Vísir Sunnudagsblað - 02.06.1940, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 02.06.1940, Blaðsíða 4
4 VlSlR SUNNUDAGSBLAÐ j r INN ÞEKTl rithöfundur Somerset-Maugham Jrl skrifar hér um franskar konur, er taka við störfum manna sinna til sjávar og sveita meðan á stríðinu stehdur. Margar þessar konur eru nú þeg- ar orðnar ekkjur, eða þær liafa mist feður og syni í styrjöldinni, svo að erfiðleikar þeirra og hörm- ungar munu seint fyrnast, enda þótt stríðinu lykti áður langt líður. Þótt Somerset-Maugham skrifi hér um fransk- ar konur sérstaklega, þá gildir áþekt um konur annarra stríðsþjóða, lwar sem er i heiminum. Hafa mæður, eiginkonur og ungmeyjar hvarvetna stofn- að með sér félög í stríðslöndunum, er vinna' að því að taka að sér störf karlmannanna meðan þeir eru á orustuvellinum og hjálpa i hvívetna eftir mætti. FRA STRIÐINU: Franskar konur í stríði. Eftir SOMHERSET MAUGHAM. Það er einkennilegt, að sjá allar þessar konur, feitar og horaðar, ungar og gamlar, hefð- arkonur og fátæklinga — marg- ar með permanentliðað hár og rauðlitaðar varir — vinna í skotfæraverksmiðjunum. Þús- undir kvenna vinna nú í her- gagnaverksmiðjum Frakklands. Eg hygg að flestar þeirra hafi telcið við störfum eiginmanna sinna, er þeir voru kallaðir i herinn. Margar hafa aldrei áð- ur unnið verksmiðjustörf, en forstjórarnir sögðu mér, að þær væru einkennilega iðnar og kappsfullar við störfin. Eg sá þetta með eigin augum og eg sannfærðist um það, að fransk- ar konur geta gert hvað sem þær vilja •— svo fjölhæfar og duglegar eru þær. Þrátt fyrir mikið erfiði í verk- smiðjunum leggja þær hússtörf- in enganveginn á hilluna. — í mörgum verksmiðjunum liafa þær fri þriðju hverja viku með fullu kaupi, en annars þriðja hvern dag. Það fer hrollur um mann við að horfa á þessar konur búa tii efni og áhöld, sem ætluð eru til að drepa bræður og eiginmenn annara kvenna. Það er átakan- legt að sjá þessar konur standa í löngum röðum við borðin og fylla poka, kassa eða málm- hylki með hættulegum sprengi- efnum. Margar franskar konur hafa boðið hjálparsveitunum aðstoð sína og helgað þeim frístundir sínar. Rauði krossinn er nú bú- inn að koma 150 sjúkrahúsum á laggirnar með 20 þúsund rúm- um og mörg þúsund lærðum hjúkrunarkonum. „Union des Femmes de France“ annast um prjónles og ullarnærföt handa hermönnunum, en auk þess hef- ir félagsskapur sá komið ann- ari hjálparstarfsemi á laggirn- ar, sem frá sálrænu augnamiði séð, er einhver fegursta hjálpar- stofnun, er eg hefi kynst. Þegar hermennirnir fá heim- ferðarleyfi, eða eru á ferðalög- um í einhverjum öðrum erind- um, kemur næsta oft fyrir, að þeir verða að hima hálfar og lieilar nætur á ísköldum og leið- inlegum járnbrautarstöðvum, þar sem þeir verða að vaka, stundum skjálfandi af kulda. Þeir eru svangir og þyrstir, stundum gegnblautir, en eru peningalitlir og hafa ekki efni á að kaupa sér fæði né gistingu. Þá er það sem „Union des Femmes de France“ slær yfir þá skjólshúsi. Einhversstaðar opnar kona dyrnar að húsinu sinu, gengur í veg fyrir her- manninn eða kallar á hann, býð- ur honum inn, gefur honum mat og drykk og vísar honum á hlýtt og gott rúm. Honum eru í té látin ritföng, ef hann lang- ar til að skrifa ættingjum eða vinum, og hann má að öðru leyti haga sér eins og hann væri kom- inn á sitt eigið heimili. Hann fær ný og lirein nærföt, hann getur tekið sér bað, hann fær nýja og lireina sokka. í þessum nærfötum getur hann farið, en sín eigin föt fær hann þvegin og bætt send heim til sin. Hermað- urinn þarf ekki að óttast, að liann missi af lestinni þótt hann sofni, því að húsmóðirin hefir á sér andvara og vekur hann á þeim tíma, er hann þarf að vakna. Þegar liann heldur ferð sinni áfram, er hann endur- nærður á líkama og sál. Það hefir talist svo til, að á hverjum degi notfæri 250—300 her- menn sér þessa aðstoð, en þar að auki liefir Union des Femmes de France komið upp vigstöðva- bókasöfnum lianda hermönnun- um. Eg gat þess hér að framan, að franskar konur gætu gert alt sem þær vildu, og þær hafa tek- ið í sig að gera. Eg ætla að segja frá einu atviki, sem sann- ar þetta og tilefni gæti gefið til langrar og veigamikillar skáld- sögu. Það gerðist í verksmiðju einni, þar sem bæði eigendur- og starfsfólk var ungt, að hver einasti maður var kallaður í herinn, svo verksmiðjunni varð að loka. Hún stóð eftir auð, og; vélarnar lireyfingarlausar. — Stúlkurnar, sem unnu í verk- smiðjunni, stóðu uppi með tvær hendur tómar og atvinnulausar. Þá íók ein stúllcan sig til, barð- ist fyrir þvi með lífi og sál, að ríkið tæki að sér rekstur verk- smiðjunnar, breytti honum í liergagnaframleiðslu, og hún hætti elcki fyr en þetta tókst og stallsystur hennar fengu all- ar atvinnu aftur í verksmiðj- unni. Sennilega lyktar sögunni með brúðkaupi og veglegri veislu að stríðinu loknu. Það ske margar kvenlegar hetjudáðir i Frakklandi um þessar mundir, en flestar þeirra ske í kyrð og þögn og koma ekki fyrir ahnennings eyru. Yið skidum til dæmis hugsa okkur konu bakarans í litla þorpinu, sem eg kom í. Maðurinn lienn- ar var eini bakarinn í þorpinu og hann var kallaður í stríðið. Þá tók konan að.sér störf lians, hún bakaði á nóttunni og á dag- inn ók hún með brauðin á milli Konurnar taka upp störf manna sinna, þær leggja á sig vökur og erfiöi, en þær eru fórnfúsar, því aS þær vilja hjálpa mönnum sínum og starfa fyrir þá, meöan þeir eru á orustuvellinum. Hér á myndinni sést kona sækja eldsneyti til skógar. Af því aö enginn er heima, veröur hún a'5 taka barniS sitt meö sér og setur þaö ofan á eldiviöinn á vagninum.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.