fullgerð, en leifar hennar séu innbygðar í núver- andi dómkirkju, eins og fyr er um getið. 1104 verður Lundur erkibiskupssétur og um Jíkt leyti er hafin bygging hennar, og var Donatus, sem fyr er nefndur, fyrstur bygginga- meistara. Árið 1123 er Jjygging- unni það langt komið, að erki- biskupinn vígir það ár aðalalt- ari kjallaralvapellunnar. Árið 1145 er smíði aðalkirkjunnar að mestu lokið, þó eru turnarnir þá óbygðir. Áður en smíði að- alkirkjunnar lauk, var Donatus látinn, en álitið er, að sam- starfsmaður hans, steinhöggv- ari að nafni Regnerus, hafi þá tekið við yfirstjórn smíðinnar. 1145 er ldrkjan og háaltari hennar liátíðlega vigt af Eskil erkibiskupi, en í tíð eflirmanns hans, Absalons, er hafin bygg- ing vestra turnsins. Löngu síð- ar, eða um 1860, er turnhlutinn rifinn til grunna og reistur að nýju, og þá í annari mynd en hann var fyrst. Árið 1234 varð kirkjan fyrir miklum skemdum sökum elds- voða. Eyðilagðist þá hvolfþak- ið og innri skreyting að mestu. Var það skjótt lagfært, en pví miður í nokkuð öðrum stíl, en áður hafði verið. Nokkrum ár- um síðar lét Jakob Erlendsson erkibiskup gera allmiklar breyt- ingar inni í kirkjunni; rífa skil- veggi og flytja þá til og fleira þessliáltar. 1329 lætur Karl erki- biskup byggja kapellu í viðbót við aðalkirkjuna og í byrjun 15. aldar vill Birgir Gunnars- son bæta enn einni við, en af því varð þó ekki, sem betur fór. Um þetta leyti er kirkjunni mjög tekið að hrörna og er nú fenginn vestfalskur bygginga- meistari, Adam van Diiren að nafni, til að annast viðgerð á henni, aðallega þó á kjallara- hvelfingunni og kapellunni þar. Síðan er lítið átt við að lagfæra kirkjuna þangað til 1833, en þá er byrjað á mjög gagngerðri viðgerð, fyrs t undir umsjón C. G. Brunius, sem þá er prófessor i grisku við liáskólann i Lundi, en síðar tekur ungur og áhuga- sainur liúsagerðameistari, að nafni Helgo Zettervall, við stjórn á framkvæmdunum. Reyndu þeir að haga viðgerð- inni þannig, að kirkjan fengi sem mest haldið sínum upp- runalega svip, en þó er það álit sérfróðra manna, að ekki hafi það tekist svo vel, sem æskilegt hefði verið. Það er annar dagurinn, sem eg dvel að Lundi. Fyrri liluta hans lief eg ákveðið að verja til þess, að skoða dómkirkjuna. Hið ytra er dómkirkjan liin veglegasta og tignarlegasta. Þó er ekki laust við, að yfir svip hennar hvíli nokkuð þungur blær. Byggingarefnið er mjög fallegur gráleitur sandsteinn, nokkuð grófhögginn. Anddvri kirkjunnar er opið til liálfs. Eg geng þar inn. Það fyrsta, sem vekur eftirtekt mína, þegar inn í anddyrið kemur, er söluborð með póst- kortastæðum og bókum; stend- ur það í skotinu við innri hurð- ina. Bak við borðið situr roskin kona og heklar í ákafa. Hún virðist nokkuð nærsýn, ef dæma má eftir því, hve hún lieldur vex-kefni sínu nálægt gullsjxang- argleraugunum sem hún ber. Þegar liún verður komu minnar vöi% rís hún á fætur og leggur verkefnið frá sér í snatri. Eg býð henni góðan dag og svarar liún því á ósvikinni skánsku. En hún lætur ekki þar við sitja og er auðséð og heyrt, að hún kýs að eiga við mig lengra samtal. Tekur hún nú að bjóða mér bækur, sem hún hef - ir til sölu þarna á borðinu og fjalla, eftir því sem hún segir, um sögu dómkirkjunnar. Fyrst býður hún mér allþykkar bæk- ur í vönduðu og girnilegu bandi, en þegar það hefir engin áhrif, tekur hún að sýna mér þær, sem þynnri eru, lakar bundnar og ódýrari. Síðast kemur liún með smápésa, sem þó er auð- séð eftir svip hennar, að hún telur virðingu sinni misboðið með að handleika. Er það dugir ekki að heldur, hýður liún mér að skoða nokkur póstkort. Er nú málrómur liennar ekki líkt því eins mjúkur og í fyrstu. Eg geri henni það til þægðar að líta á póstkortin, geng jafnvel svo langt, að eg hrósa þeim, en geri mig ekki líldegan til að kaupa neitt. Yeldur því bæði að eg er peningalítill og svo er ekki laust við að vöknuð sé hjá mér löng- un til að sjá enn frekai’i svip- brigði á andliti hinnar fvrir- mannlegu sölukonu. Hún sam- sinnir, en þó nokkuð þurlega, að póstkortin séu smekkleg, get- ur þess um leið, að hún selji samt frekar lítið af þeim, þar eð flestum ferðamönnum, sem dómkirkjuna heimsæki, finnist hún betri minjagripa verð. Síð- an sest hún og tekur aftur að hekla í ákafa og virðist hafa gleymt nálægð minni með öllu. Er eg hýst til að fara frá sölu- borðinu, án þess að kaupa svo mikið sem eitt einasta póstkort, rankar hún þó aftur við sér og réttir mér blað eitt með mynd dómkirkjunnar á. — Það kost- ar ekkert, segir hún um leið, og kennir allmikils kulda í róm hennar. Svo heldur hún áfram með verk sitt. Eg held áfram inn í kirkjuna, Þegar þangað kemur sé eg mann einn, klæddan „jacket“- fötum, standa við háaltai’ið. Virðist liann vera að hagræða einhverju þar. Hann liættir því samt, þegar hann sér mig koma', gengur til nxóts við mig og heilsar mér alúðlega. Er mað- ur þessi nokkuð roskinn og liinn virðulegasti. Tekur liann nxig tali og kveður mér velkom- ið að skoða kirkjuna eins og eg hafi löngun til. Þegar hann. lieyrir, að eg er Islendingur, verður hann enn alúðlegri, tek- ur í liönd mína og býður mig innilega velkominn; segist ald- x-ei liafa talað við Islending fyr. Hafi sig þó langað til þess, þar eð liann liafi lesið allnxikið um ísland. Einnig kveðst hann liafa lesið Heinxskringlu Snorra oft- ar en einu sinni. Býður hann mér að sýna mér kirkjuna og tek eg því boði auðvitað með FELLUR HÖGGIÐ? — Þessi mikla höggmynd virðist ætla að fara að slá hreingerningamanninn af liökunni á sér. Myndin er á sýningunni i San Francisco og táknar þjóðirnar, senx búa á ströndum Kyi’rahafsins. Sýningin var opnuð aftur 25. s. 1.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.